Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 15.04.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 2020 21 Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla. is. Félagið er rekið í sjálfboðaliða- starfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu. Á síðunni má nálgast upplýs- ingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. „Nú sem aldrei fyrr er sérlega mikilvægt að hlúa að geð- heilsunni, þekkja helstu einkenni geðraskana og vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni eru allar þessar upplýsingar sett- ar fram með skýrum hætti og á mannamáli. Síðan er líka í boði á ensku og pólsku en þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga er oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úr- ræði á öðrum tungumálum en ís- lensku,“ segir í tilkynningu. Hluti síðunnar er tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skóla- starfsmönnum og þar eru leið- beiningar til að opna á umræðu við ungmenni um þessi mál með markvissum hætti og veita þeim geðfræðslu. „Slík fræðsla er mikil- væg fyrir ungt fólk og samfélagið allt. Hún getur aukið vitneskju, dregið úr fordómum, dregið úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta þegar þau upplifa and- lega erfiðleika. Í kjölfar útgáfunnar birti fé- lagið, ásamt Landssamtökum ís- lenskra stúdenta og Sambandi ís- lenskra framhaldsskólanema, ákall þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni til að ræða geðheilsu við ung- menni, kynna fyrir þeim einkenni helstu geðraskana og þau úrræði sem standa til boða á Íslandi. Geðfræðsla er ekki fastur liður af skólastarfi á neinu skólastigi á Ís- landi og því vilja félögin biðja for- eldra að sinna geðfræðslu, svo ungu fólki á Íslandi sé tryggð sú nauðsynlega fræðsla. Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikil- vægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“ Félagið hvetur alla til að vera hugaðir, fræðast um geðheilsu og ræða hana heima! mm Bætt geðheilsa er gulli betri - Ný vefsíða Hugrúnar komin í loftið enn eina ferðina: „Hvað gerð- ist núna,“ spyr Jói. „Bremsurnar eru eitthvað bilaðar,“ segir Jóna. „Geturðu sótt mig?“ „Hvar ertu?“ „Ég er í Bónusvídeó,“ svarar Jóna. „Og bíllinn?“ „Hann er hérna með mér…“ (Emma Vídó) Nokkrir stuttir frá Láru Magg: Karíus og Baktus eru komnir úr þjóðkirkjunni - og komnir í munn- söfnuð. 78% slysa gerast á heimilum. Loksins komu eitthvað uppörv- andi fréttir fyrir heimilislausa. Þökk sé skokkinu og líkams- ræktinni að nú deyr fólk heilbrigð- ara en áður. Fór út klukkan 6 í morgun og allt hélað á jörðinni. Rak þá aug- un í bók sem hafði frosið föst við gangstéttina. Horfði um stund á þetta og áttaði mig svo á því að þetta hlyti að vera óþýdda útgáf- an. Keypti um daginn stórt læri í Krónunni. Það rýrnaði svo mikið í ofninum að dugði varla í mat- inn fyrir tvo. Fyrr í sumar hafði ég keypt ullarsokka sem ég setti í þvottavélina og þurrkarann. Þeir minnkuðu um helming við það. Gæti þetta verið af sömu rollunni? Ungi kaupfélags- maðurinn Sigfús, nemandi úr Samvinnu- skólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona al- vöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarð- ar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ung- ur og óreyndur og ákvað að taka Fúsa til reynslu. Hann sagði hon- um að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöld- ið og athuga hvernig hefði geng- ið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. „Bara einn,“ sagði Fúsi. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. „Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund,“ svaraði Fúsi. „Hvað seldirðu hon- um eiginlega,“ spurði kaupfélags- stjórinn hissa? „Jú, sjáðu til,“ sagði Fúsi. „Fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðl- ungsstóran öngul, þá stóran öng- ul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatn- inu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuin- um sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýj- an Land-Róver.“ Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum sem sagði: „Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öng- ul og þú selur honum bæði bát og bíl!“ „Nei, nei,“ sagði Fúsi. „Hann kom hingað til að kaupa dömu- bindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða.“ (Hilmar Sigv.s.) Tvö pund Gamall maður kemur inn í mat- vöruverslun og snýr sér að af- greiðslustúlkunni og segir: „Góð- an daginn, ég ætla að fá tvö pund af kaffi.“ Stelpan flissar og segir: „Við köllum það nú kíló nú til dags.“ „Nú svo,“ segir sá gamli. „Þá ætla ég að fá tvö pund af kíló.