Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 23. árg. 15. apríl 2020 - kr. 950 í lausasölu
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
• 2 STÓ
RAR P
IZZUR
AF M
ATSEÐ
LI
• 2 ME
ÐLÆT
I AÐ E
IGIN V
ALI
• 2 SÓS
UR AÐ
EIGIN
VALI
• 2 L G
OS
AÐEIN
S 5.99
0 KR.
Tilboð gildir út apríl 2020
Icelandic meat soup
1.690 kr.
arionbanki.is
Fjármálin mín
– betri y�irsýn í Arion appinu
Í fjörunni skammt frá Hvalstöðinni við Þyril í Hvalfirði voru tveir hvalveiðibátar dregnir á land fyrir nokkrum árum, Hvalur-6 og Hvalur-7. Þetta eru einmitt sömu bátar
og menn á vegum pörupiltsins Paul Watson hjá Sea Shepherd umhverfissamtökunum reyndu að sökkva í Reykjavíkurhöfn 1986. Bátar þessir bíða nú örlaga sinna, án
sýnilegs hlutverks, annars en að minna á umfangsmiklar veiðar og vinnslu sem stunduð hefur verið með hléum í Hvalfirði allt frá 1948. Í Hvalstöðinni var síðast flens-
aður hvalur sumarið 2018. Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðviðrinu á skírdag. Ljósm. mm.
Íbúar á Vesturlandi voru 16.672
þann 1. apríl síðastliðinn og hafði
einungis fjölgað um sex einstak-
linga síðastliðna fjóra mánuði, frá
1. desember 2019. Íbúum fjölgaði
í þremur sveitarfélögum í lands-
hlutanum á tímabilinu, um 7,7% í
Skorradalshreppi, um 2,4% í Eyja-
og Miklaholtshreppi og um 1,9%
í Snæfellsbæ. Í öðrum sveitarfé-
lögum stendur íbúatala ýmist í stað
eða lítilsháttar fækkun mælist. Mest
fækkar íbúum í Hvalfjarðarsveit um
1,6%, eða um tíu íbúa, eru nú 615.
Landsmenn eru nú 365.863 og hef-
ur fjölgað um 1.735 síðastliðna fjóra
mánuði, eða um hálft prósentustig.
mm
Nú er tekið að styttast í opnun
nýs fimleikahúss við Vesturgötu
á Akranesi. Frá því er greint á vef
Akraneskaupstaðar að í byrjun júní
muni starfsemi hefjast í húsinu og
fyrirtækið Spennt ehf. ljúka verk-
inu sem hófst haustið 2018. Verk-
lok hafa nú tafist miðað við upp-
haflega áætlun um hálft ár. Nýja
fimleikahúsið er 1.640 m2 að stærð
og í salnum er steypt áhorfenda-
stúka og gryfja. Undir stúkunni er
rými þar sem búið er að koma fyr-
ir sturtum fyrir búningsklefana í
íþróttahúsinu. Búningsklefarnir í
eldri byggingunni hafa verið end-
urnýjaðir sem og anddyri íþrótta-
hússins. Þá verður einnig unnið að
endurnýjun á þekjunni þar sem frí-
stund Brekkubæjarskóla hefur verið
starfrækt. Nýja fimleikahúsið mun
gjörbylta starfsemi Fimleikafélags
Akraness en félagið er með rúm-
lega fjögur hundruð iðkendur. mm
Íþróttahúsið við Vesturgötu, en nýja fimleikahúsið er rústrautt til hægri á mynd.
Nýtt fimleikahús
tilbúið í júní
Lítil breyting íbúafjölda
á fjórum mánuðum
Íbúar í Skorradalshreppi eru nú 70 talsins, fleiri en undanfarin ár.
Ljósm. Mats Wibe Lund.