Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 20202 Páskaegg seldust upp víða um og yfir hátíðirnar. Því eru allar líkur á að hér og þar liggi óklár- uð egg, jafnvel ósnertur brjóst- sykursmoli og ólesinn málshátt- ur. Það er ósiður að leyfa mat og því eru lesendur vinsamleg- ast minntir á að gera ókláruð- um súkkulagðieggjum sínum skil sem og sælgætinu úr þeim, sem nú liggur undir skemmdum. Suðvestan 5-10 m/s á morgun, fimmtudag. Skúrir um vestanvert landið en léttskýjað fyrir aust- an. Hiti 2 til 7 stig síðdegis. Suð- læg átt, 5-13 m/s og bjartviðri á föstudag, en skýjað og lítilshátt- ar væta á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig. Suðaustan 10-15 m/s á laugardag og léttskýjað á norðausturhorninu. Skýjað ann- ars staðar og líkur á rigningu seinni part dags. Hiti breytist lít- ið. Suðlæg átt og rigning á Suð- ur- og Vesturlandi á sunnudag, en annars þurrt og skýjað með köflum. Milt veður. Á mánudag er útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt með dálítilli vætu á Suður- og Vesturlandi. „Hvað áttu mörg sokkapör?“ var spurning páskahátíðarinnar á vef Skessuhorns. Flestir, eða 36%, töldu sig eiga á bilinu 11-20 pör. 1-10 pör svöruðu 23%, 21-30 pör sögðu 20%, 12% eiga 31-40 pör og 10% telja sig eiga 50 pör eða fleiri, eða eitt fyrir hverja viku árs- ins! Í næstu viku er spurt: Hvert langar þig mest að ferðast innanhúss? Gísli Jens Guðmundsson, Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Jón Þór Þórðarson tóku sig til og héldu tónleika fyrir íbúa sam- býlisins við Laugarbraut á Akra- nesi í síðustu viku. Íbúar nutu og lukkuðust tónleikarnir vel. Gísli, Helga og Jón eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Engin smit síðustu daga VESTURLAND: Engin ný Cocid-19 smit hafa ver- ið greind á Vesturlandi síðan fyrir helgi. Samkvæmt saman- tekt lögreglunnar í gær voru þau 39 talsins; 22 í umdæmi heilsugæslunnar í Borgarnesi, ellefu á svæði heilsugæslunn- ar á Akranesi, fjórir í Stykk- ishólmi, einn í Grundarfirði og einn í Ólafsvík. Ekkert smit hefur verið greint í Dala- byggð. Einungis 15 af þeim sem hafa sýkst eru enn í ein- angrun í landshlutanum. 59 voru í gær í sóttkví. -mm Undir áhrifum út í skurð BORGARFJ: Bifreið var ekið ofan í skurð af Vesturlands- vegi skammt sunnan við Bif- röst um sexleytið að kvöldi skírdags. Fíkniefnapróf sem framkvæmt var á staðnum gaf jákvæða svörun á neyslu. Bíll- inn, sem ökumaðurinn hafði fengið lykla að til að nálgast dót og láta draga hann, reynd- ist enn fremur óskráður og þar af leiðandi ekki tryggður, sem og óskoðaður. Ekki nóg með það, heldur var ökumað- urinn ekki með gild ökurétt- indi. Viðkomandi var færður til læknisskoðunar og að loknu hefðbundnu ferli látinn laus af stöðinni. -kgk/ Ljósm. gb Tvöfalda kíló- meters kafla í Mosfellsbæ SV-LAND: Nú í sumar verð- ur hafist handa við tvöföld- un Vesturlandsvegar á rúm- lega kíkómeters kafla milli Skarhólabrautar og Langa- tanga í Mosfellsbæ. Verkefnið er