Skessuhorn - 15.01.2020, Qupperneq 3
Skil á upplýsingum
2020vegna skattframtals
Skila skal eftirtöldum upplýsingum vegna ársins 2019
á rafrænu formi á þjónustusíðunni skattur.is
Skilafrestur er til 20. janúar
Launa- og verktaka upplýsingar
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi
launagreiðslur, hlunnindi (þ.m.t. kaup- og
söluréttarsamningar), lífeyri, bætur, styrki,
greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og
vinnu) eða aðrar greiðslur (þ.m.t. umsýslu- eða
umboðsgreiðslur, s.s. í ferðaþjónustu o.fl.).
Einnig allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri
starfsemi hafa látið launamönnum eða öðrum
vélknúin ökutæki í té til afnota.
Hlutafjárupplýsingar
Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög,
samlagshlutafélög og sparisjóðir.
Stofnsjóðsupplýsingar
Skilaskyld eru öll samlagsfélög, sameignarfélög
og samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög.
Viðskipti með hlutabréf/afleiður
og önnur verðbréf
Skilaskyldir eru bankar, verðbréfafyrirtæki
og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu,
umboðsviðskipti og aðra umsýslu með
hlutabréf/afleiður og öll önnur verðbréf.
Innstæður
Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir
og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til
ávöxtunar, eða hafa milligöngu um ávöxtun,
vörslu eða aðra ráðstöfun fjármuna.
Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi
Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa
kaupréttarsamninga við starfsmenn sína
samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun.
Sama á við um söluréttar samninga.
Takmörkuð skattskylda
- greiðsluyfirlit
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers
konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem
bera takmarkaða skattskyldu hér á landi.
Lánaupp lýsingar
Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur
lán. Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir
(bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög,
fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til
einstakl inga og lögaðila.
Greiðslur fyrir leigu eða afnot
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers
konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum
réttindum. Einnig þeir sem hafa í atvinnuskyni
milligöngu um útleigu.
Fjármagnstekjur
Þeir aðilar sem innheimt hafa vexti skulu skila
upplýsingum um slíkar fjármagnstekjur og
tilgreina sundurliðun á móttakendur og þá
staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið
hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða
innheimtu aðila, t.d. lögmannsstofur.
Staðfesting á tilteknum hlutabréfakaupum
(listi yfir þátttakendur)
Skilaskyld eru öll hlutafélög og einkahlutafélög
sem fengið hafa staðfestingu ríkisskattstjóra
á að þau uppfylli skilyrði fyrir því að kaup
einstaklinga á hlutum í hlutafjáraukningu
félagsins geti veitt rétt til skattfrádráttar sbr.
B-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003.
Sjá nánar auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 1225/2019 í B-deild Stjórnartíðinda.
Sími 442-1000 • rsk@rsk.is
Upplýsingaver er opið mánudaga-fimmtudaga 9:00-15:30 og föstudaga 9:00-14:00