Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 11 SK ES SU H O R N 2 02 0 Íslenskukennari Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða íslenskukennara í 100% starf. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá upphafi verið framsækin menntastofnun og verið óhrædd að taka upp nýjar leiðir við kennsluhætti. Einkunnarorð skólans eru „Sjálfstæði, færni og framfarir“. Kennari í íslensku skal uppfylla kröfur um menntun og hæfni kennara sem kveðið er á um í lögum nr. 95/2019 og hafa leyfisbréf sem veitir rétt til að nota starfsheitið kennari. Við leitum að einstaklingi sem hefur samstarfshæfileika og einlægan áhuga á að vinna með ungu fólki. Mikil tölvufærni er nauðsynleg ásamt faglegum metnaði og áhuga á að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur. Umsóknarfrestur er til 27. apríl. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu bragi@menntaborg.is eða í síma 844-4259. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir berist á tölvupóstfangið bragi@menntaborg.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Gréta Björgvinsdóttir útfararstjóri s: 770 0188 Guðný Bjarnadóttir útfararstjóri s: 869 7522 www.borgutfor.is Borg útfararþjónusta borg@borgutfor.is Borg útfararþjónusta veitir alhliða þjónustu við syrgjendur þegar að útför kemur, óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykja- víkur (OR) síðastliðinn miðviku- dag voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur í för með sér fyrir atvinnulífið. „Með aðgerðunum vill OR sýna sam- félagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í verkefnum sem hafa mikil áhrif í samfélaginu með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnu- stiginu í landinu. Samþykkt var að auka fjárfestingar samstæðu OR um samtals tvo milljarða króna á árinu 2020. Veitur, eitt dótturfyr- irtækja OR, hafa undanfarið skil- greint verkefni sem gætu komið til greina en gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við veitukerfin verði uppistaðan í þeim fjárfestingaverk- efnum sem ráðist verður í. Lagt er upp með að verkefnin verði manna- flsfrek og að þau verði sem víðast á starfssvæði Veitna,“ segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Jafnframt var á stjórnarfundinum samþykkt að stefna að því að auka fjárfestingar á árinu 2021 um allt að fjóra millj- arða króna en endanleg ákvörðun um aukningu fjárfestinga á næsta ári kemur til afgreiðslu við gerð fjárhagsspár í haust. Stjórn OR samþykkti sömuleið- is að leggja til við aðalfund OR að hækka arðgreiðslu til eigenda, sem gert hafði verið ráð fyrir í fjár- hagsspá, úr 1.750 milljónum króna í 3.000 milljónir króna sem jafngildir um 1,6% af eigið fé í árslok 2019. „Fyrirséð er að auknar fjárfestingar, arðgreiðslur og verri efnahagshorf- ur almennt muni auka fjármögn- unarþörf OR. Því var samþykkt að auka heimild til fjármögnunar í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaút- gáfu eða bankalána úr 13 milljörð- um króna, samkvæmt áður birtri fjárhagsspá, í allt að 30 milljarða. Hluti aukinnar fjármögnunarheim- ildar er ætlaður til endurfjármögn- unar á lánum sem eigendur OR veittu fyrirtækinu á árunum 2011 og 2013 sem hluta af aðgerðaáætl- un OR og eigenda um viðbrögð við fjárhagsvanda OR, sem gekk undir nafninu planið.“ mm Farfuglar hafa hver af öðrum mætt til landsins að undanförnu. Áhuga- fólk um fugla fylgist grannt með komu fuglanna og heldur hvert öðru upplýstum um fuglana. Sumir láta okkur á Skessuhorni vita. mm Körfuknattleiksdeild Snæfells tók að sér garðvinnu á lóð Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi á mánudag- inn. Um er að ræða samstarfsverk- efni Stykkishólmsbæjar, Snæfells og KpMG. Gunnlaugur Smárason, þjálfari mfl. kvenna, er einn þeirra sem tók þátt í vinnunni á mánudag- inn ásamt leikmönnum meistara- flokka Snæfells og stjórnarmönn- um körfuknattleiksdeildar. Að sögn hans er um að ræða styrk KpMG til samfélagsins, en til stendur að taka stéttina fyrir utan dvalarheimilið í gegn, leggja þar hitalagnir og gera fínt í kringum heimilið. Var vinna körfuknattleiksfólksins á mánudag- inn liður í því verkefni. Íþróttafólk- ið annaðist vinnuna við að rífa upp hellurnar og fær körfuknattleiks- deildin styrk í staðinn fyrir unnin handtök. Íbúar fylgdust svo grannt með framkvæmdafólkinu. kgk/ Ljósm. sá. Margar hendur vinna létt verk. Rifu upp hellur við dvalarheimilið Körfuknattleiksfólkið fyrir framan dvalarheimilið í Stykkishólmi. Þessi ungi æðarkóngur, lengst til hægri á mynd, var mættur í fjöruna skammt frá Grundarfirði um liðna helgi. Með tignarlegri fuglum og mjög sjaldséðir. Æðarkóngur hefur haft vetursetu við strendur landsins á undanförnum árum og því er ekki endilega um farfugl að ræða. Ljósm. Sverrir Karlsson. Árlegir vorboðar „Vorboðinn okkar Laufeyjar hér í Arnarholti Stafholtstungum er þegar brand- öndin mætir. Hún sást fyrst núna í dag, sunnudag,“ sagði Gísli Karel Halldórsson sem sendi Skessuhorni meðfylgjandi mynd. Brandönd hefur mætt á hverju vori á túnið til þeirra hjóna í Arnarholt undanfarin sjö ár. Auknar lántökur OR sem greiðir engu að síður út arð til eigenda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.