Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Höfum lært að hlýða Víði Þegar þetta er skrifað eru réttar fjórar vikur frá því samkomubann var sett hér á landi til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Tökin voru hert og allt lagt í sölurnar að lágmarka áhrif banvænnar veiru sem enn eru ekki til lyf gegn. Þennan dag fyrir mánuði rann það af alvöru upp fyrir landsmönnum að við værum að sigla inn í aðstæður sem fáir núlifandi Íslendingar hefðu getað ímyndað sér að myndu koma upp. En þrátt fyrir þær miklu breytingar sem þessi ákvörðun hafði í för með sér, held ég að allflestir haldi enn ró sinni. Við erum að taka þetta af skyn- semi og yfirvegun. Vissulega hefur ástandið tekið á, ekki síst sú óvissa sem ríkir um framhaldið. Heilu atvinnugreinarnar eru í dvala. Til skemmri tíma þjónusta á borð við hárgreiðslustofur, skemmtistaði og íþróttahús, svo ég tali nú ekki um gjörbreytt starfsumhverfi skólafólks, samneyti við íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum, félagsstarf og fjölmargt fleira. En til lengri tíma eru atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta í nagandi óvissu, atvinnu- grein sem á undanförnum árum hefur skaffað mest í gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar. Við vitum ekkert enn hvenær frjáls för fólks verður að nýju leyfð milli landa. Kannski verður það í haust, kannski um áramót, eða næsta vor? Mögulega ekki fyrr en búið verður að finna upp bóluefni gegn veirunni. Höggið fyrir okkur sem þjóð verður því mikið. En til að takast á við þessa óvissu er umfram allt að við höldum áfram ró okkar, förum að tilmælum yfirvalda og treystum á faglega ráðgjöf. Það hef- ur reynst okkur vel og mun verða affarasælast áfram. Á síðustu viku hefur mér þótt afar fróðlegt að fylgjast með því hvernig landsmenn takast á við breyttar forsendur. Okkur er ráðlagt að ferðast sem allra minnst, skapa ekki óþarfa hættu í umferðinni né ofsetja sumarhúsabyggðir þannig að fámenn heilsugæsluumdæmi ráði við álagið. Við eigum að vera heima og haga okk- ur skynsamlega. Gaman hefur verið að sjá hvernig þjóðin bregst við. Við sjáum t.d. fréttir um að heimabakstur hafi stóraukist. Hveiti og þurrger hefur ítrekað selst upp í verslunum og á samfélagsmiðlum sjáum við dæmi um snilldartakta fólks við bakstur og matargerð. Sala á frosnu lambakjöti hefur aukist um 50% en það gleður mig sérlega mikið. Aðrir hafa tekið til hendinni með löngu lofuð (og áður svikin) verkefni heima fyrir. Búið er að taka til í fataskápum, mála og þrífa, laga og breyta. Þetta hefur í öllu falli verið mikill innileikur. Fjölmiðlar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og gagnaveitur á netinu hafa streymt viðburðum, allt frá stofutónleikum til guðsþjónusta. Þannig að fólk hefur haft val um afþreyingu. Sjálfur er ég ótrúlega heppinn við þessar aðstæður. Ég má stunda vinnu og er þakklátur fyrir það. Hef gert það undantekningarlaust alla daga frá því samkomubannið var sett á að mæta til minnar vinnu. Það eru á sinn hátt forréttindi að mega sækja vinnu og þar að auki er í mínum huga aldrei mikilvægara en einmitt nú að deilt sé til fólks fróðleik sem á erindi til þess hverju sinni og vonandi getur treyst. Ef ekki nú, þá hvenær? Nú er aðeins tekið að skýrast hver framvindan verður í þessari veiru- pest og baráttunni við hana. Eftir næstu mánaðamót verður byrjað að losa um mestu hömlurnar á samkomuhaldi. Við sem þjóð