Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Side 23

Skessuhorn - 26.02.2020, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 23 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Pstiill - Axel Freyr Eiríksson Sjónarsviðið þrengist með auknum hraða, þar sem eitt sinn var löng röð af fólki bíðandi eftir skíðalyftunni, er nú horfið sjónum, rauða örygg- isnetið meðfram brekkunni er orð- ið að rauðleitu leiftri og það eina sem ég sé skýrt í gegnum Smith polarized skíðagleraugun er hvítt algleymi. Hvítt algleymi af hraða og hæfni, ég er Stenmark, Ingemar Stenmark í præminu. Líkt og Sten- mark, vill ég fara hratt en örugg- lega. Stenmark setti reyndar max- ið sitt við 120 km niður brekku, ég sjálfur aðeins minna. Ég stíg öld- una og svíf í stórsvigi niður brekk- una, hraðar og hraðar þangað til ég nem staðar. Reyndar þurfti ég ekki að bremsa sjálfur því brekkan sá um að hægja á mér, yfirráðasvæði mitt þessa ferð var nefnilega Paddi Broddgöltur og Töfrateppið, vina- legar 3% halla brekkur fyrir fólk sem hefur ekki farið á skíði síðan í 9. bekk og þarf að rifja upp takt- ana. Pizza til að bremsa, fransk- ar til að fara hratt og spaghettí til að stórslasa sig, munið þið ekki? Ég passaði mig á því að gera ekki spaghettí, það gæti nefnilega orðið spaghettí bolognese. Ástæðan fyr- ir því að ég var búinn að strappa á mig skíði er að langþráð skíðaferð með skólanum sem sonur minn gengur í var orðin að veruleika. Ég ætlaði reyndar ekki að skíða neitt, bara vera á hliðarlínunni og hvetja drenginn til dáða, nema þegar á staðinn var komið hljóp einhver skíðapúki í mig. Einu kortastroki og mátun síðar var ég runninn af stað við hliðina á 8 ára syni mín- um. Þegar ég stóð í röðinni að skrá mig sjálfur inn í kerfið eftir að hafa komið stráknum mínum af stað var ég byrjaður að fá ranghugmynd- ir um eigin hæfni; „ætti ég á eft- ir að prófa Kónginn?“, af þremur hæfnistigum setti ég mig í miðjuna (ágætlega vanan skíðamann sem vill krefjandi brekkur við og við). Eitr- uð karlmennska? Allavega, þeg- ar ég byrja að renna af stað þá ber mig ágætlega í hallanum og finn að þarna er um að ræða vöðva sem ég hef ekki notað í 20 ár (mental note; muna grindarbotnsæfingar og hné- beygjur fyrir næstu ferð). Ég sker engar brekkur í þessari ferð. Eftir að ég og sonur minn vor- um orðnir alveg þokkalegir í því að kljást við Patta Broddgölt og að læra ganga með þessar plast- spýtur fastar á löppunum (sama hversu töff og góður þú heldur að þú sért að ganga á skíðum í átt að diskalyftunni þá er það ekki rétt, þú munt líta út eins og fáviti. Börn eru reyndar mjög krúttleg þegar þau gera það, svona eins og kálfar á svelli, sem er fyndið) þá fórum við í mat. Heit samloka, kex og djús er hátíðarmatur upp á fjalli, sérstak- lega í skólaferðalagi inn í skíða- skála. Eftir að hafa nærst vel og rætt næstu skref vorum við feðg- ar staðráðnir í því að nú væri nóg komið af barnabrekkum og svo- leiðis leikaraskap, við vildum hraða og fjör. Amma Mús og Hérastubb- ur urðu fyrir valinu (Í alvöru? ég átti ekki breik). Hjá syni mínum og skólafélögum hans kom í ljós þessi frægi hæfileiki ungra skólabarna að læra hluti á ljóshraða og eftir 2-3 ferðir var hæfnistig þeirra komið nokkrum hæðum fyrir ofan mig. Ég hætti samt ekki að reyna og nokkrum ferðum síðar var ég orð- inn þokkalega öruggur með mig og gat farið að stíga ölduna, enginn Stenmark, en alveg þokkalegur þó ég segi sjálfur frá. Í lokin kom í ljós að þetta var slysalaus