Morgunblaðið - 28.05.2020, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
Trommur
Fyrir byrjen
dur og leng
ra komna
meiriháttar
úrval
Ég las yfir dóm
Hæstaréttar í svo-
nefndu „makrílmáli“,
nr. 508/2017, um
meintan skaðabóta-
rétt fyrirtækis, sem
Hæstiréttur áleit að
byggðist aðallega á
lögum nr. 151/1996,
lögum um fiskveiðar
utan lögsögu Íslands.
Ég hafði haldið að við
ytri mörk lögsögu landsins væru
einnig mörk heimilda Alþingis til
beinnar lagasetningar varðandi
t.d. nýtingu auðlinda.
Þegar við stækkuðum fiskveiði-
lögsögu okkar, fyrst í 50 mílur, en
síðar í 200 mílur, voru þær
ákvarðanir teknar með sam-
komulagi við hafréttarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, sem sam-
kvæmt hafréttarsamningi SÞ frá
1982 heldur um stjórnvöl við rétt-
argæslu hafsvæða, hvarvetna utan
lögskipaðrar landhelgi eða sam-
komulags viðkomandi ríkis við
hafréttarstofnunina um sérstaka
stækkun forgangsréttar tiltekinna
aðila um aukið hafrými til styrkt-
ar efnahag viðkomandi lands. Með
slíkum samningum við hafrétt-
arráð SÞ fékk Ísland að tileinka
sér 50 mílna og síðar 200 mílna
„sérefnahagslögsögu“, eins og það
er nefnt í hafréttarsamningnum.
Ég velti fyrir mér hvort eitt-
hvað hafi breyst um réttarheim-
ildir Íslands utan lögsögumarka
sinna, sem í upphafi 8. áratugar
síðustu aldar voru við ytri mörk
12 mílna landhelgi Íslands. Ég tel
svo ekki vera. Ég tel því ytri
mörk lögsögu landsins í dag vera
við ytri mörk 200 mílna „sérefna-
hagslögsögu“ landsins, mælt frá
sömu grunnlínupunktum og land-
helgin er mæld frá, eins og segir í
hafréttarsamningnum.
Mér varð verulega brugðið þeg-
ar ég sá umrædd lög nr. 151/1996,
um veiðar utan lögsögu landsins,
og að í 1. gr. laganna var ekki
getið neinna heimilda frá yf-
irnefnd hafréttarmála hjá Samein-
uðu þjóðunum, sem samkvæmt
hafréttarsamningnum fer með
stjórnun alls lífríkis í, undir og yf-
ir hafdjúpum úthafa, rétt á sama
veg og þegar Ísland þurfti að
semja við þá aðila til stækkunar
efnahagslögsögu þjóðarinnar.
Lögsaga
Ystu mörk sem Landhelgis-
gæsla okkar getur haft afskipti af
skipum, þótt þeir telji sig á radar
hafa orðið þess varir að viðkom-
andi skip hafi verið að veiða innan
landhelgi, eru ytri mörk lögsögu
okkar. Ef skipið var komið út fyr-
ir ytri línu efnahagslögsögu áður
en aðgerð Gæslunnar gat form-
lega hafist var skipið komið út
fyrir lögsögu landsins. Það leiðir
sjálfkrafa í ljós að ystu mörk lög-
sögu Alþingis til lagasetningar
hljóta einnig að vera við ystu
mörk efnahags- og fullveldis-
lögsögu. Af þeirri ástæðu sé ég
ekki að Alþingi hafi með eðlileg-
um hætti heimild til að setja lög
og veita veiðiheimildir utan ís-
lenskrar lögsögu, án
staðfestingar heim-
ildar til slíks frá
þeim aðila sem lög-
sögu hefur á svæð-
inu.
Það vakti mér
verulega undrun þeg-
ar ég sá að Hæsti-
réttur byggir í meg-
inatriðum niður-
stöður sínar á
umræddri, að mínu
viti ólöglegri laga-
setningu. Og þar sem
lögin hljóta að teljast utan heim-
ilda Alþingis til lagasetninga eru
reglugerðir byggðar á þeim lög-
um að sama skapi ógildar. Reynd-
ar er afar margt mjög gagn-
rýnivert við dómsmeðferð málsins
nr. 508/2017, þar sem Hæstiréttur
dæmir ríkið bótaskylt gagnvart
fyrirtækinu Hugin ehf. í Vest-
mannaeyjum. Héraðsdómur
kemst nokkuð vel frá málinu að
öðru leyti en því að eitthvað mis-
ferst við skráningu leiguskipsins
Ísleifs VE. Í dómnum er skipið
sagt vera VE63, en vera með
skipaskrárnúmer 1610. Það getur
ekki passað. Ísleifur VE63 hefur
skipaskrárnúmerið 2388. Hins
vegar er annað skip, Ísleifur II
VE336, með skipaskrárnúmerið
1610. Það skiptir verulegu máli
fyrir ætlaða bótafjárhæð hvort
það var Ísleifur VE 63 ssk.nr.
2388 eða Ísleifur II VE336,
ssk.nr. 1610 sem reikna átti við-
bótarafla yfir tímabilið. Ísleifur
landaði 20.829 lestum af makríl
en Ísleifur II landaði 4.340 lest-
um.