“ (Þorl. Geirs) Saman að lokum Hún giftist og eignaðist 13 börn, þá dó eiginmaðurinn. Hún giftist aft- ur og eignaðist sjö börn og aftur dó eiginmaðurinn. Hún giftist þeim þriðja og fimm börn bættust við. Eftir farsæla og langa æfi dó hún og skildi eftir sig 25 afkvæmi. Stand- andi við kistuna mælti presturinn: „Þakka þér Guð fyrir þessa ástríku konu en nú að lokum eru þau sam- an.“ Einn syrgjenda á næsta bekk hallaði sér fram og spurði vin sinn: „Er hann að tala um fyrsta, annan eða þriðja eiginmanninn?“ Vinur- inn svaraði: „Nei, hann er að tala um lærin á henni.“ (Hrafnh.Harðar) Kemur innanfrá Lísa fer á málverkarsýningu í fyrsta skipti á ævinni og er að skoða mál- verkin. Fyrsta málverkið sem hún sér er svartur bakgrunnur með gul- um slettum hér og þar. Það næsta er dökkgrátt með fjólubláum slett- um hér og þar. Hún gengur að málaranum og segir: „Ég skil ekki málverkin þín!“ „Listaverkin mín koma innan frá,“ útskýrir málarinn háfleygur. „Hefurðu prófað maga- sýrutöflur?“ (Emma Vídó) Prófið Lögreglumaðurinn var að þjálfa þrjár ljóskur sem voru að reyna að komast inn í rannsóknarlögregl- una. Til að prófa hversu hæfar þær eru að þekkja grunaða, sýnir hann þeim mynd af glæpamanni í fimm sekúndur og felur hana síðan. Svo spyr hann fyrstu ljóskuna: „Hvern- ig myndir þú þekkja þann grunaða aftur?“ „Það er nú auðvelt, því hann er bara með eitt auga,“ seg- ir hún. „Það er nú bara af því að myndin er tekin af honum á hlið,“ segir lögreglumaðurinn. Lögreglu- maðurinn prófar síðan næstu ljósku og spyr hana hvernig hún myndi þekkja þann grunaða. Ljóskan flissar og segir: „Það verður nú auðvelt, því hann er bara með eitt eyra!“ Nú fýkur í lögreglumann- inn: „Hvað er að? Hann er bara með eitt eyra vegna þess að myndin er tekin á hlið! Er þetta það besta sem þér datt í hug?“ Það er komið að þriðju ljóskunni. Lögreglumað- urinn prófar hana eins og hinar tvær en bætir við: „Og hugsaðu þig nú vel um áður en þú kemur með einhver heimskuleg svör!“ Ljóskan lítur á myndina, hugsar sig vel um og segir síðan: „Sá grunaði geng- ur með linsur!“ Lögreglumaðurinn er gáttaður, því hann vissi ekki einu sinni sjálfur hvort sá grunaði gengi með linsur. „Þetta er áhugavert,“ segir hann; „hinkraðu á meðan ég athuga hvort þetta er rétt hjá þér.“ Skömmu seinna kemur hann bros- andi út að eyrum. „Það er aldeilis! Ég trúi þessu varla, en þetta var rétt hjá þér. Sá grunaði gengur í alvör- unni með linsur. Vel gert. Hvernig tókst þér að komast að því með því að líta svona örsnöggt á myndina?“ „Það er nú auðvelt,“ svarar ljósk- an. „Hann getur ekki gengið með venjuleg gleraugu, því hann er bara með eitt eyra og eitt auga.“ (Emma Vídó) Áttu ekki fyrir henni! Þorsteinn Þorsteinsson hét mað- ur. Lengi verkamaður á Akranesi. Eitt sinn hafði hann verið við störf hjá vinnuveitanda sem eins og geng- ur var ekki ofhlaðinn af þessa heims auðæfum og fengið greitt með ávís- un svo sem algengt var á þeim tíma. Nú Steini fór svo með ávísunina í Sparisjóð Suður-Borgfirðinga sem þá var og hugðist innleysa hana en er þá sagt að það sé ekki hægt þar sem ekki sé til innistæða fyrir henni. Þor- steini þótti þetta slæmt en misskildi aðstæðurnar örlítið og segir stundar- hátt um leið og hann gengur út; ,,Er það nú sparisjóður. Eiga ekki fyrir einni ávísun.“ (Dagbj.Dagbj.s) Faðir vor Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri þurfti eitt sinn að gegna meðhjálparastörfum í Hvanneyrar- kirkju og var að byrja að lesa faðir- vorið þegar ungur sonur hans, sem var eitthvað ókyrr í kirkjunni, byrjaði að príla upp í gráturnar. ,,Faðir vor. - Hvað ert þú að fara góði minn Þú sem ert á himnum - Viltu fara nið- ur strax!“ (Dagbj.Dagbj.s) Látinn Guðmundur á Hvanneyri tók saman 90 ára sögu Hvanneyrarskóla og þar með yfirlit yfir nemendur og störf þeirra. Í mörgum tilfellum hringdi hann í viðkomandi til að afla sér upplýsinga. Nú bar svo við að hann hringdi í góðbónda á Vesturlandi og hittist þannig á að hann hringdi á réttardaginn. Húsfreyja svaraði í símann og var eitthvað stutt í spuna og þegar Guðmundur spyr eftir bóndanum var svarið: „Ja, hann ligg- ur nú dauður inni í rúmi“. „Votta þér innilega samúð,“ segir þá Guðmund- ur. Þegar bókin kom út stóð við nafn viðkomandi bónda: „Látinn“. Við- komandi er að vísu látinn núna, en mjög nýlega. (Dagbj.Dagbj.s) Það var vor í lofti síðastaliðinn fimmtudag, á skírdag. Landsmenn nýttu það margir og gengu um þekktar gönguleiðir en aðrir héldu á fáfarnari slóðir. Flestir virtust gæta þess vel að halda sig fjarri öðru fólki, enda rík áhersla lögð á að fólk virði fjarlægðarmörk og tillit til samborg- aranna á tímum smithættu. Með- fylgjandi myndir voru teknar þenn- an fallega dag. mm/ Ljósm. Helena Guttormsdóttir Vorblíða á skírdegi Akrafjall skartaði sínu fegursta. Þessi fjölskylda kom sér vel fyrir á Langasandi og nýtti vel tímann sem fjaran leyfði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.