Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Side 7

Skessuhorn - 15.04.2020, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 7 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur gengið frá útfærslu 100 milljóna króna fjárfestingar við lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabund- ið fjárfestingarátak stjórnvalda. Gengið hefur verið frá samkomu- lagi við Rarik og Orkubú Vest- fjarða um framkvæmdirnar. Ákveð- ið hefur verið að fjármunirnir nýtist þannig að 50 milljónir króna fara í strenglagningarverkefni hjá Rarik við Laxárdal og Fellsströnd í Dala- byggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og streng- lögn frá Hvolsvelli að Þverá. Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og framkvæmdakostnaður um 150 m.kr. Mun framlagið dekka öll þau verkefni. Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 milljónum króna verða var- ið í að hefja það verkefni að koma Rauðasandslínu, frá Sauðlauksdal að Rauðasandi, í jörðu í nokkrum áföngum. mm Skaginn 3X hefur ráðið Viktor- íu Alfreðsdóttur í starf svæðissölu- stjóra fyrir Rússland og Asíu. Vikt- oría er fædd í Úkraínu en hefur ver- ið búsett hér á Íslandi í um 15 ár. Hún talar því reiprennandi úkra- ínsku og íslensku ásamt ensku og rússnesku. „Ráðning Viktoríu kem- ur í kjölfar ákvörðunar Skagans 3X að efla sölunet fyrirtækisins í Rúss- landi og á Asíumarkaði. Hún mun vinna náið með pétri Jakob péturs- yni sölustjóra á fyrrnefndum mark- aðssvæðum,“ segir í tilkynningu. Viktoría er menntaður viðskipta- fræðingur frá HR og er einnig með mastersgráðu í vörumerkjastjórnun frá polimoda í Flórens á Ítalíu. Ör vöxtur í sölu í Rússlandi og Asíu Ör vöxtur hefur orðið í sölu Skag- ans 3X á undanförnum misserum til svæða í Rússlandi og Asíu. Má þar nefna að fyrirtækið lauk nýver- „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að tryggja dýralæknaþjónustu í dreifbýli Íslands. Ljúka þarf vinnu starfshóps um endurskoðun þjón- ustusamninga sem fyrst og tryggja sjálfstætt starfandi dýralæknum í dreifbýli ásættanleg starfskjör. Dýralæknar gegna mikilvægu hlut- verki varðandi velferð dýra og eru mikilvægur hlekkur í fæðuöryggi Íslands,“ segir í ályktun sem sveit- arstjórn samþykkti á fundi sínum 2. apríl síðastliðinn. Í Dalabyggð er landbúnaður undirstaða byggðar í dreifbýli sveit- arfélagsins og sauðburður á næsta leiti. „Í þjóðfélaginu ríkir nú mikið óvissuástand vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Þjónusta dýralækna í dreifbýli er grunnþjón- usta sem þarf að tryggja án rösk- unar og þeim upplýsingum þarf að koma til bænda sem fyrst og eyða allri óvissu um málið tafarlaust.“ mm Vilja tryggja dýralækna- þjónustu Skaginn 3X styrkir sölunetið í Rússlandi og Asíu Viktoría Alfreðsdóttir sölustjóri Skagans 3X í Rússlandi og Asíu. ið byggingu og uppsetningu á upp- sjávarverksmiðju í Rússlandi fyr- ir JSC Gidrostroy á Shikotan sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi. Fyrirtækið er einnig að vinna að smíði fiskvinnslu fyrir VI Lenin í petropavlosk á Kamtchaka, ásamt því að vinna að hönnun, smíði og uppsetningu á fiskvinnslubúnaði í fullkomið vinnsluskip fyrir sama fyrirtæki. mm Flýta jarðstreng á Fellsströnd og Laxárdal

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.