Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 20202
Það er gott að einbeita sér sem
mest að því jákvæða. Nú þegar
ólíklegt er að við eigum þess kost
að ferðast út fyrir landsteinana í
sumar skulum við muna allt það já-
kvæða við það. Við getum til dæm-
is ferðast um eigið land og hvar-
vetna drukkið íslenskt vatn. Það
eru forréttindi.
Á morgun verður hæg suðlæg eða
breytileg vindátt og að mestu skýj-
að en víða bjart austantil á land-
inu. Hiti 4-12 stig og hlýjast suð-
austanlands. Á föstudag er útlit
fyrir suðvestanátt 5-10 m/s og dá-
litla rigningu, en snjókomu til fjalla.
Hægari vindur og þurrt norðan-
lands. Hiti víða 2-7 stig. Á laugar-
dag er spáð norðlægri átt 5-10 m/s
og skýjuðu og dálitlum skúrum, en
þurru og björtu sunnanlands. Hiti
2-10 stig og hlýjast syðst á land-
inu. Á sunnudag verður hæg suð-
læg eða breytileg átt og víða bjart-
viðri, en að mestu skýjað sunnan-
lands. Hiti 4-9 stig að deginum. Á
mánudag verður sunnanátt, skýjað
og lítilsháttar væta, en léttskýjað á
norðanverðu landinu. Hiti 5-10 stig
yfir daginn.
Í síðustu viku spurðum við á vef
Skessuhorns hvert lesendum langi
mest að verðast innanhúss. Vin-
sælasti áfangastaðurinn var ís-
skápurinn en hann fékk 31% at-
kvæða. Svefnherbergið kom þar á
eftir með 21% atkvæða. 17% vildu
ferðast í stofunni, 11% í þvottahús-
ið, enda aldrei komið þangað áður,
11% vildu ferðast um eldhúsið og
4% svarenda vildu ferðast um bað-
herbergið. Fæstir vildu ferðast um
sameignina eða forstofuna en báð-
ir áfangastaðir fengu aðeins 2% at-
kvæða hvor.
Í næstu viku er spurt:
Hefur þú keypt þér líkamsrækt-
artól síðustu tvo mánuði?
Sundkonan Brynhildur Trausta-
dóttir hefur skrifað undir skólastyrk
við háskólann University og In-
dianapolis í Bandaríkjunum. Þessi
knáa sundkona er Vestlendingur
vikunnar að þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Tvö smit síðan
á páskum
VESTURLAND: Að-
eins tvö ný Covid-19 smit
hafa greinst á Vesturlandi
frá því á föstudaginn langa.
Eitt greindist út frá heilsu-
gæslustöðinni á Akranesi á
fimmtudaginn í síðustu viku
og eitt í Stykkishólmi í gær,
þriðjudaginn 21. apríl. Flest
smit hafa greinst á svæði
heilsugæslunnar í Borgar-
nesi, eða 22 talsins. Tólf
smit hafa greinst á Akra-
nesi, fimm í Stykkishólmi,
eitt í Grundarfirði og eitt í
Ólafsvík. Ekkert smit hef-
ur greinst á svæði heilsu-
gæslustöðvarinnar í Búðar-
dal. Fjölmargir hafa lokið
sóttkví og einangrun í lands-
hlutanum undanfarnar vikur.
Þegar þessi orð eru rituð síð-
degis á þriðjudag eru aðeins
24 í sóttkví í landshlutanum,
samanborið við 453 fyrsta
dag mánaðarins. Þá voru 30 í
einangrun en nú eru þeir að-
eins níu talsins.
-kgk
Hækka
Faxabrautina
AKRANES: Bæjarstjórn
Akraness samþykkti á fundi
sínum þriðjudaginn 14. apríl
að breyta deiliskipulagi Sem-
entsreitsins svokallaða, að
fenginni tillögu skipulags- og
umhverfisráðs. í umfjöllun
ráðsins hafði komið fram að
við hönnun á endurgerð Fax-
abrautar lægi fyrir að hækka
götuna um allt að tvo metra
frá því sem nú er. Er það gert
til að mæta hækkandi sjávar-
stöðu með tilliti til byggðar-
innar sem fyrirhugað er að
rísi við götuna. Með þessari
hækkun er gengið lengra en
gert er ráð fyrir í núverandi
deiliskipulagi og því þarf að
breyta því. Með breyting-
unni færist göngustígur enn
fremur úr grjótvörninni og
til hliðar við götuna.
-kgk
Veðurhorfur
Gleðilegt
fótboltasumar!
Skagamenn bjóða alla velkomna á
Akranes í sumar - jafnt fótbolta-
áhugafólk sem aðra góða gesti
Á Vesturlandi var 59 samningum
um fasteignir þinglýst í marsmán-
uði. Þar af voru 29 samningar um
eignir í fjölbýli, 24 samningar um
eignir í sérbýli og sex samning-
ar um annars konar eignir. Heild-
arveltan var 2.225 milljónir króna
Fjörlegur fasteignamarkaður í mars
og meðalupphæð á samning 37,7
milljónir króna. Af þessum 59 var
41 samningur um eign á Akranesi.
