Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 18.900,- BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 21.900,- LOUIS GHOST Stóll – fleiri litir Verð 39.900,- stk. CINDY Borðlampi – fleiri litir Verð 32.900,- STONE STOOL Kollur – fleiri litir Verð 28.900,- stk. TAKE Borðlampi fleiri litir Verð 12.900,- Glæsileg gjafavara frá PLANET CRYSTAL Borðlampi – fleiri litir Verð 54.900,- BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- KABUKI Borðlampi – fleiri litir Verð 52.900,- Unnið hefur verið að því undanfarna mánuði að lagfæra útivistar- og torgsvæði í Mjódd í Breiðholti. Svæðið var orðið illa farið og mikil þörf á viðhaldi. Verkið er unnið í þremur áföng- um. Fyrsti áfangi, torgið fyrir fram- an Breiðholtskirkju, á milli kirkj- unnar og Þangbakka 8-10, er á lokastigi. Svæðið hefur verið hellu- lagt og komið fyrir gróðurbeðum, leikjasvæðum, bekkjum og lýsingu. Áætlaður kostnaður við verkið er 50 milljónir króna. Torgið sem er á milli Sambíóanna, Landsbankans og Þangbakka 10 er næst á dagskrá. Verkið var boðið út og búið er að opna tilboð. Átta tilboð bárust í verkið og bauð K22 ehf. lægst, eða 35,4 milljónir króna Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 36,5 milljónir. Framkvæmdir ættu að geta hafist fljótlega eftir að borgin hefur samið við verktaka. Hönnunarvinna við þriðja áfanga stendur nú yfir. Það svæði er austan Landsbankans, milli Þönglabakka 8- 10 og verslunarmiðstöðvarinnar í Mjódd. Óvíst er hvenær það verk verður boðið út. sisi@mbl.s Morgunblaðið/Björn Arnar Mjóddin Torgið milli Breiðholtskirkju og Þangbakka er orðið glæsilegt. Mjóddin fær nýjan svip Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fasteignafélagið G1 ehf. hefur kynnt fyrir borgaryfirvöldum áform um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Grensásveg þar sem fyrirhugað er að byggja um 175 íbúðir og sjö hæða 3.200 fermetra skrifstofu- byggingu út að Suðurlandsbraut. Umrædd lóð er skáhallt á móti Glæsibæ. Fram kemur í kynningu sem fylgir með erindinu að á þessum reit hafi verið áður aðalstöðvar Hita- veitu Reykjavíkur. Þau hús verða nú rifin, en eldri dælustöð mið- svæðis á lóðinni verður í notkun næstu árin en hún er friðuð. Síðar var Mannvit þar til húsa en nú síð- ast Kvikmyndaskóli Íslands. Tillögurnar eru unnar af arkitekt- unum hjá Archus-Rýma. Fyrsta húsið er fullhannað Samkvæmt samþykktu deili- skipulagi arkitektastofunnar Batt- erísins er möguleiki á allt að 204 íbúðum í fjórum aðskildum húsum á reitnum. Fyrsta húsið hefur verið fullunnið og lagt inn til byggingar- nefndar. Það hús hefur þá sérstöðu að það er byggt ofan á þegar byggð- an bílakjallara sem gengur þrjár hæðir niður í jörðina og eru þar stæði fyrir 75 bíla. Alls er gert ráð fyrir 181 stæði neðanjarðar. Eitt húsanna hefur þá sérstöðu að það er ekki hægt að byggja fyrr en gríð- armiklar lagnir að dæluhúsi hafa verið teknar úr notkun eftir 8-10 ár. „Lóðarhafi vill byrja að byggja A húsið síðsumars og biður því skipu- lags og byggingaryfirvöld að hraða umfjöllun og samþykktarferli svo sem hægt er. Skipulagið hefur hlot- ið fullt samþykki og verið auglýst í B-tíðindum, svo ekkert er til fyrir- stöðu,“ segir í erindi G1. „Á þessum gríðarerfiðu óvissu- tímum í sögu þjóðarinnar, nú þegar mörg áform eru dregin til baka, er aðdáunarvert að kjarkur ein- staklinga til framkvæmda sé enn til staðar eins og sést hjá Jóni Þór Hjaltasyni, sem stendur fyrir þess- ari byggingu, sem þó er gríðar- flókin. Þarna þarf að fjarlægja eldri hús og byggja við þröngar að- stæður. En þétting og uppbygging þarna verður umhverfinu hvatning til fegurðarauka og eflingar og mik- ilsverð andlitslyfting á þessum hluta Grensásvegar, sem og hvatning/ vegvísir til uppbyggingar í Skeif- unni,“ segir Guðmundur Gunn- laugsson, arkitekt FAÍ, í lokaorðum erindisins. Árið 2017 voru kynntar áætlanir um að byggja á lóðinni stærsta hót- el landsins, með 300 herbergjum. Hætt var við þau áform árið 2019 og var uppgefin ástæða sú að bank- arnir voru á þeim tíma búnir að fylla hjá sér lánakvóta til hótela. Áforma að byggja 175 íbúðir á lóð á horni Grensásvegar  Fjarlægja þarf eldri hús þar sem aðalstöðvar Hitaveitu Reykjavíkur voru Tölvuteikning/Rýma arkitektar Grensásvegur 1 Svona sjá arkitektarnir fyrir sér útlit húsanna. Hús A, sem er tilbúið til byggingar, er fjærst Grens- ásvegi en næst Skeifunni. Suðurlandsbraut sést til vinstri á myndinni og næst henni verður skrifstofubyggingin. Morgunblaðið/RAX Niðurrif Húsin sem Hitaveita Reykjavíkur reisti á sínum tíma verða rifin. Viðgerð á hinu þekkta listaverki Sólfarinu við Sæbraut er lokið og verður það opnað almenningi í dag samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Aðgangi að lista- verkinu var lokað upp úr miðjum apríl og hefur það undanfarnar vik- ur verið sýruþvegið, pússað upp og að lokum bónað. Höfundur verksins er Jón Gunn- ar Árnason, en það er unnið úr ryð- fríu stáli eftir fríhendisteikningum hans. Það var afhjúpað á afmælis- degi Reykjavíkurborgar 18. ágúst árið 1990 og hefur alla tíð vakið mikla athygli, ekki síst erlendra ferðamanna. Forsagan er sú að í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 efndu íbúasamtök Vestur- bæjar til samkeppni um úti- listaverk. Varð Sólfarið fyrir valinu og var frummyndin (álskúlptúr) gefin Reykjavíkurborg til stækk- unar. sisi@mbl.is Sólfarið op- ið almenn- ingi á ný Morgunblaðið/Eggert Á fundi dómara við Hæstarétt Ís- lands í gær, miðvikudag, fór fram kosning varaforseta fyrir tímabilið 27. maí til 31. desember á næsta ári. Var Benedikt Bogason kjörinn varaforseti. Benedikt, sem fæddist 1965, hef- ur verið dómari við réttinn frá 2012. Áður var hann dómstjóri Hér- aðsdóms Vesturlands. Þorgeir Örlygsson er forseti rétt- arins. Helgi Ingólfur Jónsson var áður varaforseti, en hann baðst lausnar frá störfum fyrr á árinu og er nú hættur sem dómari. Benedikt vara- forseti Hæstaréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.