Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202030 Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar? Spurning vikunnar (Íbúar í Stykkishólmi spurðir í gegnum síma) Jón Aðalsteinsson „Já, það stendur til.“ Jóhanna Kristín Hjaltalín „Já, ég ætla sko að gera það. langar mikið að fara hringinn.“ Ásdís Árnadóttir „Ójá, á hálendið og út um allt, í tjaldi.“ Rebekka Sóley Hjaltalín „Já, það ætla ég að gera. Mögu- lega bara hringinn.“ Anna Rún Kristbjörnsdóttir rekur garðaþjónustuna Anna Garðaþjón- usta í Borgarnesi og nágrenni. Hún stofnaði fyrirtækið síðasta sum- ar og segir það hafa gengið mjög vel. „Mig vantaði vinnu og þetta er eitthvað sem mér þykir skemmti- legt að gera og datt í hug að bjóða fólki að taka að mér verkefni. Svo bara stækkaði þetta og það var nóg að gera,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn. Hún hafði áður unn- ið hjá Sigur-Görðum sumarið 2018 og í rúm tvö ár var hún í hópi fólks sem sá um kirkjugarðana í Reykja- vík og hefur hún því nokkra reynslu af garðrækt. „Ég var þar með mjög góðu fólki og garðyrkjufræðingum sem ég lærði margt af,“ segir Anna. Öll verkefni í garðinum Aðspurð segir Anna þennan árs- tíma kjörinn til að byrja að huga að garðinum fyrir sumarið. „Ef fólk ætlar að grisja eða klippa tré þá er þetta besti tíminn, áður en laufið fer að springa út. Þegar laufið er komið á trén eiga þau einungis að hugsa um laufin en ekki að græða sár. Ef maður klippir á sumrin fara trén að leggja í að græða sárin frek- ar en að hugsa um laufin,“ útskýrir hún. En hvernig verkefni er hún að taka að sér? „Ég er í öllum verkefn- um sem tengjast garðaþjónustu; ég hreinsa garða, er í gróðursetningu, klippingu, að grisja, slá og allt sem fellur til í garðinum,“ svarar hún og bætir við að eigendur sumarhúsa í Borgarbyggð hafa gjarnan feng- ið hana til að sjá um garðslátt fyrir sig. Spurð hvort hún sinni þessu öll ein segist hún gera það. „Enn sem komið er hef ég verið ein en hver veit nema ég þurfi starfsmann, það verður bara allt að koma í ljós þegar fram líður,“ svarar hún. Ef einhver þarf aðstoð í garðinum er hægt að finna Önnu á Facebook síðunni Anna Garðaþjónusta og bóka þjón- ustu á https://gardur.blarun.is. arg/ Ljósm úr einkaeigu. lögreglan á höfuðborgarsvæðinu benti á það í síðustu viku að bor- ist hafi tilkynningar frá fólki sem fengið hefur ógnandi og grófa pósta þar sem reynt er að kúga fé af því. Sendandinn þykist hafa kom- ist í tölvu viðtakanda og hafi yfir- tekið tölvuna og náð myndefni af brotaþola þar sem hann/hún sé að skoða klámsíður. Ef greiðsla ber- ist ekki innan tiltekins tíma, með bitcoin eða annarri rafmynt, þá verði þessu myndefni af brotaþola dreift og þaðan af verra. „Það sem gerir þetta sérlega ógnandi er að oft segjast þeir hafa leyniorð viðkom- andi og sína lykilorð sem viðkom- andi hefur notað. Við viljum hvetja fólk til að halda ró sinni. Það hef- ur enginn tekið yfir tölvu ykkar og hótunin er innantóm,“ segir í til- kynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. lykilorðið hafa þeir líklega feng- ið af því þeir hafa komist inn á vef- síðu sem viðkomandi hefur ein- hvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og vald- ið uppnámi hjá fólki, enda er póst- urinn sniðinn að því að hafa þau hughrif. Lögreglan bendir á góðar venjur: • Ef þú færð slíkan póst ekki senda peninga. í raun er best að senda aldrei svindlurum peninga því þeir eru aðeins líklegir til að reyna að þvinga þig til að borga meira. • Ef þetta er lykilorð sem þú notar mikið og á viðkvæm- um stöðum þá er þér ráðlagt að breyta því. Við mælum eindreg- ið með fólk noti aðskild lykilorð á viðkvæmum stöðum, eins og að- gangi að netfangi, samfélagsmiðl- um, greiðsluþjónustum heldur það notar almennt á öðrum síð- um. Það má koma sér upp ein- hverju kerfi eins og lykilorða- banka (password manager). • Fólki er líka bent á að síðan https://haveibeenpwned.com/ birtir upplýsingar um gagna- leka þar sem fólk getur skoðað hvort að eitthvað tengist netfangi þeirra. Ef þið fáið tölvupóst með nets- vindli þá megið þið endilega senda hann á okkur á cybercrime@lrh.is það gefur okkur færi á að fylgjast með því sem er í gangi og bregð- ast við því fljótt og vel. mm Mikill munur þegar búið er að hreinsa hellurnar í garðinum. Besti tíminn til að byrja að huga að garðinum Anna Rún Kristbjörnsdóttir stofnaði Önnu Garðaþjónstu í Borgarnesi á síðasta ári. Fallegt tré við Þórðargötu í Borgarnesi sem Anna snyrti. Anna tekur að sér öll þau störf sem falla til í garðinum hjá fólki. Hér er hún að opna nýja gönguleið inn í garð. Hér hefur hún lagt hellur og hreinsað til. Fólki er að berast fjárkúgun í hótunarpósti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.