Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 20208 Engin mót yngri landsliða EVRÓPA: Stjórn körfuknatt- leiksins, FIBA Europe, hélt stjórnarfund í liðinni viku og ræddi framhald mótahalds í sumar. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að engin mót yngri landsliða fari fram í sumar á þeirra vegum. Það þýðir að Evrópukeppnir U16, U18 og U20 liða fara ekki fram árið 2020 í öllum deildum. Alls eru um 16 mót á þeirra vegum að ræða. Að auki verður ekkert af Norðurlandamótinu í Finn- landi hjá U16 og U18 liðun- um í lok júní og nú þegar hefur verið hætt við verkefni U15 lið- anna í Danmörku. „Mikilvægast er að setja áfram heilsuna í for- gang og reyna allt til að stoppa útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á heiminn. Staðan er víða slæm og ennþá margt óljóst hvenær körfuknattleiksæfing- ar geta hafist að nýju og einn- ig hver staðan verður þá í Evr- ópu allri til ferðalaga og dval- ar erlendis. Því tók FIBA þessa ákvörðun.“ Stjórn og starfsfólk KKÍ mun skoða á næstu miss- erum áfram hvort eitthvað ann- að afreksstarf en keppni á mót- um erlendis fari fram þegar það verður leyfilegt og gerlegt síðar í sumar. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 4.-10. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 15.458 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 14.742 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 6.081 kg. Mestur afli: Særif SH: 6.081 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 1 bátur. Heildarlöndun: 61.683 kg. Mestur afli: Runólfur SH: 61.683 kg í einni löndun. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 146.370 kg. Mestur afli: Bárður SH: 59.244 kg í tveimur róðrum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 272.923 kg. Mestur afli: Magnús SH: 107.140 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 3.195 kg. Mestur afli: Fjóla GK: 2.750 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Runólfur SH - GRU: 61.683 kg. 6. apríl. 2. Tjaldur SH - RIF: 40.103 kg. 6. apríl. 3. Magnús SH - RIF: 39.177 kg. 8. apríl. 4. Bárður SH - ÓLA: 37.875 kg. 8. apríl. 5. Magnús SH - RIF: 34.576 kg. 7. apríl. -kgk Afskipti af heimilisofbeldi VESTURLAND: Vesturland var ekki undanþegið heimilis- ofbeldi og heimilisófriði, frekar en aðrir landshlutar. Mál tengd heimilisofbeldi hafa komið inn á borð lögreglunnar hér í lands- hlutanum undanfarið eins og annars staðar á landinu. Hafa þau farið í hefðbundinn farveg, að sögn lögreglu. -kgk Göt á sjókví í Arnarfirði VESTFIRÐIR: Matvælastofn- un barst tilkynning frá Arnarlaxi fimmtudaginn 2. apríl síðastlið- inn um þrjú göt á nótarpoka einn- ar sjókvíar Arnarlax við Hrings- dal í Arnarfirði. Götin uppgötv- uðust seinni partinn 2. apríl þeg- ar verið var að sækja fisk til slátr- unar. Nótarpoki var hífður upp og tóku starfsmenn eftir götunum og gerðu við þau. „Samkvæmt upp- lýsingum Arnarlax voru rifurnar á 1,5 m dýpi og var lengd þeirra 20 cm, 50 cm og 100 cm lóðrétt nið- ur nótarpokann. Í kvínni voru um 88.500 laxar með meðalþyngd 7,9 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 19. mars sl. og var nótarpoki þá heill. Matvælastofn- un kallaði eftir gögnum og upp- lýsingum er varða viðbrögð fyrir- tækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. Arnarlax lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað helgina á eftir, enginn lax veiddist og voru netin tekin upp 7. apríl,“ segir í tilkynn- ingu frá Matvælastofnun. -mm Um líflamba- flutning LANDIÐ: Opnað hefur ver- ið fyrir umsóknir til líflamba- flutnings í Þjónustugátt Mat- vælastofnunar. Umsóknarfrest- ur rennur út 1. júlí samkvæmt reglugerð um flutning líflamba milli landssvæða. Til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í búfénaði og stuðla að útrým- ingu sjúkdóma er óheimilt að flytja sauðfé, geitur og nautgripi yfir varnarlínur nema með leyfi frá Matvælastofnun. Þá er einnig bannað að flytja sauðfé og geit- ur milli hjarða á svæðum þar sem riða er landlæg og hefur greinst undanfarin 20 ár. Sjá nánar á vef MAST. -mm 111% aukning í innlendri net- verslun LANDIÐ: Greiðslukorta- velta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum sam- anborið við mars í fyrra. Í sam- antekt Rannsóknaseturs verslun- arinnar kemur fram að kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjón- ustuflokkarnir taka höggið. Net- verslun