Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 9 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl 2020. Íbúðirnar seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. 2ja-3ja herbergja íbúðirnar eru frá 93 fm til 96 fm, möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Sérmerkt bílastæði. Sérgeymsla í kjallara. Verð 39,0 millj. (ein íbúð eftir). 3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunnar Þingvangur ehf. byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl. Stillholt 21 – Akranesi – 24 íbúðir af 37 seldar Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þóra Grímsdóttir sagnakona á Akranesi hefur lengi haft í huga að taka upp sögurnar sem hún kann. Er hún þá helst að hugsa fyrir barna- börnin. Nú þegar margir eru fast- ir heima hjá sér ákvað hún að taka upp og deila nokkrum sögum á Fa- cebook og er óhætt að segja að þær hafi slegið í gegn. „Fyrir þarsíðustu jól var ég beðin að segja sögur inn á disk sem Hljóðbók.is gaf út. Það var alltaf ætlunin að setja sjálf fleiri sögur á disk fyrir barnabörnin,“ segir Þóra þegar Skessuhorn heyrði í henni í síðustu viku. „Ég kann svo ótrúlega margar sögur og það væri hræðilegt að þær færu bara allar með mér í gröfina,“ segir hún og hlær en bætir svo við að sögurnar komi víðsvegar að úr heiminum. Passa að drekkja ekki öllum í sögum Þóra sagði sögur í Grundaskóla í fjölmörg ár og þegar hún hætti að vinna þar fór hún í smá lægð með sagnalistina. „Ég hafði mig ekki í að byrja aftur og hvað þá að taka upp sögurnar. En svo hitti ég gaml- an kennara úr Grundaskóla sem spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að deila sögunum mínum á netinu og krakkar sem höfðu hlustað á mig segja sögur stoppuðu mig oft úti í búð og sögðu mér hvað þau myndu vel eftir sögunum mínum og svona. Þetta var hvatning fyrir mig svo ég peppaðist upp og ákvað að nú væri tíminn til að gera þetta,“ segir Þóra. „Það eina sem ég þarf svo að passa núna er að halda í við mig svo ég drekki ekki öllum í sögum,“ bæt- ir hún hlæjandi við. Hún ætlar að safna sögunum saman og deila þeim á netinu; á Youtube, Facebook, Fé- lag sagnaþula eða annarsstaðar þar sem hentugt er að deila myndbönd- um. „Ég er alsæl með viðbrögðin og vil endilega deila þessu með sem flestum. Að segja sögur er bara mín ástríða,“ segir Þóra. „Ef viðkomandi trúir að hún sé sönn þá er hún það bara fyrir honum“ Hvenær kviknaði áhugi Þóru á að segja sögur? „Ég hef haft áhuga á sögum eins lengi og ég man eft- ir mér, bæði að hlusta á sögur og segja þær. En ég hef haft þann eig- inleika að þegar ég segi sögur fer ég inn í þær og verð bara partur af sögunni. Þetta er dásamlegt og gef- ur mér ótrúlega mikið og ég finn að þetta gefur líka öðrum, sem ylj- ar mér,“ svarar Þóra. Hún segir það samt sérstakt að sitja núna fyrir framan myndavél og segja sögur án þess að finna viðbrögð áheyrenda. „Ég er vön að hafa fólk fyrir fram- an mig þegar ég segi sögurnar og það er rosalega gott að ná tengingu við þann sem hlustar svo þetta er spes upplifun að gera þetta svona. En viðbrögðin sem ég hef fengið í gegnum netið eru dásamleg og það hvetur mig til að halda áfram,“ seg- ir Þóra ánægð. Hún segist leggja áherslu á að segja stuttar sögur sem haldi vel þeim sem hlustar, en hvar lærir hún allar þessar sögur? „Ég hef farið á ótal námskeið á Norð- urlöndum og hér heima og líka í Skotlandi og ég varð bara „húkkt“ á þessu. Á þessum námskeiðum eru kvöldvökur og þá er gjarnan slegist um að fá að segja sögur og þá hef ég alltaf punktað niður hjá mér helstu atriðin og fínskrifa svo sögurnar uppi á herbergi. Svona hef ég safn- að sögum víðs vegar að úr heimin- um og á margar troðfullar möppur af sögum,“ segir hún og bætir við að sögurnar þurfi ekki alltaf að vera eins í hvert sinn sem þær eru sagð- ar. „Að vera góður að segja sögur krefst mikillar æfingar. Ég hef oft líkt því að segja sögu við að fara í flug. Þegar flugvélin tekur af stað og lendir þarf að passa sig vel. Eins er það þegar maður segir sögur þá þarf maður að vera öruggur á byrj- uninni og endinum en flýgur rólega og frjáls þar á milli,“ útskýrir Þóra. Spurð hvort hún segi skáldsögur eða sannar sögur hlær Þóra og segir það fara eftir áheyrandanum. „Það skemmtilega við að segja sögur er að þær mega breytast og það er í góðu lagi að bæta inn í og breyta, eftir því hvernig liggur á og hvern- ig áheyrendurnir eru. Svo allar mínar sögur eru sannar og ríflega það,“ segir hún og hlær. „En þeg- ar ég er spurð hvort sögurnar séu sannar svara ég því að ef viðkom- andi trúir að hún sé sönn þá sé hún það bara fyrir honum,“ segir Þóra að endingu. arg Sögurnar eru sannar og ríflega það Þóra sagnakona á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.