Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202026
„Ég er afar stoltur að fá að starfa
fyrir jafn gamalgróið og sigursælt
knattspyrnufélag og ÍA,“ segir Geir
Þorsteinsson í samtali við Skessu-
horn. Hann var seint í síðasta mán-
uði ráðinn í starf framkvæmdastjóra
knattspyrnufélags ÍA. Hann hefur
þegar hafið störf hjá félaginu og er
búinn að koma sér fyrir á skrifstof-
unni að Jaðarsbökkum á Akranesi.
Geir þarf vart að kynna fyrir
knattspyrnuáhugafólki. Hann hef-
ur starfað innan knattspyrnuhreyf-
ingarinnar um áratuga skeið. Eftir
áratug sem mjög virkur þátttakandi
í starfi KR hóf hann störf á skrif-
stofu Knattspyrnusambands Íslands
í ársbyrjun 1993. Hann varð síðar
framkvæmdastjóri frá 1997 til 2007
og loks formaður til tíu ára, eða til
ársins 2017. Sama ár var hann kjör-
inn heiðursformaður KSÍ á ársþingi
sambandsins, eftir 25 ára starf inn-
an KSÍ. Undanfarin ár hefur hann
starfað við ráðgjöf og þróunarstarf
fyrir Alþjóðaknattspyrnusamband-
ið og Knattspyrnusamband Evr-
ópu, mest í Asíu og Eyjaálfu, en nú
er hann snúinn aftur í íslenska bolt-
ann. Og þrátt fyrir að taka við starfi
framkvæmdastjóra knattspyrnu-
félags ÍA á undarlegum og um margt
erfiðum tímum fyrir íþróttafélög-
in í landinu rétt eins og þjóðfélag-
ið allt, er metnaðurinn engu minni.
Geir vill ná árangri í starfi og vill að
áður en langt um líður verði knatt-
spyrnulið ÍA í hópi þeirra allra, allra
bestu á landinu á nýjan leik. Skessu-
horn ræddi við Geir rétt fyrir páska
um farinn veg, íslenska boltann,
nýja starfið og framtíð knattspyrnu-
félags ÍA.
Krefjandi tímar
„Ég hef starfað í knattspyrnunni
meira og minna alla tíð. Mér líst vel
á nýtt starf þó vissulega séu krefj-
andi tímar núna. Það breytir því
ekki að það er alltaf skemmtilegt að
vera í boltanum,“ segir Geir en fer
þó ekki ofan af því að rekstur knatt-
spyrnufélags ÍA, rétt eins og ann-
arra íþróttafélaga, gæti reynst þung-
ur á árinu. „Áður en samkomubann
var sett á og allt það stefndi þeg-
ar í erfitt ár rekstrarlega. Rekstur-
inn gekk illa í fyrra, mjög illa meira
að segja og alveg rétt að segja það
bara eins og það er. Félagið tap-
aði miklum peningum á rekstrin-
um. En á móti kemur að félagið
er ekki mjög skuldsett, sem betur
fer,“ segir hann. „En almennt séð
held ég að staðan hafi aldrei ver-
ið eins svört í rekstri íþróttafélaga
og nú. Það verður þá að leita langt
aftur,“ segir Geir. „Útlitið er miklu
dekkra en eftir hrunið að mínu viti.
Staða íþróttafélaga mótast auðvitað
af því að ef litið er til viðskiptalífs-
ins og rekstrarumhverfisins erum
við neðsta lagið, við treystum á það
sem er fyrir ofan, fyrirtækin. Þeg-
ar þrengir að hjá þeim getur það
reynst okkur erfitt líka. Framlög til
íþróttahreyfingarinnar eru oft með
því fyrsta sem er skorið niður þegar
harðnar á dalnum hjá fyrirtækjum.
Því miður,“ segir hann.
Íþróttafélög mikilvæg
samfélaginu
Til marks um óvenjulegar aðstæður
nefnir Geir að aldrei áður hafi ver-
ið sett á æfingabann í knattspyrnu.
Hann segir sérstakt að taka við nýju
starfi á tímum sem þessum. Leysa
þurfi fullt af erfiðum verkefnum sem
muni hafa áhrif á marga, sérstak-
lega fjárhagslega. En hvernig getur
íþróttahreyfingin, knattspyrnufélag
ÍA þar með talið, brugðist við þess-
ari stöðu? „Það er eðli þessa rekst-
urs að hann hefur alltaf byggst á og
byggir ennþá á gríðarlegri vinnu
sjálfboðaliða. Með mikilli fórnfýsi
og vinnu félagsmanna munum við
ná okkur út úr þessu. Auk vonandi
öflugs stuðnings okkar stuðnings-
manna og bæjarfélagsins. Þannig
verður þetta að bjargast,“ segir Geir
og heldur áfram. „Því mikilvægi
íþróttafélaga í samfélaginu hefur
að mínu viti vaxið í gegnum tíð-
ina og líklega aldrei verið meira en
nú. Við erum með miklar kvaðir á
okkur varðandi skipulag og faglega
stjórnun barna- og unglingastarfs.
