Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Qupperneq 18

Skessuhorn - 15.04.2020, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202018 „Ef það hefur einhvern tímann ver- ið þörf, þá er það núna,“ segir Aldís Arna Tryggvadóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi, um hversu mikilvægt það sé að huga vel að andlegri heilsu. Streituskól- ann stofnaði Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir árið 2002 sem fræðslu-, mannræktar- og lækningasetur. Hann var þá fyrstur hér á landi til að tala um kulnun og streitu. „Ólafur er einn reyndasti geðlæknir lands- ins í þreytu- og streitusjúkdóm- um. Hann hafði unnið á sjúkrahúsi í mörg ár við að lækna lasið fólk en honum þótti kröftum sínum og þekkingu betur varið í að minnka líkur á að fólk veiktist. Ólafur opn- aði því Streituskólann til að leggja áherslu á forvarnir gegn streitu og vanlíðan með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi. Markmið Streituskól- ans er einfalt: Stórbæta andlega heilsu á Íslandi,“ segir Aldís þegar Skessuhorn hafði samband við hana og fékk að vita meira um nýopnað útibú Streituskólans á Vesturlandi. Óskrifað ,,doktorspróf“ í sjúklegri streitu Aldís er vottaður markþjálfi og með próf í viðskiptafræði, verðbréfavið- skiptum, frönsku og líkamsrækt. Hún hefur ávallt verið í krefjandi starfi. Þegar mest lét á fjármála- markaði starfaði hún sem hluta- bréfagreinandi. Eftir fall bankanna starfaði Aldís við rannsókn efna- hagsbrota hjá Embætti sérstaks sak- sóknara. Þá fluttu þau hjónin, Aldís og Sigurður Guðmundsson, ásamt börnunum þeirra þremur, sem nú eru orðin fjögur, á Hvanneyri árið 2015 og fór Aldís þá að vinna hjá Borgarbyggð, fyrst á fjölskyldu- og fjármálasviði og svo fjármála- og stjórnsýslusviði. ,,Þegar hér var komið sögu hafði ég í of mörg ár keyrt mig áfram og verið vansvefta vegna álags í vinnu, veikinda barna minna og óuppgerðra áfalla í æsku. Ég var farin að finna fyrir alvarleg- um streitueinkennum sem ég huns- aði því að mér fannst það ,,aum- ingjaskapur“ að hægja á. Eitt sinn tók líkaminn völdin og það leið yfir mig. Hjartalæknir talaði hreint út við mig í kjölfarið: Nú yrði ég að finna betri takt og hvílast meira, ég hefði ekkert val lengur því að heilsa mín, fjölskyldan og lífsgæðin væru í húfi. Mér þótti erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri að missa stjórnina enda hafði ég til þessa allt- af komist í gegnum áskoranir, erfið- leika og áföll. Ætli ég hafi ekki allt- af hugsað, eins og svo margir aðrir, að það kæmi ekkert fyrir mig. Við skiljum nefnilega mikilvægi þess að fara reglulega með bílinn í við- gerð og hlaða símana okkar þegar þeir eru að verða batteríslausir en gleymum oft að ,,hlaða“ okkur sjálf. Ég gantast oft með það eftir þessa lífsreynslu og það sem á eftir kom að reynsla mín jafnist á við nokk- urs konar ,,óskrifað“ doktorspróf í þreytu og streitu. Það góða er að fyrir vikið á ég auðveldara með að ráðleggja fólki um streitustjórnun og brenn fyrir því,“ segir Aldís. Streitustjórnun og græn endurhæfing Aldís ákvað að taka orð læknis- ins til greina og fékk um leið mik- inn áhuga á að fræðast um streitu, streitustjórnun og líðan fólks. ,,Ég las mér mikið til um orsök og af- leiðingar streitu og hafði sérstakan áhuga á ,,tæknistreitu“ nútímans og hamingjunni. Um leið tók við nýr kafli í lífi mínu þar sem ég ákvað að héðan í frá myndi ég eingöngu vinna við það sem mér finnst reglu- lega skemmtilegt og gefandi: Að vinna fyrir og með fólki að sjálfs- rækt, mannrækt og mannúð,“ segir hún. Aldís stofnaði í kjölfarið ferða- þjónustufyrirtækið Coldspot ásamt fjölskyldu sinni árið 2016. Þar skipulagði hún streitulausar ferðir fyrir fólk um Ísland þar sem áhersl- an er andleg, líkamleg og félagsleg heilsa með núvitund, náttúruvitund og náungakærleika að leiðarljósi. „Heilsa okkar er nefnilega ekki bara andleg og líkamleg heldur skiptir félagsleg heilsa líka máli - maður er manns gaman,“ segir Aldís og bæt- ir við að nú sé Streituskólinn kom- inn í samstarf við Coldspot með græna endurhæfingu að sænskri fyrirmynd. „Hugmyndin er að taka á móti fólki í endurhæfingu þar sem einstaklingar geta kúplað sig út úr amstri dagsins og fengið uppbyggi- lega fræðslu til frambúðar. Þótt við fjöllum um alvarleg mál nálgumst við efnið með jákvæðni til að efla viðskiptavini okkar og gera þeim kleift að stjórna streitunni betur eftirleiðis,“ útskýrir hún. Markþjálfun er málið mitt Aldís var svo áhugasöm um streitu og líðan fólks að hún hóf störf hjá Ólafi í Streituskólanum eftir að hafa náð heilsu að nýju. ,,Ég starfa sem markþjálfi, streituráðgjafi og fyrirlesari. Sem streituráðgjafi að- stoða ég fólk við að kortleggja streituvaldana í lífi sínu og finna nýjar og betri leiðir til að ná jafn- vægi í einkalífi og starfi. Í jafnvæg- inu felast hin sönnu lífsgæði. Ég er vottaður markþjálfi frá alþjóð- legum samtökum markþjálfa (ICF) og er heilluð af aðferðafræðinni. Markþjálfun snýst um að breyta og bæta líf fólks svo að það öðlist ríkari tilgang og sátt – geti dansað í takt við eigin gildi og þrár. Sem mark- þjálfi styð ég skjólstæðinga mína við markmiðasetningu svo að þeir nái tilskildum árangri, svo sem að vegna betur í vinnu, minnka streitu og bæta sjálfstraust, samskipti eða heilsu. Að líða vel er á okkar eig- in ábyrgð. Við lendum öll í brekk- um á lífsleiðinni en mestu skiptir að skapa okkur spennandi framtíð. Við höfum alltaf allt það val og vald sem við tökum okkur til að sú draumsýn rætist,“ segir Aldís. Aldís segir fyrirtæki einnig nýta sér teymismarkþjálfun í auknum mæli til að stilla saman strengi starfsfólks, marka stefnu, stuðla að aukinni vellíðan starfsmanna, betri vinnustaðamenningu og auknum afköstum. Aldís heldur fjölda fyr- irlestra og námskeiða sem tengj- ast markþjálfun. Fyrirlesturinn ,,Leynivopn leiðtogans“ er ætlað- ur stjórnendum fyrirtækja þar sem „Vellíðan í lífi, leik og starfi er forsenda velgengni“ Rætt við Aldísi Örnu um streitu, kulnun og andlega heilsu. Aldís Arna Tryggvadóttir markþjálfi hjá Streituskólanum. Ólafur heldur hér fyrirlestur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.