Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 11 Vorhreinsun á Akranesi Plokkum og flokkum Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af tilefni degi umhverfisins þann 25. apríl næstkomandi. Aðildarfélög Íþróttabandalags Akraness ætla að tína upp rusl á völdum svæðum og vilja með því sýna umhverfisábyrgð og hvetja aðra til þess að taka þátt í nýjum heilsusamlegum og umhverfisvænum sið. Hægt er að tína upp rusl eða „plokka“ á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Þannig má sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund og ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri. Nú er akkúrat tíminn þar sem rusl er áberandi, snjórinn farinn og gróðurinn að taka við sér, það gerir ruslatínslu auðveldari og kjörið tækifæri til að hreyfa sig og fegra umhverfið í leiðinni. Grenndarstöðvar verða staðsettir á þremur stöðum í bænum, við Akraneshöll, Bíóhöllina og við Kalmansbraut og geta íbúar og hópar skilað þar endurgjaldslaust því sem saman safnast. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Frekari upplýsingar til aðildarfélaga og iðkanda munu berast frá Íþróttabandalagi Akraness. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Vorhreinsun Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 24. – 29. apríl. Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Grenndarstöðvar verða staðsettir á þremur stöðum í bænum á tímabilinu, við Akraneshöll, Bíóhöllina og við Kalmansbraut og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Aldraðir og öryrkjar geta óskað eftir að fá aðstoð við að sækja staka þunga eða stóra hluti. ÚTBOÐ ÓLAFSBRAUT 62-64 Verkís hf., fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir vegna byggingar á 5 íbúða, ásamt starfsmannaaðstöðu, búsetuþjónustukjarna fatlaðs fólks við Ólafsbraut 62-64, Ólafsvík Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins. Verktaki skal steypa grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utanhúss sem og innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum. Nokkrar magntölur: - Stærð húss: 441 m² 1370 m3 - Þak og botnplata: 357 m3 Verktaki tekur við byggingarsvæði í núverandi ástandi. Búið er að fylla undir undirstöður, fylla í bílastæði og girða athafnarsvæði og setja upp hlið inn á vinnusvæðið. Verklok á heildarverki eru 30. ágúst 2021, útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið anmt@verkis.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda. Vettvangsskoðun verður haldin á verkstað 27. apríl kl. 11.00. Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið anmt@verkis.is fyrir kl. 13.00, 11. maí 2020. Tilboð verða opnuð á fjarfundi kl. 13.30, 11. maí 2020. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is MMR birti á föstudag nýja könnun á fylgis stjórnmála- flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,7%, sem er tæpu prósentustigi minna en í könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl en á pari við fylgi flokksins í febrúar. Samfylkingin mældist næst með 13,1% fylgi, um prósentustigs lækkun frá síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,4% og fylgi Fram- sóknarflokksins jókst um rúmt prósentustig frá síð- ustu mælingu og mældist nú 9,8%. Þá jókst fylgi Sósí- alistaflokks íslands um rúm 2 prósentustig og mælist flokkurinn nú með 5,6%, tæpu prósentustigi meira en Flokkur fólksins. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 51,1% og minnkar um rúm fimm prósentustig frá síðustu kön- nun, þar sem stuðningur mældist 56,2%. Fylgi flokkanna Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,7% og mældist 23,5% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,1% og mældist 14,1% í síðustu könnun. Fylgi pírata mældist nú 12,3% og mældist 12,2% í síð- ustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,4% og mældist 12,3% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 9,6% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,8% og mæld- ist 8,8% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 9,5% og mældist 10,7% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks íslands mældist nú 5,6% og mældist 3,4% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,7% og mældist 3,4% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,0% samanlagt. mm Fylgi við ríkisstjórnina dalar og mælist nú 51,1%

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.