Í ofanálag hefur knattspyrnufélag
ÍA mikinn metnað í sínu barna- og
unglingastarfi, sem er vel þekkt,
að hér verði til góðir knattspyrnu-
menn,“ segir hann. „Við sinnum
þannig mikilvægu hlutverki í bæj-
arfélaginu fyrir yngstu kynslóðina.
Og almennt mikilvægi íþróttastarfs
er miklu meira en áður, vegna þess
að samfélagið hefur breyst mik-
ið. Íþróttir eiga í samkeppni við
aðra afþreyingu, þar sem er kannski
mikil kyrrseta. En mikilvægi þess að
börn og unglingar hreyfi sig hefur
ekki minnkað. Þegar foreldrar líta
til þess hvernig samfélagið er orð-
ið þá er stór þáttur, að mínu viti, í
uppeldi barna að sjá til þess að þau
séu í einhvers konar hreyfingu. Þá
getur fólk á Akranesi gengið að því
vísu að þau börn sem eru í fótbolt-
anum fái góða hreyfingu og góðan
skóla,“ segir hann.
Mikil vinna að
vera leikmaður
Þegar kemur að meistaraflokkun-
um hefur líka ýmislegt breyst frá
því sem áður var. „Hvort sem er í
meistaraflokki karla eða kvenna er
nánast fullt starf að vera leikmaður.
Hér er æft meira og minna allt árið.
Oft fær fólk enga frídaga svo mán-
uðum skiptir, það eru alltaf æfing-
ar, leikir eða fundir. Með þessu eru
menn og konur í námi eða vinnu,“
segir Geir. „Að ætlast til þess að
einhverjir leggi allt þetta á sig án
þess að fá umbun er mjög erfitt,
þannig að fólki er umbunað fyrir.
Þannig verðum við að reka svona
knattspyrnulið til að ná árangri.
Leikmenn munu núna verða fyr-
ir miklum áhrifum og tekjuskerð-
ingu vegna ástandsins, það er al-
veg ljóst. En með réttu hugarfari,
samstöðu leikmanna, stuðnings-
manna, stjórnar og bæjarfélagsins
alls þá munu við vinna okkur út úr
þessu. Það er klárt mál,“ segir Geir
sem telur að til þess séu allir af vilja
gerðir. „Ég finn ekki annað en mjög
jákvæða strauma hér innan félags-
ins, þó á móti blási. Það er mikil-
vægt að gleyma því ekki að þó stað-
an sé svört núna þá mun birta til,“
segir hann.
Þarf breidd í félögin
Geir er alinn upp í Vesturbæ Reykja-
víkur og lék knattspyrnu með KR
sem barn og unglingur. „Ég æfði
og lék upp alla yngri flokkana hjá
KR. Ég var mjög ungur beðinn að
taka að mér dómgæslu og svo að
þjálfa, var bara 16-17 ára gamall.
Svo ekki mikið seinna var ég kom-
inn í pappírsvinnuna hjá félaginu,“
segir hann og hlær við. „Þarna fékk
ég óbein skilaboð um að framtíð
mín væri ekki inni á vellinum,“ seg-
ir hann léttur í bragði. „En þetta
sýnir líka hvað er mikilvægt að hafa
breidd í félögum. Leikmenn eru
öfundsverðir að því leytinu til að
þeir fá að gera það skemmtilegasta
innan knattspyrnuhreyfingarinn-
ar; að spila leikinn. Það er ekkert
skemmtilegra en það. Á eftir kem-
ur svo þjálfun og kannski dómgæsla,
sem eru hluti af leiknum sjálfum
en með öðrum hætti þó. Það vilja
allir vera hluti af leiknum. En svo
þurfum við bara fullt af öðru fólki
í félagsstarfið, ýmis sjálfboðaliða-
störf og stjórnunarstörf til að láta
þetta ganga upp, svo leikurinn sem
er svo skemmtilegt að spila og fylgj-
ast með geti farið fram,“ segir Geir.
Skýr sýn og trú
á verkefnið
Geir gegndi ýmsum stjórnunar-
störfum hjá KR, meðal annars sem
framkvæmdastjóri áður en hann
söðlaði um og hóf störf hjá KSÍ.
„Ég var mjög virkur í starfi KR í
svona áratug eða svo. Síðan fór ég
til KSÍ um áramótin 1992/93 og þá
hófst 25 ára ferill þar, sem var mjög
skemmtilegur. Þar starfaði ég með
frábæru fólki í stjórninni við að
„Við viljum vera í fremstu röð í fótboltanum“
- segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA. Ljósm. úr safni/ KFÍA.
Skagamenn fagna fyrir framan fullri stúku á Akranesi á síðasta keppnistímabili.
Skagakonur fagna marki á Akranesvelli síðasta sumar.