Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 27 Hvenær er komið vor í þínum huga? Spurning vikunnar (Íbúar í Borgarnesi spurðir í gegnum síma) Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Borgarnesi „Þegar sólin fer að skína.“ Jóhannes Gunnar Harðarson, Borgarnesi „Þegar gróðurinn lifnar við.“ Vigfús Friðriksson, Borgarnesi „Þegar áburðurinn er kominn.“ Aðalsteinn Ingvar Aðalsteins- son, Borgarnesi „Þegar fer að hlýna og komið yfir frostmark allavega.“ Auður Þórðardóttir, Borgarnesi „Eftir 1. maí.“ Fremsta þríþrautarkona landsins; Guðlaug Edda Hannesdóttir, var mjög nálægt því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókyó, þegar leikunum var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. En hún deyr ekki ráðalaus þrátt fyrir það og held- ur sér áfram í formi. Meðal ann- ars mátti sjá það í frétt í Vísi nýver- ið þar sem hún synti í bílskúrnum heima hjá sér í sundlaug úr Costco. Guðlaug Edda hefur einnig dval- ið mikið á Akranesi hjá Axel Mána kærasta sínum og fjölskyldu hans. Þar hefur hún stundað markvissar æfingar og á páskadag hljóp hún til að mynda 20 km og hjólaði 60 km í og við bæinn. „Það hefur verið al- veg frábært að uppgötva stígana í og kringum Akranes,“ segir Guð- laug Edda. „Langisandur er auðvi- tað einstakur, en núna hef ég mest verið að hlaupa frá Leyni, kring- um skógræktina, Klapparholt og að Akrafjalli í fjölbreyttri náttúru. Þar er hægt að hlaupa mjög marga kíló- metra á stígum, en enn sem komið er hef ég náð að hlaupa 16 km í einu, allt á stígum. Það skiptir miklu máli fyrir mig að hafa tækifæri til þess að hlaupa á mjúku undirlagi til þess að minnka meiðslahættu. Þá er mikill kostur á þessum tímum að yfirleitt er ég bara ein á ferð og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af mannfjölda eins og núna er víða á stígum höfuð- borgarinnar,“ segir hún. mm/ Ljósm. Helena Guttormsdóttir Stígakerfið við Akranes kjörið til æfinga fyrir þríþrautarkonuna móta og byggja upp íslenska knatt- spyrnu, skipulag hennar og ýmis- legt slíkt,“ segir hann. Á meðan Geir starfaði hjá KSÍ fóru íslensku A landsliðin á sín fyrstu stórmót. Konurnar komust á EM 2009, 2013 og 2017. Karlarnir fóru á EM 2016 og svo á heimsmeistaramótið 2018. „Það var nú bara nánast gert grín að manni á sínum tíma fyrir að segja að einn daginn kæmist Ísland á EM og HM,“ segir Geir og brosir. „En í svona starfi verður maður að hafa sýn og trú á að maður geti náð alla leið. Ef maður hefur hana og get- ur smitað henni út frá sér, þá getum við farið alla leið,“ segir hann. „Það þarf náttúrulega að skilja starfið, eðli leiksins, sjá möguleikana og byggja skipulega upp. Það er það sem ég hef mikinn áhuga á hér á Akranesi, að gera gott starf enn betra. Að yngri flokka starfið verði ennþá betra, því á því verðum við að byggja okkar afrekslið til framtíðar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höfum skýra sín þar, því við á Akranesi viljum vera í fremstu röð í fótboltanum. Það er bara þannig og það er líka krafan,“ segir hann. „Ég er búinn að vera nógu lengi í þessu til að sjá að ef maður hlúir vel að yngri flokkum þá kemur að því að við náum góðum kjarna og nýrri gullkynslóð á Skaganum. Þá verð- um við að hafa umhverfið og um- gjörðina í lagi til að við verðum best í tíu ár,“ bætir hann við. Stefnan sett á titla En hvenær mega bæjarbúar og stuðningsmenn búast við því að meistaraflokkar ÍA verði komnir í hóp allra bestu liða landsins á nýj- an leik? Geir kveðst ekki tilbúinn að gefa upp þau markmið að svo stöddu, en segir þó að það sé orðið tímabært að bæta titlum við í safn- ið á Skaganum. Síðasti bikarinn er bikarmeistaratitill karla frá 2003 og tveimur árum fyrr urðu karlarnir Ís- landsmeistarar. „Ég var á vellinum þegar ÍA lyfti síðast Íslandsmeist- aratitli, í Vestmannaeyjum 2001. Ég var þá framkvæmastjóri KSÍ og fór með formanninum út í Eyjar kvöldið áður. Skagaliðið hafði komið degin- um áður með Herjólfi, en síðan var ófært, hvorki flogið né siglt. En það vildi svo heppilega til fyrir okkur að það var sjúkraflug frá Eyjum og við fengum að fara með vélinni til baka og komumst með bikarinn til Eyja á þennan merkilega leik,“ segir Geir. „Og mér finnst kominn tími á bikar á Skagann aftur. Síðasti bikarinn er frá 2003 og á næsta ári verða 20 ár síðan ÍA varð síðast Íslandsmeistari. Ég myndi vilja fá Íslandsmeistara- bikarinn hingað aftur sem fyrst. Að því stefnum við. Það er klárt mál,“ segir Geir Þorsteinsson að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Sigrún Eva Sigurðardóttir með boltann í leik ÍA og Aftureldingar síðastliðið sumar. Stefán Teitur Þórðarson tekur aukaspyrnu í leik gegn Grindvíkingum síðasta haust. Spyrnan sú sveif yfir varnarvegginn og hafnaði í netinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.