Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2020, Page 14

Skessuhorn - 15.04.2020, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 15. ApRÍL 202014 Lífið í Covid 19 Helga Sjöfn Ólafsdóttir í Grundarfirði „Ég held þetta komi líka til með að kenna okkur þakklæti“ Hjá Helgu Sjöfn hafa aðstæður kórónuveirunn- ar orsakað tölu- verðar breyting- ar í daglegu lífi. Þegar Skessuhorn heyrði í henni var hún þó mjög brött og jákvæð þrátt fyrir allt. „Mað- ur hefur eigin- lega þurft að læra upp á nýtt hvernig eigi að gera hlut- ina en það geng- ur ágætlega hjá mér,“ segir hún. Helga Sjöfn var vön að fara í líkamsræktina, spila badminton og blak þrisvar til fjórum sinnum í viku en nú má hún ekki gera neitt af þessu. „Það er mjög skrýtið að geta ekki stundað þessa hreyfingu sem maður er vanur, og bara allt hitta sem maður er vanur að gera. Svo hefur veðrið ekkert verið frábært hér til að fara út að hreyfa sig,“ segir hún. Helga Sjöfn rekur þvottahús og versl- un í Grundarfirði en þar hefur einnig róast töluvert. „Stór hluti af okkar starfi er að þvo rúmföt og slíkt fyrir gistiheim- ilin en núna þegar ferðamennirnir eru ekki þá er lítið að gera í því. Sem betur fer eru fiskvinnslufyrirtækin enn að starfa og við þrífum líka fyrir þau. Svo erum við með byggingarvörur í versluninni og ég finn að fólk er meira að sinna heimilinu þessa dagana, það er að koma og versla hjá okkur ýmislegt til að dytta að og gera fínt heima hjá sér, kannski að klára eitt- hvað sem hefur setið á hakanum lengi. Núna hefur fólk næg- an tíma,“ segir Helga Sjöfn og hlær. Spurð hvort hún sjái eitt- hvað jákvætt við aðstæðurnar segist hún alveg gera það. „Ég held að þetta verði til þess að við gefum okkur meiri tíma til að verja með nánasta fólkinu okkar. Ég held þetta komi líka til með að kenna okkur þakklæti og að við lærum líka betur að meta það sem við höfum, því flest höfum við það bara mjög gott,“ svarar hún. Hinrik Konráðsson í Grundarfirði Finnur mikinn samhug hjá fólki Kórónuveiran hefur haft töluverð áhrif á lífi Hinriks og fjöl- skyldu hans. „Konan mín er deildarstjóri í fjölbrautaskólan- um hér og það er náttúrlega búið að loka öllu þar svo hún er að vinna heima. En við förum að sjálfsögðu bara eftir því sem búið er að biðja okkur um og erum í litlum samskiptum við aðra en okkar allra nánustu. Við förum líka eins sjaldan í búð og við getum og kaupum þá bara meira í einu. Svo er mað- ur ekkert að kíkja í kaffi heim til vina eða neitt slíkt og passar alltaf upp á að halda ákveðinni fjarlægð við fólk þegar mað- ur þarf að eiga við það samskipti,“ segir Hinrik. „Mannlegu samskiptin eru því öll gjörbreytt hjá manni og þessu fylgir frekar mikil einangrun. Maður finnur alveg að maður saknar þess að eiga venjuleg samskipti, eitthvað sem maður tók sem sjálfsögðum áður og spáði kannski ekkert í áður,“ segir Hin- rik og bætir við að stór hluti fjölskyldu þeirra búi í Reykjavík og nú er enginn samgangur milli þeirra. „Við höldum okkur öll bara á okkar svæði. Það var planið að hitta fólkið okkar í sumarbústað um páskana en það verður að sjálfsögðu ekkert úr því, það verða bara allir heima og ferðast innanhúss. En við reynum öll bara að gera gott úr þessu,“ segir hann og bætir við að það sé líka ýmislegt gott við ástandið. „Við höfum til að mynda aldrei verið jafn dugleg að fara út að hreyfa okkur, við konan og krakkarnir saman. Það er náttúrulega engin lík- amsrækt opin núna svo við förum bara öll saman út í göngu- túra á hverjum degi sem við gerðum ekkert áður. Maður reyn- ir bara að sjá þetta jákvæðum augum eins og hægt er þó vissu- lega finni maður alveg að þetta er gríðarleg breyting og það er margt erfitt, helst þá samskiptin við annað fólk. En eins og örugglega flestir aðrir erum við bara að bíða eftir að þetta líði hjá og bíða og sjá hvað kemur næst en það veit enginn neitt. Hinrik er lögreglumaður að atvinnu og segir hann vinn- una einnig hafa breyst mikið á tímum kórónufaraldurs. „Við erum búin að breyta vöktunum og erum núna á þremur í stað tveimur vöktum til að það sé alltaf fólk til að stíga inn í ef ein- hver þarf að fara í sóttkví. En eins og í öllu öðru hafa mannleg samskipti minnkað í vinnunni og við tölum bara saman í síma. En það sem kannski er ágætt í ljósi aðstæðna er að það hefur mikið róast starfið þar sem fólk er almennt minna á ferðinni en áður vegna aðstæðna,“ segir Hinrik og bætir við að það sé þó ýmislegt jákvætt sem hann sjái við ástandið. „Maður finnur mikinn samhug hjá fólki. Það hefur alltaf verið mikill sam- hugur hjá fólki í Grundarfirði en ég held að þetta þétti hópinn enn frekar. Svo