Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 13 Vorkvöld við höfnina á Akranesi. Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir. Markaðsátak Akraness er ein þeirra aðgerða sem bæjaryfirvöld á Akra- nesi hafa boðað til að mæta áhrif- um Covid-19 faraldursins. Mark- aðsátakið felst í kynningu á mögu- leikum til atvinnuuppbyggingar í bæjarfélaginu og Akranesi sem vænlegum búsetukosti sem höfð- ar til fólks. „Hér hefur verið tölu- verð uppbygging á húsnæði og er fyrirhuguð áfram til framtíðar. Með því að ráðast í markaðsherferð sem þessa vill bæjarfélagið styðja við þá uppbyggingu og í leiðinni verja störf. Þannig geta þeir aðilar sem eru að byggja hér í bæ aukið möguleika á að húsnæðið seljist og við fáum um leið nýjar fjölskyldur sem fá að njóta okkar frábæra bæj- arfélags,“ segir Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri á Akranesi, í sam- tali við Skessuhorn. Vinna við markaðsátakið er haf- in. Auk þess segir bæjarstjórinn að unnið sé að vef sem ætlað er að gera bæði verktökum, atvinnurekendum og almenningi auðveldara um vik að skoða þær lóðir sem eru í boði í bæjarfélaginu. „Til dæmis með til- liti til möguleika á uppbyggingu at- vinnuhúsnæðis. Við erum að fara að markaðssetja það til fyrirtækja sem ef til vill þurfa að færa sig úr borg- inni á næstunni,“ segir bæjarstjór- inn. „En þessi vefur er líka hugsað- ur fyrir lóðir sem aðilar geta tryggt sér til framtíðar. Sömuleiðis verð- ur aðgangur fyrir byggingaverktaka þar sem geta komið íbúðum sínum sem eru til sölu á framfæri. Þá geta þeir haft sínar íbúðir inni á vefnum fyrir fólk til að skoða og fá nánari upplýsingar,“ segir Sævar og bætir því við að vinna við þennan hluta markaðsátaksins sé langt komin og verði vonandi lokið eigi síðar en í haust. Áfangastaður innanlands Markaðsátak Akraness var upphaf- lega kynnt í húsnæðisáætlun bæjar- ins, sem lögð var fram seint í febrú- ar. Þar var öll áhersla á markaðs- setningu Akraness sem búsetukosts og til atvinnuuppbyggingar. Nú hefur markaðsátakið verið útvíkkað og tekur einnig til ferðaþjónustu. Bærinn verði kynntur sem áfanga- staður með áherslu á gistingu og ýmsa þjónustu fyrirtækja. Þar er lögð áhersla á innanlandsmarkað. „Við höfum áhyggjur af því, eins og aðrir, að það sé lengra í erlenda ferðamanninn. Þess vegna verð- ur þessu einkum beint að innlend- um ferðamönnum,“ segir Sævar og bætir því við að vinna við þennan hluta átaksins sé þegar hafin. Enn fremur má nefna að Akra- neskaupstaður tekur þátt í mark- aðsátaki Ferðamálastofu, þar sem Íslendingar verða hvattir til að ferðast innanlands á árinu 2020. Einnig munu bæjaryfirvöld taka þátt í átaki Íslandsstofu þar sem lögð verður áhersla á ímynd Íslands og erlendan markað. kgk Akraneskaupstaður eykur fjárveit- ingu í sjóð tómstunda- og íþrótta- félaga til að halda uppi öflugu fé- lags-, tómstunda- og íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Um er að ræða 4,5 milljóna framlag til við- bótar við þær 15,5 milljónir sem fyrir voru í sjóðnum. Er þetta ein af aðgerðum bæjaryfirvalda til stuðn- ings heilsueflingar, íþróttastarfs, menningar og lista vegna Covid-19 faraldursins. Allir íbúar fá auk þess fimm þús- und króna hreyfiseðil frá bæn- um sem sérstakt átak árið 2020 í heilsueflandi samfélagi. Hann verður hægt að nota sem greiðslu fyrir líkamsrækt hjá Akraneskaup- stað, íþróttafélögum eða öðrum sem bjóða slíka þjónustu. Áætlaður kostnaður bæjarsjóðs vegna þessa er 15 milljónir króna. Þá fá Akurnesingar frítt kort á bókasafnið fyrir árið 2020 og auknu fé verður veitt til viðburðahalds á Akranesi, samtals þremur milljón- um króna. Menningar- og safna- nefnd mun vinna tillögur að eflingu menningar og listalífs. Styrktar- sjóður menningarmál verður hækk- aður um 1,5 milljónir króna. kgk Akraneskaupstaður í markaðsátak Kynna bæinn sem búsetukost og áfangastað Frá sólríkum degi á Akranesi síðastiðið sumar. Ljósm. úr safni/ mm. Frá listsýningu á Akranesi. Ljósm. úr safni/ bþb. Meira fé í menningu, íþróttir og listir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.