dagur, það voru fleiri for- eldrar sem voru á sömu slóðum og ég. Skíðaferill þeirra endaði með útskriftinni úr grunnskóla og ekki stigið ölduna síðan. Þegar í rútuna var komið þá gerð- um við feðgar upp daginn og kom- umst að því að nú þyrfti fjölskyldan að gera eitthvað í þessu skíðaleysi, því þetta væri svo gaman. Á meðan rútan hlykkjað- ist í áttina að höfuðborgarsvæðinu lét ég mig dreyma; ég var staddur í Grindelwald – litlu þorpi sem lúrir undir norðurhlið Eiger, skíðasölu- maðurinn í bjálkakofanum afhend- ir mér tréskíðin mín og annan bún- að því ég er svo mikill hipster að gerviskíði henta mér ekki. Ég skíða fimlega niður brekkuna til fjöl- skyldunnar eins og leikari úr ein- hverri svarthvítri mynd eftir G.W. Pabst, frægum austurrískum leik- stjóra á fyrri hluta 20. aldarinnar. Ég fer frekar með fjölskyldunni á skíðasvæðin hér á landi fyrst um sinn. Þangað til.. Axel Freyr Eiríksson Það er pínu gaman að gera grín að Evrópusambandinu, sérstaklega þegar kemur að reglubákninu. Oft- ar en einu sinni hef ég verið slakur í heita pottinum í Borgarnesi, afsíð- is og með augun lokuð en glottandi eftir hlustun á góða ræðu um skrif- finnskugrýluna handan við haf- ið. Báknið neyddi einhvern til að setja upp auka vask í eldhúsinu eða bannaði skátum á Héraði að vera með kökubasar, og „það bara má ekkert lengur!“ Svo virðist vera að það séu regl- ur og staðlar fyrir gjörsamlega allt í dag og sumum þykir þetta hafa gengið allt of langt. Hvað myndi svo sem gerast ef skátarnir bökuðu skúffuköku í óvottuðu eldhúsi með of fáum vöskum? Gæti heilbrigður einstaklingur bragðað bita án þess að hafa fyrir framan sig stöðluðu næringargildistöfluna fyrir hver 100 grömm? Almáttugur, kannski nota skátarnir ólífræn E-efni í bakstrinum sem myndu valda veg- an persónu varanlegum andlegum skaða! Ég grínast með þetta vegna þess að þökk sé nútíma matvælafram- leiðslu með öllum sínum reglum og stöðlum, þá er í dag matvælaveru- leikinn heima á Íslandi orðinn eitt- hvað svo óraunverulegur. Meðal- manneskja hefur aðgang að mat- vælum sem kóngafólk heimsvelda fyrri tíma myndu öfundast út af og fyrri kynslóðir Íslendinga gætu aldrei nokkurn tímann ímyndað sér. Um miðjan vetur getur hver sem er skroppið út í nálæga búð, þar má sjá ferska ávexti frá hinni hlið hnattarins sitja við hliðina á nýjum gómsætum smátómötum sem komu beint úr einhverri inn- lendir gróðurglerhöll sem knúin er af hverakrafti. Við getum meira að segja keypt ferskan ananas! Hvað með það? Karl II Englandskon- ungur elskaði ananas svo mikið að hann lét mála málverk af sér að taka við þessum konunglega ávexti. Eitt stykki af ananas gat kostað á fyrri tímum í kringum milljón krónur og efri stéttar fólk sem hafði ekki efni á að kaupa ávöxtinn lét sér nægja að leigja eitt stykki fyrir sérstök til- efni. Fátt sýndi meiri lúxus en að hafa ananas í fanginu þegar mað- ur labbaði um í fínum veislum, en núna fer þessi konunglegi ávöxtur í blandara til að hafa heilsudrykk með morgunmatnum á Íslandi. Að ekki sé nú talað um ananas á pizz- ur, sem Guðni forseti getur reyndar ekki hugsað sér. Svona er Ísland í dag. Ég gæti mætt í íslenskt matarboð það kæmi mér ekkert á óvart að sjá bakka með evrópskum ostum, mið-aust- urlenskum ólífum og amerísk- um kryddpylsum, við hliðina á því gætu verið tælenskar risarækjur, sushi eða jafnvel einhver indversk- ur smáréttur skreyttur með saffran frá Ísrael. Líklegast mæti ég með vínflösku frá kannski Suður-Afríku og hellt væri