Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Síða 8

Skessuhorn - 15.01.2020, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 20208 Vilja fjölga lóð­ um á Kleppjárns­ reykjum BORGARFJ: Á fundi skipu- lags- og bygginarnefndar Borg- arbyggðar í síðustu viku var ályktað að nefndin telji far- sælt að leita leiða til að auka framboð á lóðum fyrir íbúð- arhúsnæði á Kleppjárnsreykj- um. „Mikil uppbygging hef- ur átt sér stað m.a. í ferðaþjón- ustu á svæðinu og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur auk- ist. nefndin leggur til að um- hverfis- og skipulagssvið hefji vinnu við að skoða möguleika á frekari uppbyggingu á Klepp- járnsreykjum,“ segir í bókun frá fundinum. -mm Alvarlegt um­ ferðarslys KOLLAFJ: Skömmu fyrir há- degi síðastliðinn föstudag varð alvarlegt umferðarslys á Vest- urlandsvegi um Kollafjörð. Gámur losnaði af bílpalli með þeim afleiðingum að hann skall á tveimur bílum sem komu úr gagnstæðri átt. Ökumenn beggja bílanna voru fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans með áverka. Lögregla lokaði veginum í um þrjá tíma vegna slyssins. Hvasst var á Kjalarnesi þegar slysið varð. -mm Reglugerð vegna þjónustu sjúkra­ þjálfara LANDIÐ: Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir endurgreiðslur sjúkratrygginga vegna þjónustu sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Reglugerðin tók gildi 12. janúar síðastliðinn. Endur- greiðslur skulu miðast við gjald- skrá sem Sjúkratryggingar Ís- lands setja. Meðan sjúkraþjálf- arar hækka ekki verðskrá sína umfram gjaldskrá stofnunarinn- ar verður hlutfall endurgreiðslu til sjúklinga það sama og verið hefur. -mm Förgun dýraleifa BORGARBYGGÐ: Sveit- arstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi síðastliðinn föstudag með 8 atkvæðum til- lögu umhverfis- og landbún- aðarnefndar um að byrjað verði að hirða dýraleifar af lögbýlum 1. febrúar næstkomandi. Lit- ið er á verkefnið sem tilrauna- verkefni til eins árs. Gjald verði innheimt af eigendum búfjár og gjaldskrá samþykkt í þrem- ur flokkum; lítil bú, meðalstór bú og stór bú. Óskað verði eftir búfjártölum frá Matvælastofn- un til álagningar gjaldsins. Þá lagði umhverfis- og landbún- aðarnefnd til við sveitarstjórn að samið verði við HSS Verktak um hirðingu dýraleifa og var það sömuleiðis samþykkt. -mm Endurgreiðsla tannlækna­ kostnaðar LANDIÐ: „Öllum börnum sem fæðast með skarð í efri tannboga eða með klofinn góm er tryggður réttur til endur- greiðslu vegna tannlækninga og tannréttinga sem nemur 95% af gjaldskrá tannlæknis, að undan- gengnu mati á þörf,“ segir í til- kynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu um reglugerð sem tók gildi um áramótin. -mm Fastir í fangelsinu GRUNDARFJ: Starfsfólk Fangelsisins Kvíabryggju varð veðurteppt á vaktaskiptum þriðjudaginn 7. janúar síðast- liðinn. Vegna veðurs komst dagvaktin ekki heim og næt- urvaktin ekki á staðinn til að leysa hana af. Björgunarsveitin Klakkur var kölluð út til að að- stoða starfsfólk að komast til og frá vinnu, að sögn lögreglu. -kgk Bílvelta á Útnesvegi SNÆFELLSBÆR: Bíll valt á útnesvegi við Laxá laust eftir kl. 17:00 síðastliðinn miðviku- dag. Ökumaður ók í vestur eftir veginum, í átt að Rifi. Bifreið- in rann til á veginum í mikilli hálku. Annar bíll var að koma á móti og ökumaður tók í stýr- ið til að forða árekstri. Við það missti hann bílinn út af veginum þar sem hann valt. Enginn slas- aðist og ökumaðurinn fékk að yfirgefa vettvanginn eftir skoð- un hjá sjúkraflutningafólki. Bif- reiðina þurfti að fjarlægja með krana. -kgk Fjólublá lýsing VESTURLAND: Lögregla hafði afskipti af ökumanni á Innnesvegi á Akranesi í síðustu viku, vegna þess að hann ók bif- reið með fjólublá stöðuljós. Slíkt er óheimilt, stöðuljós mega að- eins vera hvít að lit. Viðkomandi kvaðst ekki hafa vitað til þess að þetta mætti ekki. Lögregla gaf honum færi á að ráða bót í máli. Á mánudag hafði lögregla af- skipti af ökumanni á útnesvegi vegna ljósabúnaðar, en bíllinn var eineygður. Lögregla ítrek- ar mikilvægi þess að ljósabún- aður bíla sé í lagi í skammdegi og þegar skyggni er slæmt, eins og var oft í síðustu viku. -kgk Innbrot og eignaspjöll AKRANES: Tilkynnt var um yfirstaðið innbrot og eignaspjöll í íbúðarhúsi á Akranesi kl. 5:30 á fimmtudagsmorgun. Iðnað- armenn komu að vettvangi og höfðu samband við eiganda, sem var