Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 5 C M Y CM MY CY CMY K Bestla_logo_Alone.pdf 1 21/03/2018 17:27 Leitum eftir duglegum og metnaðarfullum smiðum• múrurum• málurum• verkamönnum• Áhugasamir sendi upplýsingar og ferilskrá á netfangið egill@bestla.is Óskum eftir nýjum liðsmönnum í frábæran starfshóp Bestlu á Akranesi! Gæði frá grunni Bestla.is Taldi sig hafa fundið manna- bein AKRANES: Haft var sam- band við lögreglu á föstudag- inn langa. Maður hringdi og kvaðst hafa fundið bein í fjör- unni við Krókalón á Akranesi. Taldi hann að þar gæti verið um mannabein að ræða. Ekki er vitað hvort sú er raunin, en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi. -kgk Ölvunarakstur í sóttkví AKRANES: Ökumaður var stöðvaður á Akranesi um kl. 23 á laugardagskvöld, grunaður um ölvun við akstur. Var hann látinn blása og mældist áfengi í útöndun yfir refsimörkum. Kom þá í ljós að maðurinn hafði ekki lokið sóttkví, átti tvo daga eftir af henni. Þurfti lögregla því að grípa til var- úðarráðstafana áður en mað- urinn var handtekinn og færð- ur á stöðina. Læknir kom og tók blóðsýni úr manninum í viðeigandi hlífðarbúnaði, en ekki var grunur um Covid- smit. Að svo búnu þurfti lög- regla að sótthreinsa lögreglu- bíl og allan búnað, auk rýmis- ins sem maðurinn var færður í á stöðinni. Varð því töluvert umstang vegna þessa. Lög- regla segir að fólki í sóttkví sé vissulega heimilt að fara út í bíltúr á meðan sóttkví stend- ur, en alls ekki undir áhrifum áfengis. -kgk Bjóða út stækk- un Flateyjar- bryggju BREIÐAFJ: Reykhóla- hreppur og Vegagerðin aug- lýstu í byrjun síðustu viku eftir tilboðum í stækkun á ferjubryggjunni í Flatey á Breiðafirði og steypta sjó- vörn. Í verkinu felst stækk- un bryggjunnar um 45 m2, staurarekstur, bygg- ing burðarvirkis og klæðn- ing. Samhliða því á að gera við ferjubryggjuna; endur- nýja skemmda hluta henn- ar og steypa sömuleiðis upp um 30 metra langa sjóvörn. Samkvæmt útboðinu á verk- inu að vera lokið eigi síðar en 1. ágúst 2020. -mm Ekki á rökum reistar VESTURLAND: Lög- reglunni á Vesturlandi hafa borist ábendingar um brot á samkomubanni. Ein slík ábending barst um of mikinn fjölda saman kominn á Akra- nesi 7. apríl síðastliðinn, en þegar lögregla kannaði málið kom í ljós að hún átti ekki við rök að styðjast. Daginn eftir fékk lögregla ábendingu um brot á sóttkví í Ólafsvík, sem reyndist heldur ekki á rökum reist. Engin mál vegna brota á sóttkví eða samkomubanni hafa komið inn á borð lög- reglunnar í landshlutanum. -kgk Íbúar Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi fengu góða heim- sókn frá Kirkjukór Stykkishólms á skírdag. Eftir hádegið komu kór- félagar og stilltu sér upp fyrir utan dvalarheimlið í veðurblíðunni. Því næst hófu þeir upp raust sína og skemmtu íbúum með söng vel val- inna laga. Mæltist uppátæki kórs- ins vel fyrir meðal íbúa. „Það er ómetanlegt að fá heimsókn sem þessa,“ var ritað á Facebook-síðu dvalarheimilisins með myndbandi af kórnum að syngja kvæðið góð- kunna um Önnu í Hlíð. kgk Fyrirkomulag skólastarfs og annarloka á öllum skóla- stigum í vor var til umfjöll- unar á samráðsfundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra með fulltrúum skólasam- félagsins í gær. Í samráðs- hópi lykilaðila í mennta- kerfinu, sem fundað hef- ur reglulega síðustu vik- ur, eru m.a. fulltrúar leik-, grunn-, framhalds- og há- skóla, framhaldsfræðslu, skólastjórnenda, sveitarfé- laga, kennaraforystunnar og nemenda. Aflétting takmarkana á skólastarfi var kynnt á blaðamanna- fundi í gær en þar kom fram að stefnt sé að því að skólastarf í leik- og grunnskólum verði með eðli- legum hætti frá og með 4. maí nk. og þá verði einnig heimilt að opna framhalds- og háskólabyggingar að nýju sem og aðstöðu framhalds- fræðslu og símenntunar. Fjölda- takmarkanir verða þó í gildi í þeim byggingum þar sem hámarksfjöldi í hverju rými er 50 manns og lág- marksfjarlægð milli fólks skal vera minnst tveir metrar. Mikilvægt er að allir, þar á meðal skólarnir, haldi áfram að huga vel að sóttvörnum og hreinlæti, hugi vel að heilsu nem- enda sinna og starfsmanna og haldi áfram vöku sinni gagnvart mögulegu smiti. „Þetta eru gríðarlega ánægjulegar fréttir fyr- ir skólastarf í landinu og skólasamfélagið fagnar þeim. Það er hugur í fólki og allir reiðubúnir að leggj- ast á eitt svo ljúka megi þessari önn með sem allra bestum hætti fyrir nemend- ur á öllum skólastigum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra í tilkynningu. Unnið er að uppfærslu upplýsingasíðu mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins um skólastarf og COVID-19 í ljósi þessa. Hægt verður að nálg- ast svör við algengustu spurningum um afléttingu takmarkananna á ís- lensku, ensku og pólsku á vef heil- brigðisráðuneytisins. Sjá jafnframt nánar um losun samkomubanns í frétt á bls. 10. mm Skólastarf með eðlilegum hætti frá 4. maí Félagar í kirkjukórnum stilltu sér upp, með hæfilegu millibili, og sungu fyrir íbúa dvalarheimilisins í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Skemmtu íbúum með söng

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.