Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Síða 19

Skessuhorn - 15.04.2020, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 19 hún kennir grunntækni í markþjálf- un fyrir betri samskipti, samstarf og árangur. Í fyrirlestrinum ,,Hvað viltu? Vegferð að vellíðan og vel- gengni“ hjálpar hún einstaklingum að skilgreina hvað það raunverulega vill í lífinu. Þá er námskeiðið „Ró í ólgusjó – láttu þér líða vel“ snið- ið að ástandi líðandi stundar þar sem Aldís deilir ráðum um hvernig komast megi í gegnum tímabil ótta, óvissu og streitu með lífsgleði að leiðarljósi. Lögmálið um lífsgæðin ,,Sá sem er heill heilsu á sér marga drauma en sá sem missir heilsuna á sér aðeins einn draum: Að ná aftur heilsu. Sjúkleg streita er átakanleg- ur heilsubrestur. Það sem oft tefur fyrir bata er að streitan er lúmsk og það getur tekið fólk langan tíma að viðurkenna fyrir sjálfu sér og öðr- um að um vandamál sé að ræða. Fólk fer í gegnum visst sorgarferli er það áttar sig á að það hefur ekki heilsu til að gera allt það sem áður var mögulegt. Það getur tekið þá sem veikjast af sjúklegri streitu allt frá hálfu ári upp í sex ár að jafna sig,“ segir Aldís. Hún segir minn- isleysi vera eina helstu birtingar- mynd sjúklegrar streitu. ,,Við eig- inmaður minn hlæjum að því í dag en mér var ekki skemmt eitt sinn er ég spurði manninn minn hvaða hestur þetta væri úti í garðinum okkar. Ég mundi ekkert eftir hest- inum þótt þetta væri annað sumar- ið sem hann var þarna hjá okkur, ég hefði sjálf keypt hann og fundið honum nafn,“ segir Aldís og held- ur áfram: ,,Það er enginn hafinn yfir hið svokallaða ,,lögmál um lífs- gæðin“: Of mikið álag í of langan tíma þar sem kröfur eru umfram getu og stjórn og hvíld ónæg veld- ur fólki, óháð stétt og stöðu, alvar- legri streitu. Það sem ég veit í dag, en vissi ekki þá, er að það er tiltölu- lega auðvelt að koma í veg fyrir al- varlega streitu með fræðslu og for- vörnum. Sumum finnst það enn feimnismál að leita til fagaðila til að vernda og efla geðheilsuna en þetta hefur sem betur fer breyst hratt hin síðari ár.“ Fræðsla til forvarna - þín heilsa er ekki þitt einkamál „Starf okkar í Streituskólanum snýst um að auka meðvitund um streitu og vellíðan og þar með minnkar veikindafjarvera - fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu til hagsbóta. Frá upphafi hefur Streituskólinn þjónustað 300 fyr- irtæki og frætt rúmlega 10.000 manns. Útibú frá skólanum var opnað á Akureyri í fyrra en með opnun Streituskólans á Vesturlandi færum við þjónustuna nær íbúum landshlutans,“ segir Aldís. En upp á hvað er boðið hjá Streituskól- anum? „Við störfum sem fjölfag- legt teymi sérfræðinga sem þjón- ustar fólk og fyrirtæki sem vill hlúa að andlegri heilsu. Við gerum það fyrst og fremst með fræðslu til for- varna. Ótrúlegt er hvað fólk getur lært af aðeins einum fræðslufyrir- lestri ef það fylgir ráðleggingum okkar í kjölfarið. Fræðsla er besta forvörnin. Brýnt er að fólk átti sig á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu því að heilsan er ekki okkar einkamál. Við þurfum að vera til staðar fyrir marga sem er annt um okkur. Við tölum um einn á móti fimmtíu; þegar einn verður fyrir heilsubresti hefur það mögu- lega áhrif á fimmtíu aðra, ef