ríflega tvöfaldast á milli ára. Heildarvelta greiðslukorta Íslendinga hérlendis í mars nam 56,4 milljörðum kr. í mars. Þeg- ar einungis er litið til kortaveltu í verslun hefur orðið lítil breyt- ing á milli ára að nafnvirði, eða um -0,72%. Töluverður munur er þó á milli flokka verslunar þar sem velta eykst í sumum flokkum en dregst saman í örðum. Net- verslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. -mm Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands hefur tek- ið ákvörðun um kaup á átta nýj- um sjúkrarúmum, dýnum og gálg- um, að fjárhæð 5,2 milljónir króna. Rúmin koma til viðbótar við þau 17 sjúkrarúm sem þegar var búið að kaupa og afhenda HVE. Söluaðili átti fjögur rúm á lager og koma þau til afhendingar strax. Eitt þetta fer á Hólmavík, eitt í Stykkishólm og tvö á Akranes. Þau fjögur rúm sem eru væntanleg í sumar fara svo á sjúkra- húsið á Akranesi. „Við viljum þakka Soroptimistaklúbbi Akraness, Bif- reiðastöð ÞÞÞ á Akranesi og Kven- félaginu 19. júní á Hvanneyri, en þessi félög og fyrirtæki lögðu til myndarlegan fjárstuðning til að gera kaupin möguleg,“ segir í til- kynningu. Hollvinasamtökin vilja minna á reikningsnúmer samtakanna: 0326- 26-005100 og kennitalan: 510214- 0560. mm Starfsmannafélag Slökkviliðs Snæ- fellsbæjar er þakklátt fyrir það frá- bæra og vandasama starf sem á sér stað hjá heilbrigðisstarfsmönn- um landsins þessa dagana. Birgir Tryggvason slökkviliðsmaður segir í samtali við Skessuhorn að slökkvi- liðsmennirnir hafi heyrt af söfnun- inni til styrktar gjörgæslunni. „Við erum að sjálfsögðu með í söfnun- inni enda um frábært framtak að ræða - og að sjálfsögðu „Hhlýðum við Víði,“ tökum þátt í söfnun með kaup á bolum“. Að auki ætlar starfs- mannafélgið að styrkja Von styrkt- arfélag gjörgæsludeildar Landsspít- alans um hundrað þúsund krónur, en þar er fólki sinnt sem veikt er af Covid-19 sjúkdómnum. Slökkviliðsmenn stilltu sér upp til myndatöku við þetta tækifæri og var að sjálfsögðu passað upp á að hafa tvo metrana á milli manna. Slökkvilið Snæfellsbæjar skorar á önnur slökkvilið á Íslandi að taka þátt í þessari söfnun. af Á þessu ári hafa orðið þrjú atvik þar sem tilkynnt hefur verið um göt á laxeldiskvíum í sjó hér við land. Rekstraraðilar þessara sjókvía halda því fram að í öllum tilfellum hafi enginn fiskur sloppið. Landssam- band veiðifélaga hefur sent frá sér ályktun þar sem meðal annars seg- ir að þessi óhöpp hafi átt sér stað þrátt fyrir fögur fyrirheit um ann- að. „Það er vitað að þessar sjókví- ar halda ekki fiski. Ef fyrirætlanir stjórnvalda um að stórauka laxeldi hér á landi og hleypa því inn í Ísa- fjarðardjúp mun það hafa hörmu- legar afleiðingar í för með sér,“ seg- ir í ályktuninni. Þá er á það bent í ályktun LV að fyrstu tvo mánuði þessa árs drápust um 800 tonn af norskum eldislaxi í sjókvíum í Arnarfirði, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. „Ekki liggur fyrir hversu mikið sú tala hækkaði í mars en fyrir tveim- ur árum drápust um 1.500 tonn í sjókvíum fyrir vestan fyrri hluta ársins, samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðilanum sjálfum, en það þýðir að um 300 þúsund eldislaxar hafa drepist. Vegna þrengsla í kví- unum var veruleg hætta á að mikið magn laxa slyppi. Það er þekkt að sjókvíar hreinlega sökkvi eða netin rifni þegar svona mikill dauði verð- ur. Á sama tíma sluppu yfir 200.000 laxar í Færeyju við svipaðar aðstæð- ur. Í Arnarfirði mátti ekki miklu muna að stórslys yrði.“ Þá segir í ályktun LV að þegar lit- ið er til allra þessara atvika og ann- arra sem hafa átt sér stað á undan- förnum árum, sé sorglegt að nýtt áhættumat fyrir erfðablöndun eld- islaxa við villta laxastofna hafi verið knúið fram af sjávarútvegsráðherra og Alþingi. „Áhættumat sem byggt er á ónógri reynslu af rekstri þess- ara fyrirtækja og afleiðingum fyrir náttúruna. Það er líka dapurlegt að nú eigi að opna fyrir eldi á frjóum norskum eldislaxi í Ísafjarðardjúpi með þeirri ógn sem það hefur fyrir árnar þar og aðrar ár, t.d. í Húna- vatnssýslunum þar sem margar af helstu laxveiðiám landsins eru.“ mm Sjúkrarúm sömu gerðar og þau átta sem nú verða keypt. Ljósm. úr safni/ kgk. Hollvinasamtök HVE kaupa átta ný rúm Skora á aðra slökkviliðsmenn að safna fyrir gjörgæsluna Veiðifélög benda á fjölda slysasleppinga í fiskeldi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.