í glös, skálað og fólk myndi njóta þess að smakka hitt og þetta og spjalla um daginn og veg- inn. Mögulega kannski kvarta að- eins undan veðrinu. Þetta gæti ver- ið bara venjulegt kvöld með góðum vinum einhversstaðar í Reykjavík. En það er ekkert venjulegt við þetta! Í samanburði við næstum alla mannkynssöguna er þessi raunveru- leiki í Reykjavík árið 2020 einhvers konar himnaríki, einhver draum- kennd paradís. Heimsins bestu vín og matur enda á borðum almenn- ings á einhverri eyju í Norður-Atl- antshafi og fyrir okkur er þetta bara sjálfsagður hlutur. Við borðum og drekkum áhyggjulaus, það er nóg til af öllu. Það er ekkert myglað, ekkert úldið og nær engin hætta á matareitrun eða sýkingum. Höf- um í huga að svokölluð hungurfell- isár voru tölfræðilega að meðaltali fimmta hvert ár á Íslandi á 17. öld og fjórða hvert á 18. öld, og á þeirri 19. fór Askja og Hekla að gjósa og 20% þjóðarinnar flýr burt úr landi og fer vestur um höf. Á Íslandi hef- ur aldrei verið auðvelt að lifa fyrr en núna. Ég legg til að matarboðs- gestir ættu alltaf að fallast á kné fyr- ir framan svona hlaðborð og þakka fyrir að fá að upplifa svona góða og gjöfula stund á þessum síðustu og bestu tímum. Í Reykjavík, þar sem núna er mögulegt að halda himnesk mat- arboð, geisaði til dæmis skelfileg- ur taugaveikisfaraldur í byrjun síð- ustu aldar. Þetta er bakteríusmitsjúk- dómur sem berst í fólk með saur- menguðu vatni eða matvælum. Ástandið var alvarlegt, fólk var að deyja og margir veik- ir. Kemur þá til sögunnar Matth- ías Einarsson læknir við Franska spítalann í Skuggahverfinu sem fer að greina ástandið. Hann taldi lík- legt að íbúarnir væru að smitast af því að fólk var að sækja neysluvatn í svokallaða Móakotslind. Hann sá að það var salernisstaður í hall- anum ofan við lindina og sprung- ur voru í brunnhleðslunni. Matth- ías kom með margar ábendingar en það voru ekki allir sammála honum - og líklegast var fólk alls ekkert ánægt með einhver boð og bönn. En þökk sé Matthíasi þá var Móa- kotslind lokað þann 16. desember árið 1906 og Vatnsveita Reykja- víkur tók til starfa árið 1909. Bólu- efni, betri tækni og strangar reglur og staðlar um gott hreinlæti, gerðu það að verkum að taugaveiki heyrir nú sögunni til, á Íslandi. Sömu sögu er ekki að segja víða í heiminum í dag. Þessa stundina er ég staddur langt frá heita pott- inum í Borgarnesi og skriffinnsku- grýlunni í Evrópu. Ég bý í Níger í Vestur-Afríku og það er svo margt hérna sem er dásamlegt og já- kvætt, en það er margt hér í landi sem betur má fara. Ég hvet ykkur sem kvartið yfir reglum og stöðlum að heimsækja mig hingað, ég mun taka vel á móti ykkur. Það er hægt að kaupa ananas á götumarkaðnum og við getum haft einn í fanginu þegar við löbbum um borgina. Þið munuð sjá að hér má næstum allt og að enginn mun banna neinum að vera með kökubasar, hér hefur enginn áhyggjur af fjölda eldhús- vaska hvað þá stöðluðum næringar- gildistöflum. Hér er ekkert bölvað ESB reglubákn, en hér í Níger er taugaveikin landlæg og við munum sjá hvernig sjúkdómurinn fer með manneskjur. Verum þakklát fyrir fólk eins og Matthías Einarsson og lærum að meta gagnsemi þess að hafa reglur og staðla og menntað fólk til að framfylgja þeim. Geir Konráð Theódórsson. Pizza og franskar Með ananans í fanginu og ekkert reglubákn Karl II Englandskonungur elskaði ananas svo mikið að hann lét gera málverk af sér að taka við þessum konunglega ávexti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.