Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Qupperneq 3

Skessuhorn - 15.04.2020, Qupperneq 3
Í tilefni af því að nú erum við mörg heima og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði. Reglurnar eru mjög einfaldar. Þú tekur tímann þegar þú lest og skráir mínúturnar á timitiladlesa.is. Allir geta verið í landsliðinu. Strákar og stelpur, börn og fullorðnir. Hver mínúta skiptir máli. SETJUM HEIMSMET Í LESTRI VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU HEIMSMET 2020 timitiladlesa.is Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka að lesa myndasögu og uppskriftabók. Líka að lesa rafbækur. Og að sjálfsögðu skiptir tungumálið engu máli. Á timitiladlesa.is sérðu alltaf hvað landsliðið er búið að lesa mikið, og hvað þú ert búin(n) að lesa mikið. Og ef þú stendur þig rosalega vel færðu viðurkenningar á síðunni. SVO NÚ ER BARA AÐ REIMA Á SIG LESSKÓNA OG GRÍPA NÆSTU BÓK. VIÐBÚIN — TILBÚIN — LESA! #timitiladlesa

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.