Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Side 6

Skessuhorn - 15.04.2020, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 20206 Spólaði upp æfingasvæðið AKRANES: Ökumaður varð uppvís að því á mið- vikudaginn í síðustu viku að spóla í hringi á bifreið sinni á æfingasvæði knattspyrnu- félags ÍA á Akranesi. Að sögn lögreglu er búið að finna út úr því hver þarna var á ferð- inni. Myndir náðust af at- hæfinu og er málið til rann- sóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hafði ökumaðurinn fyrr sama dag gerst sekur um að stinga af frá umferðaróhappi sem hann varð valdur að á gatna- mótum í Reykjavík. Til eru myndbandsupptökur af því. Þaðan ók hann upp á Akra- nesi, ók yfir hringtorg og var einn þriggja sem sást til í kappakstri á Garðagrund þar í bæ. Verið er að kanna hversu mikið tjón athæfi hans olli á æfingasvæðinu, en málið er sem fyrr segir til rannsóknar. -kgk Svartar rúður VESTURLAND: Lög- reglan á Vesturlandi stöðv- aði för ökumanns í umdæm- inu á páskadag, vegna þess að filmað hafði verið fyrir allar rúður bílsins svo ekki sást inn. Slíkt er óheimilt og á viðkomandi yfir höfði sér sekt vegna þessa. Til- kynnt var um ofsaakstur á Borgarfjarðarbrú í vikunni og gefið upp númer bílsins. Lögregla stöðvaði för öku- mannsins á móts við Haga- mel, þar sem hann ók í hægri umferð og ræddi við mann- inn en ekki var hægt að að- hafast frekar. Þá var tilkynnt um mann sem ók um á núm- erslausu fjórhjóli í Borgar- nesi á mánudaginn. kgk Sina brann SNÆFELLSBÆR: Ósk- að var eftir aðstoð slökkviliðs vegna sinubruna ofan við bæ- inn Böðvarsholt í Staðarsveit í vikunni sem leið. Engin hætta var þó talin á ferðum og var beiðnin afturkölluð skömmu síðar eftir að náðist að slökkva eldinn. -kgk Árekstur á Útnesvegi SNÆFELLSNES: Umferð- aróhapp varð á Útnesvegi á miðvikudaginn í síðustu viku. Ökumaður hafði gefið merki um að óhætt væri að taka fram úr. Sá sem tók fram úr honum missti stjórn á bíl sínum við framúraksturinn og ók utan í vinstri framhlið hins bíls- ins. Skyggni var gott, enginn vindur en kalt í veðrið þeg- ar óhappið varð. Töldu öku- menn sig hafa verið á um 60 km hraða á klst. Engin slys urðu á fólki. -kgk Færri á ferðinni VESTURLAND: Lögregla varð var við það strax á mið- vikudag að fólk væri á ferð- inni í aðdraganda páskanna. Þó virðast færri hafa verið á ferli en jafnan áður. Talning- ar brota úr hraðamyndavélum gefa í það minnsta vísbending- ar þar um, en þær eru marg- falt færri en í hefðbundnum mánuðum. Tæp 500 mál hafa komið inn í gegnum hraða- myndavélar á landinu öllu það sem af er apríl og stefna því í að verða í kringum þúsund, en í hefðbundnum mánuð- um er ekki óvenjulegt að þær séu nálægt 4000 talsins. Flest málin hafa komið inn í gegn- um myndavélar í Reykjavík en fáar úr vélum af landsbyggð- inni, sem gefur vísbending- ar um að færri séu á ferðinni en vanalega. páskarnir virð- ast hafa farið vel fram að sögn lögreglu og engin mál komið inn á borð hennar sem tengj- ast hátíðunum. -kgk Þrjátíu þúsund hafa sótt um hlutabætur LANDIÐ: Yfir 30 þúsund manns höfðu fyrir páska sótt um hlutabætur vegna minnk- aðs starfshlutfalls. Þetta kem- ur fram í tölum frá Vinnu- málastofnun. Flestar eru um- sóknirnar úr ferðaþjónustu en yfir 12 þúsund starfsmenn í greininni hafa sótt um bætur. Úr verslun og vöruflutning- um hafa yfir sex þúsund um- sóknir borist. Dreifing um- sækjenda milli landshluta er að mestu í samræmi við dreif- ingu starfandi fólks í landinu. Fjöldi umsækjenda er þó hlut- fallslega hærri