samstarf Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar. Í auglýsingu Vegagerðarinnar frá því í síð- ustu viku segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist snemma sumars en komið verður fyrir fjórum akreinum og aðskildum akstursstefnum með vegriði. Þessi hluti Vest- urlandsvegar í Mosfellsbæ hefur löngum reynst flösku- háls í umferð á álagstímum. Þá mun umferðaröryggi aukast til muna. -mm Tekið til í þéttbýlinu BORGARBYGGÐ: Vikuna 17.-24. apríl gengst Borgar- byggð fyrir hreinsunarátaki í þéttbýli sveitarfélagsins. Þá verða gámar fyrir gróðurúr- gang, málma og timbur að- gengilegir á Bifröst, Varma- landi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður opin sunnudag til föstudags milli klukkan 14:00 og 18:00 og laugardag milli klukkan 10:00 og 14:00. -mm Veðurhorfur Áætlað er að atvinnuleysi aukist umtalsvert á Vesturlandi í apríl og verði 10,1% í mánuðinum, sam- kvæmt útreikningum Vinnumála- stofnunar. Atvinnuleysi í mars var 5,7% í landshlutanum. Af ein- stökum sveitarfélögum á Vestur- landi er áætlað er að hlutfall at- vinnulausra í apríl verði hæst í Eyja- og Miklaholtshreppi, eða 23,1%, en næsthæst í Helgafellssveit 16,1%. Í Borgarbyggð er áætlað að atvinnuleysi verði 13,3% í apríl, 9,1% í Snæfellsbæ, 9,1% í Grund- arfjarðarbæ, 9,0% á Akranesi, 8,5% í Dalabyggð, 8% í Stykkishólmsbæ, 7,6% í Hvalfjarðarsveit og 7,3% í Skorradalshreppi. Flestar umsóknir á Akranesi og Borgarbyggð Að morgni 6. apríl síðastliðins höfðu 873 sótt um bætur vegna minnkaðs starfshlutfalls í lands- hlutanum; 327 í Borgarbyggð, 298 á Akranesi, 83 í Snæfellsbæ, 51 í Stykkishólmsbæ, 41 í Grundar- fjarðarbæ, 28 í Hvalfjarðarsveit, 21 í Dalabyggð, átta í Helgafellssveit, fimm í Eyja- og Miklaholtshreppi Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 2. apríl síðastliðinn var m.a. fjallað um tengivegi í Dalabyggð. Málið var tekið fyrir í sveitarstjórn í fram- halda af því að sveitarfélaginu barst afrit af áskorun íbúa og hagsmuna- aðila á Fellsströnd og Skarðsströnd til Vegagerðarinnar þess efnis að ráðast verði í úrbætur á Klofnings- vegi. Sveitarstjórn samþykkti eftir- farandi: „Sveitarstjórn Dalabyggð- ar skorar á Vegargerðina að hefja lagningu bundins slitlags á Klofn- ingsveg nr. 590 sumarið 2020 og skilgreina það sem tilraunaverkefni á landsvísu við að leggja bundið slit- lag á malarvegi með sem minnstum hönnunarkostnaði. Klofningsvegur er lengsti samfelldi tengivegurinn í Dalabyggð og hefur um langt ára- bil verið sveltur varðandi fjármuni til viðhalds. Vegurinn er nauðsyn- leg samgönguæð í Dalabyggð og bundið slitlagið getur orðið víta- mínsprauta fyrir eflingu byggðar á Fellsströnd og Skarðsströnd. Ný- verið var vegurinn skilgreindur sem hluti af Vestfjarðaleið, nýrri ferða- leið um Dali, Vestfirði og Strandir. Dalabyggð er eins með til skoðunar að flytja Byggðasafn Dalamanna á Staðarfell sem stendur við veginn.