erum að ná vopnum okkar enda höfum við sýnt löngu gleymda samstöðu. Höfum sýnt að við kunnum að taka leiðbeiningum og lært að hlýða Víði. Það er eitthvað sem ég hefði ekki endilega trúað að við gætum fyrr í vetur. Magnús Magnússon Landfyllingin við Framnes í Grundarfirði er farin að taka á sig mynd en Borgarverk hefur hlað- ið upp myndarlegum varnarvegg á svæðinu. Síðar mun dæluskipið Sóley dæla efni yfir í landfyllinguna áður en verklok verða. Þarna mun Grundarfjarðarbær stækka örlítið að flatarmáli. tfk Frá því að samkomubann stjórn- valda var sett á vegna kórónufarald- ursins hafa stjórnendur og starfs- fólk Slysavarnafélagsins Lands- bjargar rýnt fjárhagsáætlun ársins með það að markmiði bregðast við minnkandi tekjustreymi. Það skýr- ist m.a. vegna lokunar söfnunar- kassa Íslandsspila, lokunar Slysa- varnaskóla sjómanna, fækkun nám- skeiða Björgunarskólans, samdrætti í sjúkrakassasölu og fleiru. „Þegar hefur verið hægt að bregðast við á ýmsa lund en ljóst er að draga þarf úr framgangi nokkurra verkefna til að mæta minnkandi tekjum,“ segir í bókun frá stjórnarfundi í SL 7. apríl síðastliðinn. Þar segir jafnframt: „Í þessari skoðun hefur verið lögð áhersla á að vernda tekjuúthlut- un til eininga félagsins og er það markmið stjórnar að ekki þurfi að koma til þess að til skerðingar komi svo einingar félagsins geti áfram sinnt sínu mikilvæga starfi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tekju- streymi frá félaginu. Auk þeirra viðbragða sem þegar hefur verið gripið til er hafin vinna við endur- skoðun fjárhagsáætlunar 2020 en henni mun ljúka í framhaldi fram- lagningar þriggja mánaða uppgjörs félagsins. Rétt er að árétta að staða félagsins er góð og ákveðið svig- rúm er fyrir hendi til að bregðast við tímabundnum áföllum en einn- ig þarf að meta áhrifin til lengri tíma,“ segir í bókun stjórnar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Ef almenningur vill koma til móts við félagasamtökin á erfiðum tím- um, er bent á að alltaf er opið fyrir skráningu í Bakvarðasveit Lands- bjargar. Allar nánari upplýsingar þar um má finna á vefnum lands- bjorg.is mm Málmey SK 1 kom til Grundar- fjarðar í gærmorgun með fullfermi. Skipið landaði í Grundarfjarðar- höfn um það bil tvöhundruð tonn- um af afla sem fer í vinnsluna fyrir norðan og svo hluti á markað. tfk Í byrjun síðustu viku auglýsti Vega- gerðin útboð á endurbyggingu Faxabrautar á Akranesi, endurgerð götunnar og bætt grjótvörn. Óskað er eftir tilboðum í endurbyggingu vegkaflans frá Jaðarsbraut að Akra- neshöfn, ásamt gerð grjótvarnar og tilheyrandi lagnavinnu. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðar- innar, Akraneskaupstaðar og veitu- fyrirtækja. Verkinu skal að fullu lok- ið eigi síðar en 1. september 2021. Í verkinu felst m.a. að rífa upp steypu í vegum og stéttum, alls um 10 þúsund fermetrar, 9.300 rúm- metra fylling og 37 þúsund rúm- metra grjótvörn, auk styrktarlags, burðarlags og malbikunar á götunni eftir að endurbyggingu hennar lýk- ur. Þetta verk er forsenda þess að hægt verði að hefja uppbyggingu Langasandsreits, sem áður kallaðist Sementsreitur. Áætlað hefur verið að verk þetta kosti um hálfan millj- arð króna. mm Landfyllingin hleðst upp Málmey landaði í Grundarfirði Vegagerðin býður út endur- gerð Faxabrautar og grjótvörn Landsbjörg þarf að bregðast við skertu tekjustreymi vegna Covid

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.