held ég að það séu jákvæðar þessar breytingar sem við höfum þurft að venja okkur á varðandi hreinlæti og slíkt til dæmis í eldhúsum og mötuneytum, að fólk sem á ekki erindi þangað inn sé ekki að fara inn. Þetta hefur vakið mann til umhugsunar varðandi hreinlæti almennt litið. Það eru líka töluvert fleiri á ferðinni úti að hreyfa sig enda getur einangr- unin verið svo erfið að fólk verður að komast út í göngutúrinn sinn. Vonandi höldum við þessu áfram þegar þetta er liðið hjá. Hér er meira að segja fólk úti í öllum veðrum,“ segir Hinrik. Björgvin Sævar Ragnarsson í Dalabyggð Lætur eiga sig að vera á óþarfa þvælingi Björgvin er pípulagningameistari og starfar sjálfstætt og vinn- an hefur minnkað eða frestast sökum samkomubanns, þar sem margir eru að fara varlega og takmarka gestakomur. „Ég vinn þó nokkuð fyrir heilsugæslur og hjúkrunarheimili og sú vinna hefur fallið niður, en ég þarf líka að gæta ýtrustu verkárni ef það kemur eitthvað upp á þessum stöðum,“ segir Björgvin þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóðið. Hann bætir við að þau fjölskyldan séu sjálf ekki á neinum óþarfa þvælingi þessa dagana. Björgvin og fjölskylda búa á Emmubergi, en þar er tvíbýlt og er Sigríður konan hans bóndi, ásamt frænda sínum, með blandaðan búskap, bæði kýr og kindur. „Það er náttúru- lega sérsaklega erfitt að þetta komi á þessum árstíma, þegar það er að hefjast sauðburður sem er einna mesti álagstíminn í sveitinni. En við reynum að passa okkur eins og hægt er, fara sem minnst og bara til að gera það allra nauðsynlegasta. Ég er ekki til í að fá þessa veiru á sama tíma og allt álagið er í sauð- burðinum,“ segir Björgvin. Börnin á heimilinu mæta ekki í skólann eins og er heldur fá heimakennslu og segir Björgvin það ganga mjög vel. „Þau eru ótrúlega dugleg miðað við að- stæður. Við reynum að halda stundatöflu eins og hægt er hér heima og svo eru þau að æfa sig að baka kökur og svona eitt og annað skemmtilegt til að stytta sér stundir,“ segir hann og bætir við að börnin séu einnig mjög dugleg að hjálpa til við búskapinn og hafi gaman af því. Aðspurður segist Björgvin ekki sjá margt jákvætt við ástandið, í ljósi þess hversu miklar afleiðingar það hefur fyrir samfélagið og mikil áhrif sem þetta hefur á marga. „Það eru svo margir, eldra fólkið og þeir sem eru veikir fyrir, sem þurfa að loka sig af og hitta kannski ekki neinn í langan tíma og það getur verið ótrúlega erfitt fyrir marga,“ sgir Björgvin. Katrín Lilja Ólafsdóttir í Búðardal Er lítið að stressa sig á aðstæðunum „Það gengur bara ljómandi vel hjá okkur,“ segir Katrín þeg- ar Skessuhorn heyrði í henni hljóðið. „Manni leiðist alveg að geta ekki heimsótt allt fólkið sitt en við getum lítið kvartað. Þetta er í raun bara erfitt hvað varðar fjölskylduna, það er jú minna að gera í vinnunni líka en það skiptir ekki jafn miklu máli og fólkið okkar,“ segir Katrín en hluti af hennar nán- ustu fjölskyldu á heima í Reykjavík. „Ég er ekkert að fara til Reykjavíkur að heimsækja fjölskylduna og svo er maður ekk- ert daglegur gestur í sveitinni hjá tengdaforeldrum mínum því tengdapabbi er orðinn fullorðinn,“ segir Katrín og bæt- ir við að þetta ástand bitni vissulega mikið á öllu félagsstarfi sem liggur niðri núna. „Fjáraflanir hjá til dæmis unglinga- deild grunnskólans, skátunum og öðrum félögum hafa dottið út, en vonandi bara frestast hjá einhverjum. Við söknum líka mikið samverunnar með skátunum og hlökkum til að mega byrja starfið aftur og fara með stóran hóp á landsmót skáta í sumar.“ Aðspurð segir hún ástandið hafa haft töluverð áhrif á þeirra plön en til stóð að Claire, franskur skiptinemi sem bjó hjá Katrínu og fjölskyldu, kæmi í heimsókn yfir páskana. „Hún er náttúrulega ekkert að koma núna,“ segir Katrín. Þá hefði Birna Rún, dóttir Katrínar, átt að fermast á skírdag. „Við vitum ekkert hvenær hún fermist en við erum alveg minnst stressuð yfir þessum hlutum og Birna Rún er ekkert að stressa sig á því heldur,“ segir Katrín jákvæð og bætir því við að hún hefur trú á að aðstæðurnar gætu kennt okkur margt. „Ég held að við lærum að meta fólkið okkar betur. Svo held ég að þetta kenni okkur líka að það þurfi ekki alltaf að fá allt strax og að Vestlendingar gera það besta úr aðstæðunum Samkomubann hefur staðið í rúmlega mánuð og hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf okkar flestra. Skessuhorn heyrði í nokkrum íbúum á Vesturlandi og ræddi við þá um hvaða áhrif þetta ástand hefur á þeirra líf. Heilt yfir voru viðmælendur jákvæðir og bjartsýnir og reyna að gera það besta úr þessum aðstæðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.