Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202020 Steindrapst! Ég bað konuna mína um að rétta mér Skessuhornið. „Ekki vera svona gamaldags,“ svaraði hún; „þú getur fengið lánaðan ipad- inn minn og lesið blaðið þar.“ Það má svo sem deila um hvort þessar tækninýjungar séu einhver fram- faraskref, en flugan allavega stein- drapst við fyrsta högg! (Sigþór Ómars) Heim um páskana Jón var á leiðinni heim frá Þýska- landi til Íslands í páskafrí frá námi. Við innritun segir hann: „Vær- uð þið til í að senda stóru ferða- töskuna mína til New York og þá litlu til London?“ „Því miður,” segir stúlkan í afgreiðslunni, „við getum það ekki.“ „Í alvöru? Mikið er ég feginn að heyra það. Það er nefnilega það sem þið gerðuð um jólin.“ (Emma Vídó) Vildi tala við eigandann Kata gekk upp að barnum, hallaði sér yfir barborðið og benti bar- þjóninum á að koma og tala við sig. Hann kom og hún gaf honum merki með vísifingri um að halla sér fram til að tala við sig. Bar- þjónninn hallaði sér fram og Kata renndi fingrunum gegnum skegg- ið á honum og spurði hvort hann væri eigandi staðarins. Hann neit- aði því og Kata spurði hvort hann gæti ekki beðið eigandann um að koma að tala við sig. Nei, sagði barþjónninn, eigandinn er ekki á staðnum. Kata hélt áfram að strjúka fingrunum yfir varirnar á honum og spurði hvort hann gæti ekki tekið skilaboð til eigandans. Jú, alveg sjálfsagt mál, stamaði barþjóninn, hvað viltu að ég segi honum? Kata brosti ísmeygilega, stakk nokkrum fingrum milli vara hans og sagði svo; segðu honum að það vanti klósettpappir, hand- sápu og handklæði á kvennakló- settið. (Sigþór Ómars) Lét hana líta vel út Vinur minn sagði mér ástæðuna fyrir því að hann væri single. Fyrr- verandi bað hann um að hætta að kaupa bjór því hann væri svo dýr. Svo sá hann hana eyða 12.800 kr. í snyrtivörur. Hún sagði að þetta væri henni nauðsynlegt til að láta hana líta betur út! Hann sagði henni að það væri það nákvæm- lega sama og bjórinn gerði; léti hana líta betur út. Hann hefur ekki séð hana síðan. (Lár.Ingib.s) Hálfdanskur Meðan búrekstur var í góðu gengi við Ísafjarðardjúp var þar nokkuð stöndugt kaupfélag og rak versl- un á Arngerðareyri. Þar var kaup- félagsstjóri um hríð Sigurður Þórðarson frá Laugabóli. Eitt sinn var hjá honum vinnukona ung og lítt lífsreynd að nafni Sigríður. Ættuð sunnan úr Barðastrandar- sýslu og þar uppalin. Nú bar svo við að Flóabáturinn kom sem oft- ar og með honum maður sem átti erindi við Sigurð. Sá var fatlað- ur nokkuð og sérkennilegur útlits með annan fótinn styttri og hefði væntanlega nú á dögum verið tal- inn greindarskertur eða lítið gef- inn til sálarinnar. Danskur í aðra ættina. Nú Sigríði varð nokkuð starsýnt á manninnn og þegar hún komst í hvíslfæri við húsbónd- ann varð henni að orði; „Sigurð- ur. Mikið er maðurinn skrítinn.“ „Já við skulum nú ekkert vera að tala um það Sigríður mín. Þetta er svona aumingi. Hann er hálf- danskur“. Nú Sigga fór með þess- ar upplýsingar og melti um stund og kom svo aftur.“ „Sigurður. passa ekki saman helmingarnir?“ (Dagbj.Dagbj.s) Rökfræði Tveir vinir voru að spjalla og fannst þeim lífið vera tilbreytingar- laust og ákváðu að fara í skóla. Þeir mættu hjá námsráðgjafa. Danni fór inn í viðtal en Steini beið frammi. Eftir smá spjall þá segir námsráð- gjafinn að best væri fyrir hann að læra ensku, stærðfræði og rök- fræði. „Hvað er rökfræði,“ spyr Danni. Ég skal segja þér það og tek dæmi: Áttu garðsláttuvél? Já, svar- ar Danni. Þar af leiðandi hlýtur þú að eiga garð. Já, en sniðugt segir Danni. Já, fyrst þú átt garð þá hlýt- ur þú að eiga hús. Já, alveg meiri- háttar segir Danni. Og fyrst þú átt hús þá geri ég ráð fyrir því að þú eigir konu og fyrst þú átt konu þá hlýtur þú að vera gagnkynhneigð- ur. Þetta er rökfræði. Danni er mjög hrifinn af rök- fræði og fer fram og hittir Steina og segist ætla að læra ensku, stærð- fræði og rökfræði. Hvað er rök- fræði spyr Steini? Ég skal segja þér það. Áttu garðsláttuvél? Nei, ansar Steini. Þá ertu hommi! (Lár.Ingib.s) Karíus og Baktus Kalli litli sat á biðstofu tannlæknis þegar heldur ófrýnilegur sláni kom út frá tannlækninum. Þegar sláninn var farinn hnippti Kalli í mömmu sína og spurði: „Hvort var þetta Karíus eða Baktus?