ekki fleiri. Það geta verið fjölskyldu- meðlimir, vinir og vinnufélagar. Í þessari stöðu getur myndast dep- urð, kvíði og jafnvel þunglyndi sem er ein algengasta ástæða veikinda- fjarveru á vinnumarkaði. Það er því til mikils að vinna,“ segir Aldís. Fjárfesting til farsældar Streituskólinn gerir fyrirtækja- samninga við fyrirtæki þar sem boðið er upp á ákveðna grunnþjón- ustu með fræðslu- og forvarnar- áætlunum gegn streitu, vanlíðan og samskiptavandamálum hvers kon- ar. Hægt er að bæta við þjónustuna aukinni ráðgjöf til stjórnenda og auknum stuðningi við starfsmenn með streituráðgjöf, markþjálfun eða handleiðslu. „Þannig léttum við á álaginu á stjórnendum með því að styðja við vöxt, vellíðan og velgengni starfsmanna. Starfsfólk á misgott með að tjá sig við yfirmenn og samstarfsmenn og því er það ákjósanlegt fyrirkomulag að hitta fagaðila á hlutlausum vettvangi í trúnaði. Vinnan og einkalíf fólks hangir saman og það að greiða fyrir fræðslu sem þessa eða andlega efl- ingu fyrir starfsfólk skilar sér alltaf til baka í fyrirtækið, þótt viðkom- andi nýti samtalið til að tala um allt annað en vinnuna. Flest fyrirtæki styrkja líkamsrækt starfsmanna og að sama skapi þykir orðið sjálfsagt að fjárfesta í vellíðan mannauðs- ins því að stjórnendur sjá árangur- inn af því. Samkvæmt rannsóknum skilar hver króna sem fjárfest er í forvörnum sér átta sinnum til baka til samfélagsins í formi lægri kostn- aðar og aukinnar framlegðar. Vel- líðan starfsfólks er forsenda starfs- ánægju sem er forsenda þess að fyr- irtækjum gangi vel. Þetta er ósköp einfalt: Til að ganga vel þarf okkur að líða vel og velviljaðir stjórnend- ur eru meðvitaðir um það,“ segir Aldís. Vöxtur, von og vellíðan Forvarnargildin vöxtur, von og vellíðan endurspegla þá þjónustu sem Streituskólinn veitir: „Vöxt- ur stendur fyrir að við hjálpum einstaklingum að blómstra. Von stendur fyrir vonina um aukinn ár- angur og betra líf. Vellíðan er svo það sem kemur í kjölfarið. Við vilj- um leggja okkar af mörkum til þess að hækka hamingjustigið í heimin- um,“ segir Aldís ánægð. „Ég hvet stjórnendur fyrirtækja til að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki sínu og fjárfesta í vellíðan þess. Það er fjárfesting en ekki kostnaður því að mannauðurinn er dýrmætasta auðlind sérhvers fyrirtækis,“ segir hún. En getur fólk komið til þeirra á eigin forsendum? „Já, við tök- um á móti öllum og þá er í mörg- um tilfellum hægt að fá endurgreitt frá stéttarfélagi sínu og mælum við með að fólk skoði það,“ segir Al- dís. Eins og fram hefur komið hefur Streituskólinn opnað útibú á Vest- urlandi en í ljósi aðstæðna er ekki hægt að taka á móti fólki í nýju útibúi strax. „Öll okkar þjónusta fer núna fram í gegnum netið. Við höldum fyrirlestra með fjarfræðslu og tökum fólk í fjarviðtöl eða ræð- um við það í síma. Sumum finnst þessi kostur þægilegri en að þurfa að mæta eitthvert. Þegar ástandið í samfélaginu lagast aftur munum við opna formlega skrifstofu í Borgar- nesi,“ segir Aldís. Það er hægt að senda tölvupóst á aldisarna@stress. is til að fá frekari upplýsingar. arg/ Ljósm. aðsendar Frá fyrirlestri með slökkviliðinu. Aldís og Ólafur Þór Ævarsson stofnandi Streituskólans.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.