Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202012 Akraneskaupstaður hefur kynnt 14 aðgerðir til að mæta áhrifum Co- vid-19 faraldursins. Heildarum- svif þeirra nema 3,38 milljörðum króna. Aðgerðunum er skipt upp í þrjá þætti; varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins, vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins og viðspyrnu til að stuðla að fjölg- un atvinnutækifæra. Alger samstaða ríkir um aðgerðirnar í bæjarstjórn, að því er fram kemur á vef Akranes- kaupstaðar. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: 1. Frestur verði á greiðslu fast- eignagjalda íbúða- og atvinnuhús- næðis 2. Frestur á innheimtu gatnagerð- argjalda og tengdum þjónustu- gjöldum 3. Virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja 4. Gjöld leikskóla-, grunnskóla og frístundar í Þorpinu verða lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu 5. Gildistími þrek- og sundkorta framlengdur 6. Sveigjanleiki aukinn í innheimtu og gjaldfrestum 7. Efling velferðarþjónustu 8. Stuðningur til heilsueflingar og til íþróttastarfs, menningar og lista 9. Markaðsátak Akraness 10. Aukin fjárveiting til fram- kvæmda og til viðhaldsverkefna 11. Störf tryggð með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatl- aða og á almennum markaði 12. Fjölgun atvinnutækifæra 13. Nýsköpun og tækni í innleið- ingu rafrænnar þjónustu 14. Þátttaka í markaðsátaki stjórn- valda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020“ Á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að bæjarfélagið sé vel í stakk búið að takast á við efnahagslegt áfall. „Gengið hefur vel að greiða niður langtímaskuldir og er skuldastaða Akraneskaupstaðar lág. Má þar benda á að skuldaviðmið er nú um 27% sem má vera að hámarki 150%. Akraneskaup- staður á nú um 2 milljarða af handbæru fé og er í miklum fjárfestingum,“ segir á vef bæjarins. kgk Aukin fjárveiting til viðhalds og framkvæmda er ein þeirra aðgerða sem Akraneskaupstaður ætlar að ráðast í til að mæta áhrifum Co- vid-19 á efnahagslíf bæjarfélagsins. Á árinu hafa þegar verið áformaðar fjárfestingar sem nema rúmum 1,5 milljörðum en til að tryggja verk- tökum og starfsfólki atvinnu stend- ur til að gefa enn frekar í með flýti- framkvæmdum. Ætlunin er að ráð- ast í aukið viðhald á stofnunum bæjarins. Þess utan stendur til að flýta stærri fjárfestingarverkefnum, svo sem uppbyggingu íþróttasvæð- isins við Jaðarsbakka, gatnafram- kvæmdum, framkvæmdum við úti- vistarsvæði og fleira. Til stendur að kynna nánari útfærslu flýtifram- kvæmdanna í lok mánaðarins. Áformuð er uppbygging húsnæðis á þessu ári og því næsta, með það að markmiði að tryggja verkefni fyrir byggingaverktaka í bæjarfélaginu. Samtals verður þremur milljörð- um ráðstafað til aukinnar uppbygg- ingar leiguhúsnæðis. Stofnframlag Akraneskaupstaðar til þeirrar upp- byggingar er 250 milljónir króna. Um er að ræða íbúðir fyrir almenn- an leigumarkað og óhagnaðardrifið leiguhúsnæði fyrir aldraða, húsnæði fyrir fatlaða og aðra skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, sem og hús- næði fyrir millitekjufólk og tekju- lága. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða verkefni sem komu fram í húsnæðisáætluninni. En núna erum við að vinna að baki brotnu að þess- ar hugmyndir raungerist. Það hefði getað gerst að þessar framkvæmd- ir stöðvuðust, í ljósi ástandsins og stöðunnar í þjóðfélaginu. Hins veg- ar er ríkur vilji hjá Akraneskaupstað til að sjá til þess að af þeim verði,“ segir Sævar, en kveðst þó ekki geta útlistað framkvæmdirnar nánar að svo stöddu. „Á næstu vikum von- ast ég til að við getum greint frá því hverjir samstarfsaðilar okkar verða í þessum verkefnum,“ segir hann. Aukið púður í atvinnuþróun Atvinnuþróun er annar liður í að- gerðum Akraneskaupstaðar til að bregðast við áhrifum af Covid-19. Til að mynda verður aukið við fjár- magn til kaupa á ráðgjöf vegna at- vinnuþróunarverkefna, samtals tíu milljónir króna. Þá er stefnt að því að skila niðurstöðum úr samstarfs- verkefni með Brim og KpMG, ásamt tilbúinni aðgerðaáætlun, fyr- ir lok maímánaðar. Eins og sagt var frá í Skessuhorni voru hugmynd- ir kynntar á íbúafundi í lok janú- ar. Í verkefninu er lögð áhersla á at- vinnusköpun sem gæti orðið sam- bland af nokkrum þáttum sem hafa verið nefndir heilsuþorpið, sjávar- þorpið, silfurþorpið og hátækni- þorpið. „Allar þessar hugmynd- ir hafa síðan verið unnar áfram, í samráði við hagsmunaaðila, og eru smám saman að fá meira kjöt á beinin,“ segir Sævar. „Þessi vinna hefur verið í gangi frá því í septem- ber og markmiðið að kynna í maí tímaáætlun og tillögur um hvaða aðgerðir verði farið í og hvernig megi forgangsraða til framtíðar í þágu atvinnusköpunar,“ segir bæj- arstjórinn. Enn fremur tekur Akraneskaup- staður þátt í ýmsum þróunarverk- efnum á Grundartanga. Sagt hef- ur verið frá þeim verkefnum áður í Skessuhorni á síðustu vikum og þau því ekki útlistuð nánar hér. Auk þeirra segir Sævar fleiri verkefni í pípunum í samstarfi við Þróunar- félag Grundartanga. Hann sé hins vegar bundinn trúnaði og geti því ekki sagt frá þeim að svo stöddu. Hugmyndakeppni um Langasandsreit Annar liður í aðgerðaáætluninni er að ljúka hugmyndasamkeppni um Langasandsreitinn. Það verkefni var einnig kynnt á íbúafundi í janú- ar. Fjórar arkitektastofur hafa verið fengnar til að koma með hugmynd- ir að því hvernig svæðið geti þróast. Þær verða síðan kynntar íbúum og þeim gefinn kostur á að segja sína skoðun á málinu. „Þannig verður til samtal um hvernig við viljum hafa svæðið meðfram Bláfánaströndinni Langasandi, hvernig við sjáum fyr- ir okkur atvinnuþróun og -sköp- un í nágrenni Guðlaugar, hvernig íþróttasvæðið getur þróast til lengri tíma og fleira,“ segir bæjarstjórinn. „Þessar hugmyndir verða unnar á næstu mánuðum og vonandi í haust verðum við komin á þann stað að geta kynnt þær fyrir íbúunum og kallað eftir áliti þeirra á þeim,“ seg- ir Sævar. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Frá Akranesi. Horft yfir höfnina. Ljósm. úr safni/ ki. Aðgerðir upp á 3,4 milljarða Akraneskaupstaður spyrnir við áhrifum af Covid-19 Fjárfestingar í húsnæðismálum og atvinnuþróun Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Byggt á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.