erlendis. Eigandinn gerði síðan lögreglu viðvart, sem athugaði málið. Búið var að spenna upp útidyrahurð og fara inn í herbergi þar sem einnig höfðu verið spenntar upp hurð- ir. Engu virtist hafa verið stol- ið en búið var að gramsa í dóti í íbúðinni, að sögn lögreglu. -kgk Seint á síðasta ári keypti Fiskmark- aður Íslands nýja og öfluga ísvél sem komið var fyrir í útibúi fisk- markaðarins í Rifi. Stefnt er að gangsetningu hennar á næstu dög- um, en hún kemur til með að fram- leiða 20 tonn af ís á sólarhring. Vélin var keypt af KAPP ehf. í Garðabæ, sem einnig annað- ist uppsetningu á dreifikerfi íss- ins í kör, en slíkt hagræðir mikið þjónustu við vélina sjálfa. „Það má segja að menn séu ískaldir á Snæ- fellsnesi,“ segir Aron Baldursson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Ís- lands hf., léttur í bragði og vísar til þess að Fiskmarkaður Snæfells- bæjar keypti nýverið ísverksmiðj- una í Ólafsvík, eins og kom fram í Skessuhorni í síðustu viku. Aron segir nýju ísvél Fiskmark- aðs Íslands í Rifi skapa mikið hag- ræði fyrir fyrirtækið, þar sem til þessa hafi fiskmarkaðurinn þurft að kaupa ís fyrir útibúið í Rifi, bæði úr Ólafsvík og Grundarfirði. „nú sem áður held ég að það sé ráð fyrir út- gerðir landsins að sigla flotanum sínum í Breiðafjörð og njóta þeirr- ar góðu þjónustu sem Snæfellsnesið hefur upp á að bjóða,“ segir Aron Baldursson að endingu. kgk Truflanir urðu á afhendingu á heitu og köldu vatni í Borgar- nesi og köldu vatni í hluta Borg- arfjarðar síðastliðið þriðjudags- kvöld vegna rafmagnstruflana. Um var að ræða rafmagnsbilanir í norðurárdal annars vegar og frá Vatnshömrum að Hafnarmelum hins vegar. „Það sem gerðist var að það urðu truflanir á afhend- ingu rafmagns. Dælurnar okk- ar á Seleyri duttu út, þar sem þær eru knúnar rafmagni. Þær voru úti í um 40 mínútur, þar til Ra- rik tókst að koma aftur rafmagni á dælurnar, en þeir voru afskaplega samvinnuþýðir við okkur,“ seg- ir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, í sam- tali við Skessuhorn á miðviku- dag. „Einnig lækkaði þrýstingur á köldu vatni frá Grábrók í um það bil 30 mínútur í gærkvöldi,“ segir hún, en það má rekja til rafmagns- truflana í norðurárdal. Færanlegt varaafl Ekki eru varaaflsstöðvar við dæl- urnar á Seleyri og í Grábrókar- hrauni. Ólöf segir stefnu fyrirtæk- isins að vera með færanlegt varaafl. „Við erum með varaafl víða en ekki á þessum stöðum. Stefnan fyrirtæk- isins er að vera ekki með slíkar fast- ar varaaflsstöðvar, heldur að vera með færanlegt varaafl til að bregð- ast við þegar verða lengri afhend- ingarbrestir,“ segir Ólöf að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ Óli Haukur. Á vef Skipulagsstofnunar er nú til kynningar tillaga Quadran Iceland Development ehf. um áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vindorku- garðs í landi Sólheima í Laxárdal í Dölum. Í matsferlinu er spáð fyr- ir um og mat lagt á möguleg áhrif verkefnisins á helstu landfræðilega, líffræðilega og félagslega þætti í umhverfinu. Framkvæmdasvæð- ið er á 3.200 hektara jörð á eystri mörkum sveitarfélagsins Dala- byggðar. Laxárdalsvegur liggur á um átta km kafla í gegnum fram- kvæmdasvæðið og tengir saman Búðardal og Borðeyri. Stefnt er að verkhönnun vindmylla á Sólheim- um í tveimur áföngum. Fyrri áfang- inn mun samanstanda af 20 vind- myllum, með hámarksafköst upp á 85 MW. Í síðari áfanganum verða reistar sjö vindmyllur til viðbótar, með hámarksafköst upp á 30 MW. Síðari áfanginn verður þó í bið- stöðu þar til næg afkastageta verður í raforkukerfinu. Í matsáætlun segir að æskileg- ast væri að tengjast flutningskerfi raforku í gegnum háspennulín- ur sem þegar eru til staðar (Gler- árskógalína, 132 kV háspennulína) sem tengir aðveitustöðvar að Gler- árskógum og Hrútatungu í Hrúta- firði. Háspennulínan liggur í gegn- um framkvæmdasvæðið, samhliða vegi 59. Tillagan er nú aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. janúar næstkomandi. Quadran er væntanlegur framkvæmdaaðili, en stjórnarformaður fyrirtækisins sem hefur aðsetur við Ármúla í Reykja- vík, er Tryggvi Þór Herbertsson. mm Nýja ísvél Fiskmarkaðar Íslands í Rifi mun framleiða um 20 tonn af ís á sólarhring. Ljósm. Aron Baldursson. Ný ísvél keypt í Rif Vatnstruflanir vegna rafmagnsleysis Vindorkugarður á Sólheimum í matsferli

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.