Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Page 17

Skessuhorn - 26.02.2020, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 17 Sá einn brotinn staur Aðra sögu rifjar Sæmundur upp af óveðri um vestanvert landið, líklega einnig á níunda áratugnum. „Það hafði bóndi í Breiðuvík á Snæfells- nesi látið vita að þar væri rafmagn- ið farið og að hann sæi einn brot- inn staur heiman frá bænum. Það skipti engum togum að við fórum héðan úr Borgarnesi á tveimur bíl- um. Ég var á Land Rover jeppa en aðrir á bíl með einn staur til skipt- anna á kerru. Veðrið á leið okk- ar var afspyrnu slæmt. Þegar við vorum komnir á móts við Gröf í Miklaholtshreppi kemur mik- il vindhviða og feykir okkur útaf. Ég náði að beygja Land Róvern- um undan veðrinu og út af á mel sem þarna var. Hinn bíllinn með staurnum fýkur hins vegar, fer tvær veltur en endar á hjólunum. Eng- in alvarleg slys urðu önnur en þau að Þórarinn Skúlason, nú bóndi á Steindórsstöðum sem var farþegi í bílnum, rotaðist við að fá tjakk í hausinn og kúplingin í bílnum fór úr sambandi. Eftir viðgerð gátum við haldið ferð okkar áfram vestur í Breiðuvík. Þegar þangað kom var ekki einn heldur 72 staurar brotnir í línunni. Skyggnið hafði hins vegar ekki verið betra en svo þegar bónd- inn lét okkur vita að hann sá bara fyrsta brotna staurinn heiman frá bænum!“ Rak á fjöru Ásmundar Sæmundur rifjar upp aðra sögu, sem tengist þó ekki honum sjálfum, heldur sambærilegri vinnu. Hún er um Ásmund Ásmundsson bónda á Ökrum á Mýrum. Ásmundur hafði sem ungur maður verið í vinnu- flokki sem kom upp staurum fyr- ir raflínu á söndunum á Suður- landi. Í einu jökulhlaupinu kemur ægilegt flóð og sópar burtu mörg- um staurasamstæðum af sandinum og skolar þeim á haf út. „Staurarn- ir voru náttúrlega eins og hver ann- ar rekaviður í sjónum. Nokkru síð- ar rekur hluta úr staurastæðunni á fjörur hér á Vesturlandi, og hvar annarsstaðar en á Akrafjöru hjá Ásmundi sjálfum. Hann gat borið kennsl á merkingar á staurunum og séð að þetta voru einmitt staurarnir sem hann mörgum áratugum áður hafði unnið við að reisa.“ Hátíðarhöld í Knarrarnesi Sæmundur segir að nú séu sex manns að jafnaði í vinnuflokki Ra- rik í Borgarnesi og tveir að auki í öðrum verkefnum, sem tengjast m.a. rafmagnsmælum. Flestir hafi starfsmenn á vinnustöðinni verið á áttunda áratugnum þegar verið var að ljúka við að koma rafmagni í síðustu sveitirnar. Í Stykkishólmi var bætt við starfsstöð Rarik um 1980 sem enn er starfandi. Verk- efni stöðvar Rarik í Borgarnesi var viðhald og uppbygging dreifikerfis- ins allt frá höfuðborgarsvæðinu og vestur um að Reykhólum, en einn- ig á Reykjanesi frá Grindavík að Reykjanesvita. Framan af bjó Sæ- mundur sjálfur í Reykjavík fyrstu árin sín hjá Rarik en hætti akstri á milli og flutti í Borgarnes 1973. Hann rifjar upp að síðasti bærinn á Vesturlandi til að fá rafmagn hafi verið eyjan Knarrarnes á Mýrum, en það var árið 1983. Til að koma raflínu þangað þurfti að koma staurum niður á sker og hlaða grjóti kyrfilega umhverfis staurana. Þar á meðal voru þrír staurar reistir á flæðiskerjum. Línan var svo dregin á staurana úr landi. „Það verk gekk ótrúlega vel og ég held að línan út í eyjuna hafi aldrei bilað. Við vor- um gríðarlega stoltir þegar systk- inin í Knarrarnesi fengu rafmagn- ið því um leið var stórum áfanga lokið í rafvæðingu landshlutans. Svo skemmtilega vildi til að Stella systir þeirra bræðra í Knarrarnesi varð sextug tveimur dögum eftir að við lukum við lagningu línunn- ar. Það var því búið að útbúa mikil veisluföng þegar við komum þang- að til að tengja. Vegna afmælisins, og þess að þau voru síðustu bærinn í landshlutanum til að rafvæðast, færðum við Stellu vín og rósir. Hún tók okkur með kostum og kynjum, en þó aðallega