Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Page 22

Skessuhorn - 15.04.2020, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202022 Sýning um sjókonur á Snæfellsnesi og Breiðafjarðareyjum verður sett upp á Snæfellsnesi sumarið 2020. „Tíminn í samkomubanni verður notaður til að safna viðbótarupplýs- ingum um valdar konur og leita eft- ir heimildum um konur sem rann- sókn Margaret Willson og hennar aðstoðarfólks náði ekki til,“ segir á Facebook síðu sem sett hefur ver- ið upp um væntanlega sýningu. Til að undirbúa sýninguna hafa valist í vinnuhóp fulltrúar sjávarbyggð- anna á Snæfellsnesi; þær Hjördís pálsdóttir safnstjóri í Norska hús- inu í Stykkishólmi, Rebekka Unn- arsdóttir verkefnastjóri Átthag- astofu, Sunna Njálsdóttir forstöðu- maður Bókasafns Grundarfjarð- ar og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins. Til stendur að setja upp sýningu byggða á rannsókn mannfræðings- ins Margaret Willson sem lesa má um í bók hennar, Seawomen of Ice- land: Survival on the Edge. „Það var ekki síst á Snæfellsnesi sem við- mælendur og heimildir greindu frá ótrúlegum fjölda kvenna sem sóttu sjóinn í Dritvík og á Breiðafirði. Nú viljum við bæta við sögum, mynd- um og hlutum sem tengjast sjókon- um á Snæfellsnesi og á Breiðafirði,“ segir á síðunni Sjókonur á Snæfells- nesi. Þekkt fyrir jafnrétti og útveg Konur höfðu lengst af verið lítt áberandi í skrifum um sögu sjó- sóknar á Íslandi. Þetta breytt- ist hins vegar þegar bókin Seawo- men of Iceland: Survival on the Edge eftir Margaret Willson kom út. Í bókinni, sem hlaut nokkra at- hygli, fjallaði Margaret á ítarlegan og líflegan hátt um sjósókn kvenna í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Bókin byggði á yfirgripsmiklu safni heim- ilda sem Margaret og aðstoðar- maður hennar söfnuðu saman víða um land, m.a. á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð, þar sem sjávarútvegur á sér sterka hefð. Sjálf segir hún að einlæg forvitni hafi rekið sig af stað til að rannsaka þetta viðfangsefni því Íslandi væri þekkt fyrir jafnrétti og sterka sjávarútvegshefð. Í Sjó- mannablaði Skessuhorns árið 2017 ræddi Heiðar Lind Hansson sagn- fræðingur og blaðamaður á Skessu- horni við þessa bandarísku fræði- konu sem sjálf sótti sjóinn á sín- um yngri árum. Sökum þess að nú er unnið að uppsetningu sýningar sem byggir á fræðistarfi Margaret- ar rifjum við hér upp brot úr viðtali Heiðars við Margaret Willson. Áhuginn kviknaði á Stokkseyri Í viðtalinu sagði Margaret að áhugi sinn á sjókonum í sjávarútvegi á Ís- landi hafi kviknaði í heimsókn sinni hingað til lands árið 1999. Í ferð- inni heimsótti hún Stokkseyri og hafi vinkona hennar sem var með í för sýnt henni minnismerki um Þuríði Einarsdóttur skipstjóra eða „Þuríði formann” eins og hún hef- ur stundum verið kölluð. Þuríður var uppi á árunum 1777 – 1863 og var þekkt og virt aflakló á sinni tíð. Þessi heimsókn varð alger vakning fyrir Margareti og segir hún að sér hafi fundist verulega athyglisvert að sjá að konu væri minnst fyrir sjó- mennsku frá þessum tíma. Hún bætir því við að áhuginn hafi ekki síst komið til vegna síns eigin bakgrunns. Margaret hefur sjálf unnið sem sjómaður en hún er frá litlum sjávarútvegsbæ í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hún kann- ast því vel við lífið í kringum sjóinn. Nítján ára gömul fór hún á flakk um heiminn sem endaði á því að hún réði sig sem háseta á hákarlaveiði- skipi í Ástralíu. Þar fór hún einn- ig á humarveiðar. Sjávarútvegur í Ástralíu er alger karlastétt líkt og á flestum stöðum í heiminum. Hún kveðst hins vegar hafa verið vel tek- ið um borð þegar eftir því var tekið að hún kunni vel til verka. Eftir dá- góðan tíma á sjónum lá leiðin í há- skóla þar sem Margaret lagði stund á mannfræði. Hún var fræðimaður við Washington háskóla í Seattle í Bandaríkjunum þegar viðtalið var tekið fyrir fjórum árum. Frásagnir af formæðrum Margaret hóf rannsókn sína hér á landi árið 2009 og varð vel ágengt í söfnun heimilda. Hún segir að það hafi verið merkilegt að sjá hversu Íslendingar hafa varðveitt vel sögu sína og hversu mikið var til af rit- uðum heimildum í skjalasöfnum landsins. Hún var svo lánsöm að fá góða aðstoð við rannsóknina ekki síst við heimildaleit og þýðingar. Þá er hún búin að hitta á fjórða hundr- að viðmælanda sem eru búsettir um allt