“ Sveitarstjórn benti jafnframt á það í ályktun sinni að ef fram- kvæmdin yrði tilraunaverkefni á landsvísu væri hægt að hraða upp- byggingu slitlags á tengivegi um- talsvert en það er með öllu óásætt- anlegt að bíða til ársins 2090 eftir verklokum m.v. núverandi útdeil- ingu fjármuna, eins og segir í álykt- un sveitarstjórnar. mm Áætlað að atvinnuleysi á Vesturlandi verði tíu prósent í apríl og þrír í Skorradalshreppi, auk átta sem teljast utan svæðis. Almennar umsóknir um atvinnu- leysisbætur í mars voru 211 í lands- hlutanum. Flestar á Akranesi eða 81 og næstflestar í Borgarbyggð eða 51. Alls sóttu 24 um almenn- ar atvinnuleysisbætur í Snæfellsbæ, 15 í Stykkishólmsbæ, 13 í Grund- arfjarðarbæ, tólf í Dalabyggð, sjö í Hvalfjarðarsveit, fimm í Eyja- og Miklaholtshreppi og einn í Skorra- dal og Helgafellssveit, auk eins utan svæðis. Alls eru 73% þeirra sem sótt hafa um hlutabætur íslenskir ríkisborg- arar, 10% pólskir ríkisborgarar en 17% hafa annan ríkisborgararétt. Af almennum atvinnuleysisbó- taumsóknum eru 85% frá íslensk- um ríkisborgurum, 6% frá pólskum ríkisborgurum en 9% frá fólki með annað ríkisfang. Flestar umsóknir frá yngsta hópnum Af þeim sem sóttu um bætur vegna minnkað starfshlutfalls eru 54% karlar og 46% konur. Flestar um- sóknir eru frá yngsta hópnum á at- vinnumarkaði, fólki á aldrinum 18-29 ára, eða 29% af heildarfjölda umsókna. Næstflestar umsókn- ir eru frá fólki á aldrinum 30-39 ára, eða 24%. Hlutfall 40-49 ára af þeim sem sóttu um hlutabætur er 19%, sem er sama hlutfall og meðal 50-59 ára, en 8% eru 60-69 ára. Hvað varðar almennar atvinnu- leysisbætur eru 52% þeirra frá körl- um en 48% frá konum. Flestir sem sækja um almennar atvinnuleysis- bætur eru á bilinu 18-29 ára, eða 30% en 27% eru 30-39 ára. 19% eru á aldrinum 40-49 ára, 17% eru 50-59 ára og 7% á aldrinum 60-69 ára. Högg í ferðaþjónustu og iðnaði Séu einstakar atvinnugreinar skoð- aðar má sjá að flestar umsóknir koma úr ferðaþjónustunni. Af þeim sem sóttu um hlutabætur koma 35% úr ferðaþjónustunni og 17% af heildarfjölda umsókna frá fólki sem starfar við gistiþjónustu. Næst á eftir ferðaþjónustunni kemur frumvinnsla og iðnaður, með 16% allra hlutabóta umsókna, og versl- un því næst með 14%. Alls koma 9% umsókna frá starfsfólki í opin- berri þjónustu, listum og félögum og 7% frá fólki í ýmsum þjónustu- störfum. Ef litið er til almennra bótaum- sókna kemur þriðjungur frá fólki í frumvinnslu og iðnaði, 33%. Næst á eftir kemur opinbera þjónustan, listir og félög með 26% almennra umsókna. Því næst ferðaþjónustan, 21%, þá verslun með 12% og loks ýmis þjónusta með 9% almennra umsókna. kgk Atvinnuleysi eftir sveitarfélögum á Vesturlandi. Áætlað atvinnuleysi í apríl sýnt með grænni súlu. Klofningsvegur á Fellsströnd er illa farinn og hefur verið það lengi. Myndin er úr safni Skessuhorns frá árinu 2013, en árið 2014 samþykkti þáverandi sveitarstjórn sambærilega áskorun til stjórnvalda og nú er lögð fram. Vilja að Klofningsvegur verði tilraunaverkefni og lagður slitlagi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.