Þar af voru 27 samningar um eign-
ir í fjölbýli, 14 samningar um eign-
ir í sérbýli. Heildarveltan var 1.791
milljón króna og meðalupphæð á
samning 43,7 milljónir króna.
Fasteigasalar og húsbyggjend-
ur á Akranesi hafa á liðnum dög-
um sett sig í samband við ritstjórn
Skessuhorns og borið sig illa yfir að
ekki er nú hægt að þinglýsa kaup-
samningum á Akranesi þrátt fyrir
að þar hafi í marsmánuði um 70%
fasteignaviðskipta í landshlutanum
átt sér stað. í auglýsingu frá sýslu-
manninum á Vesturlandi 18. mars
síðastliðinn er hins vegar afdrátt-
arlaust kveðir á um að á meðan að
neyðarstig og samkomubann er í
gildi, vegna Covid-19, er einungis
tekið til skjölum til þinglýsingar á
Vesturlandi ef þau eru send í pósti
á skrifstofu embættisins að Bjarnar-
braut 2 í Borgarnesi. Sú regla gild-
ir því um kaupsamninga og önnur
skjöl til þinglýsingar hvarvetna í
landshlutanum.
mm/Ljósm. úr safni/kgk
Skipaður hefur verið rýnihópur
til að verðmeta eignarhlut Borg-
arbyggðar í Orkuveitu Reykjavík-
ur. Það var Borgarbyggð sem ósk-
aði eftir mati á áhrifum þess að taka
upp samræmda gjaldskrá fyrir frá-
veitu og vatnsveitu á Akranesi, í
Borgarbyggð og í Reykjavík. Sam-
ræming gjaldskrár mun fela það
í sér að Borgarbyggð þarf að gefa
eftir af eignarhlut sínum í fyrirtæk-
inu sem er nú 0,93%, Reykjavík-
urborg á 93,5% og Akraneskaup-
staður 5,53%. Mikillar óáænægju
hefur gætt meðal íbúa í Borgarnesi
varðandi gjaldskrá Veitna og fjöl-
mennur hópur íbúa hefur krafist
þess að greiða sama verð fyrir sömu
þjónustu og íbúar á Akranesi og í
Reykjavík. Á íbúafundi sem Veit-
ur, dótturfélag OR, hélt í Borgar-
nesi í byrjun desember síðastliðins
var staðfest að gjaldskrá fyrir veitu-
þjónustu væri töluvert hærri í Borg-
arbyggð en á Akranesi og í Reykja-
vík. Gjaldskráin byggir hins vegar á
samningi frá 2005 milli eigendanna
sem sveitarstjórn Borgarbyggðar
hafði þar af leiðandi aðkomu að.
Fram kom í frétt Skessuhorns
um fyrrgreindan desemberfund að
Gestur pétusson, framkvæmdar-
stjóri Veitna, sagði að reiknað hafi
verið með því upphaflega að Borg-
arbyggð fengi ákveðinn eignarhlut
í Orkuveitu Reykjavíkur gegn því
að gjöldin yrðu hærri en hjá öðrum
á veitusvæði Veitna. Borgarbyggð
á 0,93% í OR og sagði Gestur að
ef Borgarbyggð myndi fá sömu
gjaldskrá og Akranes og Reykjavík
myndi eignarhluturinn þurfa að
færast niður í 0,4%. Jöfnun gjald-
skrár fæli þannig í sér að færa þyrfti
niður bókfært virði Borgarbyggð-
ar í Orkuveitu Reykjavíkur um
rúmlega hálft prósentustig. Bók-
fært virði hlutar Borgarbyggðar í
OR var 379 milljónir króna í árs-
lok 2018. Virði hlutarins færi í 160
milljónir króna ef eignarhluturinn
verður færður niður í 0,4%.
„Þetta er ekki beint mál sem
Veitur geta breytt. Þetta er eitt-
hvað sem eigendur gætu einungis
breytt í gegnum ákveðið feril. Okk-
ar hlutverk hjá Veitum er að veita
þjónustuna og hvað varðar fjárfest-
ingar og þjónustustig þá myndi það
ekki hafa nein áhrif ef tekin yrði sú
ákvörðun að íbúar í Borgarbyggð
myndu borga sömu gjöld og íbúar á
Akranesi og í Reykjavík eru að gera.
Við myndum ekki minnka okk-
ar fjárfestingar hér á þessu svæði,“
sagði Gestur pétursson, fram-
kvæmdastjóri Veitna, á fundinum
í byrjun desember og ítrekaði að
mismunurinn á gjöldunum tengd-
ist einvörðungu samningnum milli
eigenda frá 2005.
mm
Rýnihópur skoðar verðmat
eignarhluta Borgarbyggðar í OR
Svipmynd úr safni Skessuhorns af fráveituframkvæmdum í Borgarnesi 2009.