Svo er annað sem vekur mér
undrun. Málið er höfðað á grund-
velli of lítillar úthlutunar afla-
heimilda í makríl til Hugins
VE55, sem er skip samnefnds
hlutafélags. Ísleifur (hvor sem
það var) var leiguskip, sem Hug-
inn ehf. hafði líklega einungis
nýtingarrétt á samkvæmt samn-
ingi, en í gögnum málsins kemur
ekki fram að Huginn ehf. hafi
haft kröfurétt fyrir hönd eiganda
Ísleifs. Enda snýst málið í öllum
meginatriðum um meinta of litla
úthlutun aflaheimilda í makríl til
Hugins VE 55. Ég á eftir að finna
röksemdir fyrir því að leiguskip-
inu Ísleifi hafi verið blandað inn í
meinta fyrirframúthlutun veiði-
heimilda á makríl til Hugins
VE55. Þær meintu heimildir til
Hugins VE breytast ekki neitt við
það að útgerð Hugins VE hafi
annað leiguskip við veiðar, sem
ekki veiði meintar veiðiheimildir
Hugins VE55. En það er flókið
mál sem ég er enn að skoða.
Lög um veiðar utan
lögsögu Íslands
Eftir Guðbjörn
Jónsson
» Sé ég ekki að Alþingi
hafi með eðlilegum
hætti heimild til að setja
lög og veita veiðiheim-
ildir utan íslenskrar lög-
sögu, án staðfestingar
heimildar til slíks.
Guðbjörn Jónsson
Höfundur er fv. ráðgjafi.
gj1941@simnet.is
Aflamarks-ismi ís-
lenskra stjórnvalda
hefur nú fengið rúm
30 ár til að byggja
upp þorskstofninn og
aðra fiskistofna við
landið en árangurinn
lætur enn bíða eftir
sér. Ráðherra sjávar-
útvegs virðist engan
veginn átta sig á við
hvaða vandamál hann
á að stríða og rígheldur í vís-
indalega ráðgjöf Hafró, sem er í
djúpum skít vegna árangursleysis
og leggur höfuðáherslu á að finna
afsakanir fyrir því í stað þess að
hugsa sinn gang. Þorskstofninn er
kominn í enn einn samdráttarfas-
ann sem stafar af langvarandi
ósjálfbærri vannýtingu. Orka nátt-
úrunnar í lífríki hafsins umhverfis
landið fer í vaxandi mæli í harðn-
andi samkeppni um fæðu og stöð-
ugt minna verður til skiptanna
fyrir vöxt og nýliðun. Samt virðist
eiga að halda ruglinu áfram þrátt
fyrir að þjóðin þurfi á aukinni
verðmætasköpun og vinnu að
halda sem sjaldan eða aldrei fyrr.
Er hægt að segja þetta skýrar
þannig að þeir sem eru ósammála
þessu geti reynt að hrekja það
með rökum? Hvers vegna er þögn-
in eina svarið? Getur verið að vís-
indamenn fái laun fyrir að þegja
yfir augljósum óþægilegum stað-
reyndum? Og hvað kallast slíkt á
mannamáli?
Áður en mannkynið fór að veiða
þorsk leið langur tími sem þorsk-
stofnar stækkuðu og minnkuðu á
víxl ýmist vegna utanaðkomandi
aðstæðna eða innra eðlis. Þetta
var fyrir tíma svartra skýrsla, vís-
indamanna og jafnvel töframanna
ef því er að skipta. Þá
var ekki til neinn sem
hafði hag af því að
þykjast vita meira en
aðrir um eðli hlut-
anna, hvað þá heldur
að einhverjum hefði
dottið í hug að tryggja
sér einkarétt á slíkri
þekkingu. Að sjálf-
sögðu var heldur eng-
inn til staðar til að
rannsaka þær breyt-
ingar sem urðu á teg-
undunum og aðferðum
þeirra í lífsbaráttunni, sem er ef
til vill eins gott því annars væri
mannkynið líklega löngu búið að
troða sköpunarverkinu í einn alls-
herjar aflamarksskáp, læsa og
henda lyklinum.
Hversu lengi eiga festu- og
stöðugleikafíklar aflamarksins að
fá að ráða ferðinni og hversu lengi
ætla vísindamenn að sætta sig við
að hafa bundið fyrir augu, eyru og
munn við að þjóna vanhugsuðum
hagsmunum þeirra? Mér er spurn,
eins og gamall nágranni minn var
vanur að segja ef mikið lá á svari,
því ef ráðamenn þjóðarinnar ætla
að takast á við efnahagsvanda
næstu ára án þess að auka þorsk-
veiðar verulega jafngildir það því
að binda hendur hennar fyrir aft-
an bak í miðju stríði. Í mínum
huga væri slíkt ekki bara heimska
heldur hrein og bein mannvonska
og ég trúi því seint að stjórnvöld
geti verið svo forhert.
Aukum þorskveiðar og þar með
vöxt og nýliðun í hafinu og verð-
mæti og vinnu til lands og sjávar.
Líffræðin er ljúfsár heild
leik ég með af gömlum vana
en Hafró bætir heilli deild
við Hafnafjarðarbrandarana.
Lifið heil.
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Þorskstofninn er
kominn í enn einn
samdráttarfasann sem
stafar af langvarandi
ósjálfbærri vannýtingu.
Höfundur er sjómaður og
ellilífeyrisþegi.
svennij123@gmail.com
Lélegir hornsteinar
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Atvinna