“ (Sunna Lind) Montinn? palli; „Finnst þér ég vera mont- inn?“ Lóa: „Nei, alls ekki. Af hverju spyrðu?“ palli: „Ja, menn sem eru jafn myndarlegir, gáfaðir, skemmti- legir og heillandi og ég eru venju- lega svo montnir. (Sunna Lind) Er hann dáinn? Tveir veiðimenn eru úti í skógi þegar annar þeirra hnígur nið- ur. Hann virðist hættur að anda og augun í honum eru gljáandi. Hinn maðurinn tekur fram far- símann sinn og hringir í Neyð- arlínuna. Hann segir óðamála: „Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera?“ Starfsmaður Neyðarlín- unnar svarar: „Vertu rólegur, ég get hjálpað þér. Fyrst verðum við að vera vissir um að hann sé dá- inn.“ Það er þögn um stund, síð- an heyrist byssuskot. Veiðimaður- inn kemur aftur í símann og segir: „Ókei. Hvað svo?“ (Sunna Lind) Hávaxnir og fallegir Hópur vinkvenna var á ferðalagi þegar þær komu auga á fimm hæða hótel með skilti utan á þar sem stóð skrifað: „Aðeins fyrir kon- ur!“ Þar sem kærastar þeirra eða eiginmenn voru ekki með í för, þá ákváðu þær að fara inn á hótelið og litast um. Dyravörðurinn, sem var afar aðlaðandi gæi, útskýrir fyrir þeim hvernig málum er háttað inn- an hótelsins. „Hótelið er á fimm hæðum. Farið upp á hverja hæð fyrir sig og þegar þið hafið fundið það sem þið leitið að, þá skulið þið dvelja þar. Það er auðvelt að taka ákvörðun um hvar sé best að vera því á hverri hæð er skilti sem segir til um hvað þar sé að finna.“ Kon- urnar leggja af stað upp og á fyrstu hæðinni er skilti, sem á stendur: „Allir karlmennirnir á þessari hæð eru lágvaxnir og venjulegir.“ Þær hlæja við og halda viðstöðulaust upp á næstu hæð. Þar er skilti sem á stendur: „Allir karlmennirnir hér eru lágvaxnir og fallegir.“ En samt, það er ekki nógu gott, svo vinkon- urnar halda áfram upp. Þær koma á þriðju hæðina og þar stendur á skilti: „Allir karlmennirnir hér eru hávaxnir og venjulegir.“ Ekki finnst þeim þó nóg að gert enn og þar sem þær vita að það eru tvær hæð- ir eftir, þá halda þær áfram upp. Á fjórðu hæðinni er loksins hið full- komna skilti: „Allir karlmennirnir hér eru hávaxnir og fallegir.“ Kon- urnar verða allar mjög spenntar en þegar þær koma inn á hæðina þá uppgötva þær að þar er að finna enn eina hæðina. Til þess að kom- ast að því af hverju þær gætu ver- ið að missa þá ákveða þær að halda áfram upp á 5. hæðina. Þar verð- ur fyrir þeim skilti sem á stendur: „Þessi hæð var einungis byggð til þess að sanna að það er ómögulegt að gera konum til hæfis.“ (Hilmar Sigv.s.) Hjá mér Bíllinn hennar Jónu var alltaf að bila, en hún gat alltaf hringt í Jóa vin sinn sem kom og reddaði henni. Einn daginn hringir hún Innileikur Skessuhorns um páskana - baráttan um besta brandarann Skessuhorn ákvað að slá í léttan leik um páskana. Auglýst var á vefnum að lesendur mættu senda vel valda brandara inn til keppni. Heppinn þátttakandi fengi að launum vel útilátið páskaegg, en rannsóknir hafa sýnt að það megi borða páskaegg eftir páska, ekki síður en fyrir þá. Heppinn þátttakandi reyndist vera Sigþór Ómarsson á Akranesi. Hann á von á glaðningi. Takk allir fyrir þátttökuna!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.