Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Síða 2

Skessuhorn - 15.01.2020, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 20202 Föstudagurinn DIMMI verður í Borgarnesi um næstu helgi. Þá eru allir hvattir til að slökkva á raftækj- unum og eiga frekar bein sam- skipti heldur en í gegnum símana. Það er alltaf gott að kíkja upp úr símanum og hitta fólk og spjalla svo við hvetjum alla til að gera meira af því. Á morgun er spáð suðlægri átt 5-13 m/s, dálítil él eða slydduél verða, einkum á Suður- og Vestur- landi. Hiti í kringum frostmark. Á föstudag verður vestlæg átt 8-15 m/s og él. Hæagari vindur og yfir- leitt þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 6 stig. Á laugardag er útlit fyrir hæga vestlæga átt og bjartviðri en stöku él vestanlands. Frost 1 til 9 stig og kaldast inn til landsins. Vax- andi suðlæg átt og þykknar upp og hlýnar vestanlands með deg- inum. Á sunnudag er spáð hvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu, talsverð rigning verð- ur sunnanlands en úrkomuminna norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag er útlit fyrir allhvassa vestlæga átt með éljum á vesturhelmingi landsins, annars þurrt og kólnar í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvot lesendur hafi sett sér ákveðin markmið fyrir árið. Flestir, eða 75% svarenda, settu sér engin markmið fyrir árið. 12% settu sér fleiri en eitt markmið, 9% sögð- ust hafa sett eitt markmið og 3% eru ekki búnir að setja sér markmið en eiga það eftir. Í næstu viku er spurt: Hvort segir þú pylsa eða pulsa? 180 manns komu saman í Grunda- skóla á Akranesi í síðustu viku og perluðu af krafti til styrktar Krafti, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Allir þeir sem perluðu af krafti og styrkja málefn- ið eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Fyrirtækið Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hætti fyrir nokkrum árum reglulegum álestri heitavatns- og rafmagns- mæla á veitusvæði sínu. Um leið var álestri komið í hendur hús- eigenda eða leigjenda fasteigna. Á milli álestra skrifar svo fyrir- tækið reikninga sem byggja á notkunarsögu viðkomandi fast- eignar. Ef húseigendur og um- ráðamenn fasteigna láta lang- an tíma líða milli álestra, skap- ast hætta á að ef leynd bilun er komin upp í heitavatnskerfi, sem orsakar meiri vatnsnotkun en ella, kemur það ekki fram fyrr en löngu síðar, með tilheyrandi kostnaði, jafnvel svo hundruð- um þúsunda króna nemur. Í verklagsreglum sem Veit- ur hafa sett sér segir að ef frá- vik verður á heitavatnsnotk- un, t.d. vegna bilunar í lokum, eða vatnsleka, er ábyrgðin á hendi húseiganda, eða notand- ans. Veitur vinna hins vegar eft- ir þeirri meginreglu að koma til móts við notanda með bakfærslu 50% kostnaðar við það vatns- magn sem bilun, staðfest og lagfærð af fagmanni, telst hafa valdið. Slík bakfærsla er þó ein- ungis gerð einu sinni á hverja fasteign. Skessuhorn hefur heimildir pípulagningarmanns fyrir því að nokkrir húseigend- ur hafi verið að fá háa bakreikn- inga vegna frávika í heitavatns- notkun. Hætta á slíku er þó mest hafi þeir vanrækt að senda reglulega inn álestrartölur. Bil- un í frárennslisloka í húseign á Akranesi síðastliðið haust, sem uppgötvaðist ekki strax þar sem ríflega eitt ár leið á milli álestra húseiganda, orsakaði bakreikn- ing frá Veitum upp á 280.000 krónur. Veitur komu til móts við viðkomandi húseiganda með 140.000 króna afslætti, en skýrt var tekið fram að slíkur afsláttur yrði ekki gefinn aftur. Af þessu leiðir að ástæða er til að hvetja húseigendur og leigj- endur fasteigna til að lesa mán- aðarlega af vatns- og rafmagns- mælum í fasteignum sínum til að lágmarka tjón sem bilanir að þessu tagi geta valdið. Ólöf Snæhólm, upplýsinga- fulltrúi Veitna, segir í samtali við Skessuhorn að það sé auðvelt fyr- ir notendur að skila álestri. Það megi gera á vef Veitna, á Mínum síðum á vef Veitna, með tölvu- pósti, símtali eða skilaboðum á FB síðunni okkar. „Margir taka einfaldlega mynd af mælinum og senda okkur,“ segir Ólöf og bætir við að engir aðrir notend- ur á starfssvæði Veitna hafa stað- ið sig jafnvel í að skila álestrum og Akurnesingar. „Þeir hafa sett met í skilum,“ segir hún. mm Björgunarsveitir Landsbjargar á sunnan- og suðvestanverðu landinu voru kallaðar út síðastliðið þriðju- dagskvöld til leitar og björgunar á stórum hópi fólks sem var í ferð á snjósleðum við rætur Langjökuls. 39 erlendir ferðamenn auk farar- stjóra voru þá strand í afar slæmu veðri, þar sem skyggni var ekkert og mikill skafrenningur. Hluti hópsins gróf sig í fönn. Margir voru orðnir kaldir og hraktir enda verið á ferð- inni frá því klukkan 13 um daginn. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks á snjóbílum og jeppum fór til leit- ar og björgunar við Skálanes. Eftir að búið var að koma fólkinu í bíla var ekið með það í skjól á Gullfos- skaffi þar sem sjúkraflutningamenn, björgunarsveitafólk og sjálfboða- liðar frá RKÍ tóku á móti hópnum, hlúðu að því og mátu ástand þeirra. Síðustu ferðalangarnir komu í hús laust fyrir klukkan 6 um morgun- inn. Síðar um morguninn var ekið með fólkið til Reykjavíkur. Með- fylgjandi eru myndir Landsbjarg- ar frá vettvangi um miðnætti þegar björgunarstörf stóðu sem hæst og úr bílum á leiðinni á vettvang. Lögreglan á Suðurlandi rann- sakar ástæðu þess að farið var með ferðafólk í fyrrgreinda ferð. Spáð hafði verið mjög slæmu veðri og varað við ferðalögum, enda djúp lægð sem vitað var að gengi norður yfir landið þennan dag. mm Fólk er hvatt til reglulegs álesturs heitavatnsmæla Háir bakreikningar geta orðið til reynist leynd bilun til staðar Algeng gerð af rennslismæli hitaveitu frá Veitum. Ljósm. Veitur. Giftusamleg björgun stórs hóps ferðafólks

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.