land. Flestir þeirra voru konur. Munnlegu heimildirnar skiptu máli og fengust frásagnir af formæðrum sem fóru í róðra ásamt frásögnum frá sjómannsferli margra kvenna sem siglt hafa á miðin á síðustu ára- tugum. Margaret segir viðtökurn- ar hafa verið ómetanlegar, en hún dvaldi nokkuð á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð í heimildaleit sinni. Útræði ábatasamara en landbúnaður Rannsóknir hennar leiddu í ljós að hundruð kvenna fóru í róðra á Ís- landi á 18. og 19. öld og er líklega um að ræða nokkuð hátt hlutfall af sjómönnum þess tíma. Margaret segir það hafa verið athyglisvert að komast að því að slíkur fjöldi kvenna sótti sjó, en vísbendingar komu fram í skjölum og heimilda- söfnum, m.a. heimildum um sjó- slys. Hún segir að ástæðurnar fyrir því að konur sóttu sjóinn hafi ver- ið margþættar. Til dæmis hafi út- ræði verið mun ábatasamari iðja en landbúnaður og því eftirsóknarvert fyrir bændur að gera út bát eða að senda vinnufólk sitt á vertíð. Önn- ur skýring gæti verið sú að fámenn- ið á Íslandi hafi ýtt undir það að konur sóttu sjóinn því landsmenn voru um og yfir 50 þúsund á þess- um tíma. Hlutur kvenna og karla jafn! Eitt athyglisverðasta skjalið sem Margaret fræddist um í rannsókn sinni var tilskipun sem Danakon- ungur setti árið 1720. Hún kvað á um það að vinna kvenna við karla- störf á borð við sjóróðra og slátt ættu að meta jafnt til launa. Marg- aret segir að þetta hafi komið nokk- uð á óvart. Þetta þýddi að hlutur kvenna og karla var jafn í róðrum sem er merkilegt fyrir það jafnrétti sem virðist hafa ríkt í sjávarútvegi á þessum tíma. Hlutur hjúa rann þó til húsbænda þeirra, svo ekki var þar með sagt að konur sjálfar nytu góðs af hlut sínum. Var ólétt í róðri í Dritvík Það gat verið eftirsóknarvert fyrir konur að komast á vertíð og nefnir Margaret verstöðina Dritvík á Snæ- fellsnesi sem dæmi í bók sinni. Þar var ein fengsælasta verstöð Íslands fyrr á öldum. Í Dritvík er náttúruleg lending fyrir báta og gott skjól við klettana. Frá Dritvík var því gott útræði og skammt frá ströndu voru fengsæl fiskimið. Margar heim- ildir segja frá því að fólk hafi al- mennt talið að vegna náttúrulegra aðstæðna hafi Dritvík haft sitt eigið loftslag sem var ögn hlýrra en ann- ars staðar á Snæfellsnesi. Í bókinni tekur Margaret dæmi af Guðrúnu Einarsdóttur frá Svefn- eyjum á Breiðafirði sem var nokkrar vertíðir í Dritvík. Guðrún var fædd 1814 og varð 100 ára gömul. Hún var vinnukona í Svefneyjum og fór í sinn fyrsta róður 11 ára gömul. Síðar komst hún til Dritvíkur og var þar í sjö vertíðir ásamt mörgum konum. Síðustu vertíðina var Guð- rún ólétt og tveimur vikum eftir að vertíðinni lauk kom barnið í heim- inn. Þetta tók á og segir Margaret þrautseigju Guðrúnar dæmi um hversu eftirsóknarvert það gat þótt að vera í verinu. Vonast eftir íslenskri þýðingu Tæknibreytingar í sjávarútvegi um aldamótin 1900 breytti miklu fyrir konur, fyrst með þilskipaútgerð og síðar með togaravæðingunni. Af- leiðing af því var að árabátaútgerðin lagðist af og sömuleiðis fornar ver- stöðvar á borð við Dritvík. Margaret segir að öll nývæðingin sem hlaust af tæknibreytingunum um aldamót- in 1900, þéttbýlismyndun og sjálf- stæðisbarátta Íslands, hafi gert það að verkum að hlutverk kvenna í þjóðfélaginu breyttist. Meginhlut- verk þeirra var að vera húsmóð- ir og annast heimilið. Þessi viðhorf tóku ekki að breytast fyrr en á síðari hluta 20. aldar. mm/hlh Undirbúa sýningu um sjókonur á Snæfellsnesi Búð Þuríðar Einarsdóttir, Þuríðar formanns, á Stokkseyri. Híbýli eins og Þuríðar- búð voru vistarverur vinnufólks í verstöðvum umhverfis landið. Ljósm. Flosi Hrafn Sigurðsson. Málverk Bjarna Jónssonar listmálara af Halldóru Ólafsdóttur formanni og áhöfn hennar á Breiðafirði. Halldóra var ein af mörgum íslenskum konum sem fóru í róðra fyrr á öldum en hún stundaði veiðar á Breiðafirði um miðja 18. öld. Málverkið er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands og birt með leyfi þess. Dritvík á Snæfellsnesi var ein fengsælasta verstöð landsins fyrr á öldum. Margar konur sóttust eftir því að komast þangað á vertíð. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Margaret Willson hér stödd á Íslandi. Hér á síðunni er rifjaður upp hluti af viðtali við hana sem birtist í Skessuhorni 2017.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.