Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 1

Morgunblaðið - 28.05.2020, Side 1
DB Schenker er að hefja beint flug með lax og aðrar sjávarafurðir frá Íslandi til Kína. Fyrsta ferðin verður farin á morgun, föstudag, með 25 tonn af laxi og hvítfiski, og er upp- selt í hana, báðar leiðir. Notaðar eru þrjár farþegaþotur Icelandair sem annars stæðu ónotaðar á Keflavíkur- flugvelli en vélarnar hefur flutnings- miðlunin haft á leigu frá því í apríl. Flutningur á ferskum afurðum er hagkvæmari með þessum hætti en flugi í gegnum Evrópu en mikilvæg- ara er þó fyrir eldisfyrirtækin og viðskiptavini þeirra að afurðirnar komast á skemmri tíma til viðskipta- vina. Ísland er með fríverslunarsamn- ing við Kína og er eina landið í Evr- ópu sem getur selt lax, regnbogasil- ung og bleikju inn á þennan stóra og vaxandi markað án þess að tollar séu lagðir á verðið. »2 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flutningar Eldislax er meðal afurða í beina fluginu frá Íslandi til Kína. Beint flug með afurð- ir til Kína F I M M T U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  125. tölublað  108. árgangur  HOLLT FYRIR HEIMILIÐ Í NÆSTU NETTÓ! Kjúklingabringur Grillmarineraðar 1.971KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG Vatnsmelóna 230KR/KG ÁÐUR: 329 KR/KG -32% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 28. maí - 1. júní -30% -25% Heilsuvara vikunnar! FRAMLEITT SÆLGÆTI Í HUNDRAÐ ÁR SPAÐABANI MEÐ PLÖTU NÝJAR GAM- ANMYNDIR Á LEIÐINNI PÖNK-KVENNAHLJÓMSVEIT 12 MENNING 61NÓI-SÍRÍUS  Meirihluti íbúa á höfuð- borgarsvæðinu er andvígur því að Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustíg- ur verði gerð að göngugötum allt árið um kring. Eins segist meiri- hluti íbúa vera ólíklegri til að heim- sækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötum. Er þetta niðurstaða könnunar Maskínu. Formaður skipulags- og sam- gönguráðs segir niðurstöðuna vera ákall um að kynna betur kosti göngugatna. Borgarfulltrúi segir hana hins vegar falleinkunn fyrir borgarstjóra og meirihlutann. »10 Götulokanir fara illa í höfuðborgarbúa Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaráðuneytið áætlar að halli á ríkissjóði verði alls 490 milljarðar í ár og á næsta ári. Miðað er við af- komu á rekstrargrunni. Þessi uppsafnaði halli samsvarar 5,35 milljónum króna á hverja fjög- urra manna fjölskyldu. Talan gæti hækkað. Þannig er óvissa um skattskil og hugsanlegar afskriftir af stuðnings- og viðbótar- lánum ríkissjóðs til fyrirtækja. Telur ráðuneytið þetta geta kostað ríkis- sjóð 62 milljarða. Að auki spáir ráðu- neytið því að halli á ríkissjóði, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), geti numið 3-4% 2022-25. Skuldirnar aukast mikið Fyrir vikið kunni skuldir hins opinbera að verða 50-55% af VLF í lok tímabilsins. Þær voru til saman- burðar komnar niður í 28% áður en kórónuveirufaraldurinn braust út. Ef spáin gengur eftir hefur árang- ur síðustu ára við að lækka ríkis- skuldir þurrkast út. Þar með talið ávinningur ríkissjóðs af afnámi hafta, sem skilaði hundruðum millj- arða. Vaxtakjör eru þó allt önnur. Spáin birtist í frumvarpi vegna laga um opinber fjármál en óvissa er sögð um framvindu efnahagsmála. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ekki sé ráð- legt að hækka skatta í núverandi ástandi. Leggja verði höfuðáherslu á að skapa ný störf og stöðva þurfi þá útþenslu ríkisútgjalda sem verið hafi síðustu ár. Spáir 490 milljarða halla  Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir miklum halla á ríkissjóði árin 2020 og 2021 MSpá miklum hallarekstri »28 490 milljarðar kr. er áætlaður halli ríkissjóðs í ár og á næsta ári, eða sem svarar til 5,35 milljóna króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu Þessar ungu konur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ völsuðu um gráleitan miðbæ Reykjavík- ur í gær með ekki alls kostar óhliðstæðum hætti og bakkynjur til forna. Framhaldsskólar hafa sumir þegar haldið útskriftir og þar er orðið hefð- bundið að allt fari fram með óhefðbundnum hætti. Aðeins er farið að sjá til sólar um samkomutak- markanir, þannig að þegar FG útskrifar um helgina hafa stúdentar svigrúm til ellefu til að mála bæinn áfram rauðan á vettvangi næturlífs- ins. Hvort tveggja lendir á sömu helgi, útskriftir fjölda skóla og opnun skemmtistaða eftir lokun. Morgunblaðið/Eggert Máluðu bæinn rauðan af ærnu tilefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.