mér! Þar sem ég var verkstjórinn bauð hún mér inn í betri stofuna upp á kaffi og koníak, en hinir strákarnir fengu kaffið sitt með bræðrunum frammi í eldhúsi. Mikið gátum við hlegið af þessu eftir á,“ rifjar Sæmundur upp. Þá rifjar hann upp að hafa kom- ið fyrir ljósastaur til raflýsingar í Hvalseyjum úti af Mýrum. Þangað hafi hins vegar aldrei verið leidd- ur rafstrengur, enda ekki föst bú- seta þar. En á staurnum logaði og fékk pera í honum straum frá dísil- rafstöð í eyjunni. Mönnum í landi þótt hins vegar gott að hafa ljóstýr- una í eyjunni. Kvíðir ekki verkefnaskorti Sæmundur kveðst sáttur við að verða að hætta störfum á þeim tímapunkti að verða sjötugur eft- ir nokkrar vikur. „Þótt maður telji sig hraustan er þetta bara ákveðinn áfangi og ég er allavega sáttur við að þurfa að hætta að vinna. Svo veit ég ekkert hvernig mér á eftir að líða eftir viku eða tvær,“ segir hann og hlær. Sæmundur á sitt hús í Borg- arnesi og þá á hann og rekur gisti- heimili í Gamla bænum á Húsafelli þar sem boðið er upp á gistingu fyr- ir tíu. Nýting gistihússins hefur að undanförnu verið prýðileg og á Trip Advisor fær hann afar góða umsögn gesta, eða 9,4 í einkunn. „Mér líkar vel við lífið upp til sveita. Líkar bet- ur útsýnið til fjalla en úti við sjóinn. Sem ungur skáti gerði ég mikið af að ganga á fjöll, var þá mikið uppi á Hellisheiði þar sem meðal annars er að finna elsta manngerða sælu- hús sem vitað er um. Að sama skapi hef ég mjög gaman af að ganga um nágrennið uppi í Húsafelli. Þar er margt stórkostlegt hægt að finna í náttúrunni; skessukatla, gil, laug- ar og alls kyns náttúruvætti sem ég hef gaman af að skoða og sýna gest- um sem fara með mér í gönguferð- ir. Svo á ég auk þess áhugamál sem felst í gömlum bílum. Ég og Ásgeir sonur minn keyptum fyrir nokkrum árum gamlan þýskan slökkvibíl sem við erum að breyta í fjallabíl. Ásamt tveimur öðrum á ég einnig for- láta kanadískan Chevrolet árgerð 1944. Sá bíll er ekki sérlega mikið ekinn frá upphafi, eða nákvæmlega 699 mílur. Keyptum hann 1977 og höfum geymt hann innanhúss síð- an. Þá er ég félagi í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar sem hefur merkilega starfsemi í Brákarey. Ég fékk það hlutverk fyrir nokkrum árum að gefa safninu Hummer bílinn sem ég hafði haft til umráða hjá Rarik. Þetta var besti bíllinn sem ég hef haft í línuvinnunni, komst allt sem ég þorði að beita honum. Þegar ég afhenti bílinn lét ég þau orð falla að ég myndi fylgja bílnum þegar þar að kæmi. Það má vel vera að ég fái nú fleiri stundir til að leggja safninu lið, eftir að hefbundnum starfsdegi lýkur,“ segir Sæmundur Ásgeirsson að endingu. Allar meðfylgjandi myndir tók Óskar Þór Óskarsson, vinnuvéla- stjóri og áhugaljósmyndari, en hann var vinnufélagi Sæmundar hjá Rarik til áratuga. mm Í útkalli veturinn 1993. Feðgarnir Sæmundur og Ásgeir eru hér að gera vð þverslá í staur. Með Stellu í Knarrarnesi þegar rafmagni var komið í eyjuna 1983, en eyjan var síðasta jörðin á Vesturlandi til að rafvæðast. Búinn að styðja við staura í hálfa öld. Sæmundur uppi á þaki á Zetor þegar fyrstu háspennustrengirnir voru plægðir niður 1989. Sæmundur segist hafa haft þann háttinn á að vera skegglaus frá fyrsta sumardegi til þess síðasta, en safnað skeggi þess á milli. Hætti reyndar að raka sig 2012. Algeng sjón eftir vetrarveður, hér árið 1993. Hádegismaturinn kominn í sveitina um miðjan ágúst 1989. F.v. glittir í Einar Pál, þá Sigurður Björnsson, Sæmundur, Ragnar Guðmundsson og Jón G Ragnarsson. Hér er hugað að brotnum staur í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu. Í þessu óveðri 1991 brotnuðu allir staur- arnir í hlíðinni við fjall sem ber hið táknræna nafn Óveðurshnjúkur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.