á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þannig hafa 11% umsókna borist frá íbú- um Suðurnesja, þar sem 8% starfandi landsmanna bjuggu á síðasta ári og 67% umsókna af höfuðborgarsvæðinu, þar sem 64% starfandi landsmanna bjuggu. Hér á Vesturlandi er hlutfallið 5% af starfandi á vinnumarkaði, en 873 einstak- lingar höfðu sótt um hluta- bætur nú fyrir páskana. -mm Lög um launafyrirkomulag þjóð- kjörinna og æðstu embættismanna ríkisins voru samþykkt í júní 2019 í kjölfar brottfalls laga um kjara- ráð. Þar er kveðið á um að laun skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert, annars vegar í samræmi við launavísitölu Hagstofunnar vegna almenna og opinbera markaðar- ins og þróun launa samkvæmt lög- um hins vegar. Samkvæmt lögun- um hefðu laun þessara hópa átt að hækka 1. júlí í fyrra en Alþingi sam- þykkti að fresta því um sex mánuði í tengslum við gerð lífskjarasamn- inga. „Tók sú hækkun því gildi 1. janúar 2020, skv. lögboðnum fyrir- mælum í takt við launavísitölu árs- ins 2018, sem segir til um um 6,3% hækkun. Laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna höfðu ekki verið hækkuð síðan í október 2016. Því miður urðu á mistök við hefðbundna launaafgreiðslu í janú- ar sem leiddu til þess að breyting- in kom ekki til framkvæmda þá eins og lögin mæla fyrir um. Úr þessu verður bætt við launakeyrslu um næstu mánaðamót,“ segir í yfirlýs- ingu frá fjármála- og efnahagsráðu- neytinu. Laun þjóðkjörinna fulltrúa, ráð- herra og ráðuneytisstjóra, eru eft- ir 6,3% hækkun um síðustu ára- mót þannig að forseti Íslands hefur 3.173.055 krónur í laun á mánuði, þingfararkaup er 1.170.569 krónur, forsætisráðherra hefur 2.149.200 krónur í laun en aðrir ráðherrar 1.941.328 krónur. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis hefur 1.932.203 krónur en aðrir ráðuneytisstjórar 1.834.181 krónur. mm Frá og með deginum í gær, þriðju- dagsins 14. apríl, var þjónusta Strætó á landsbyggðinni skert veru- lega. Um tímabundna aðgerð af hálfu Vegagerðarinnar er að ræða meðan Covid-19 faraldurinn geis- ar. Áhrif þessara breytinga á ferð- um Strætó um Vesturland eru eft- irfarandi: Leið 57: Reykjavík – Akureyri verður ekin samkvæmt laugardags- áætlun alla daga á meðan skerðing- in er í gildi. Leið 58: Borgarnes – Stykkis- hólmur: Mánudagsferðirnar kl. 16:40 frá Stykkishólmi og kl. 18:19 frá Borgarnesi verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi. Sunnu- dagsferðirnar kl. 08:20 frá Stykkis- hólmi og kl. 10:28 frá Borgarnesi verða ekki eknar á meðan skerðing- in er í gildi. Leið 82: Stykkishólmur – Hell- issandur: Mánudagsferðirnar kl. 16:00 frá Hellissandi og kl. 19:10 frá Stykkishólmi verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi. Sunnu- dagsferðirnar kl. 07:39 frá Hellis- sandi og kl. 11:19 frá Stykkishólmi verða ekki eknar á meðan skerðing- in er í gildi. Leið 59: Borgarnes – Hólmavík: Miðvikudagsferðirnar kl. 18:00 frá Borgarnesi og kl. 19:12 frá Búðar- dal verða ekki eknar á meðan skerð- ingin er í gildi. Leið 81: Borgarnes – Hvanneyri – Reykholt: Engin þjónusta á leið- inni á meðan skerðingin er í gildi. „Farþegar munu enn ganga inn um framhurð landsbyggðarvagn- anna og greiða fargjaldið hjá vagn- stjóranum. Farþegum er ráðlagt að halda hæfilegri fjarlægð á milli sæta og spritta á sér hendurnar,“ segir í tilkynningu á vef Strætó. mm Veruleg skerðing á akstri Strætó um Vesturland Laun þjóðkjörinna og æðstu í stjórnsýslunni hækkuðu um áramótin

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.