Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Side 18

Skessuhorn - 22.04.2020, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202018 líklega eru ekki mörg dæmi um að sami einstaklingur hafi tvisvar sinnum keypt sömu húseignina og í bæði skiptin séð eftir því. „Það er oft sagt að vítin séu til að varast þau. Það á kannski við um mig og þetta hús hér á Akranesi. En þetta fyrrum hótel og skemmtistaður hefur í tví- gang orðið örlagavaldur í mínu lífi og í dag hef ég býsna háleitar hug- myndir um framtíð hússins. Ég hef því sótt um leyfi til að byggja tvær hæðir ofan á framhúsið og ætla að koma þar fyrir tólf smáíbúðum. Þá er ég núna búinn að innrétta litla íbúð fyrir mig og fjölskylduna í bak- húsinu og þangað munum við flytja næstu daga. Einnig er ég búinn að útbúa hér ríflega tvö hundruð fer- metra vinnurými í bakhúsinu sem var danssalur þegar hér var síðast rekinn skemmtistaður.“ Skessuhorn tók Ragnar Guðmundsson múrara- meistara og trésmið tali undir lok síðustu viku. Húsið sem um ræð- ir er við Bárugötu 15 á Akranesi en hjá Skagamönnum gengur það jafnan undir nafninu Breiðin, eða Hótel Akraness, eftir því hversu langt aftur menn leita í minninga- bankann. Húsið við Bárugötu 15 var byggt undir lok síðari heims- styrjaldarinnar á horninu gegnt hinu þekkta kennileiti og fyrrum stóra vinnustað; fiskvinnsluhúsi HB. Á Breiðinni hefur ýmis starf- semi verið í áranna rás. Þar hefur meðal annars verið rekið trésmíða- verkstæði, byggingavöruverslun og bílaverkstæði. lengst var þar Hót- el Akranes með starfsemi en síðast skemmtistaðurinn Breiðin. Kíkt er í skúrinn til Ragnars og meðal ann- ars rætt um ástæðu þess að hann upphaflega flutti á Akranes. Það gerðist í kjölfar gjaldþrots bank- anna en þá missti Ragnar allar sín- ar eigur og komst eignalega á byrj- unarreit. Smám saman hefur hann með mikilli vinnu komið sér í gang að nýju. Allt var hirt í hruninu Ragnar Guðmundsson er fæddur og uppalinn á höfuðborgarsvæð- inu. Hann á þrjú uppkomin börn en seinni kona hans, Daniela DaSilva, og tólf ára sonur þeirra, hafa búið á Akranesi frá 2008. „Hingað kom ég í kjölfar þess að íslensku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008. Fram að þeim tíma hafði ég verið býsna umsvifamikill verktaki og kom- ið víða við í viðskiptalífinu, jafn- an með mörg járn í eldinum og átti margar eignir. Þegar bankarnir svo urðu gjaldþrota í október 2008 var ég einn af þeim sem bankamenn- irnir ákváðu að gera upp. Það var einfaldlega allt hirt af mér. Ég hafði verið í viðskiptum við landsbank- ann og þar ákváðu menn að hirða af mér nánast allar mínar eigur í kjöl- far gjaldþrots bankans. líklega hef- ur það verið vegna þess að þeir gátu gert úr þessum eignum pening. Seldu svo í framhaldinu vinum og velgjörðarmönnum sínum á mála- myndaverði eigur sem þeir hirtu af mönnum eins og mér.“ Ragnar er öskureiður yfir framferði banka- manna eftir hrunið og kveðst ekki treysta þeim fyrir horn, en lætur þó vel af samskiptum sínum við úti- bússtjóra íslandsbanka á Akranesi. Ragnar er bæði múrarameistari og trésmiður að mennt. „Ég er nátt- úrlega bullandi ofvirkur, svo það sé sagt. Ég byrjaði 15 ára að vinna í múrverki og hef því starfað við þessa iðn í hálfa öld. lærði upphaf- lega smíðar í Iðnskólanum en vant- aði einhvern til að ráða mig á samn- ing. Ég fór því að vinna hjá múr- ara og á endanum varð það sú iðn sem ég varð meistari í en hef tré- smiðinn að auki. Var mjög snemma sjálfstæður og var ekki nema átján ára þegar ég byggði mitt fyrsta hús. Mér hefur alltaf liðið best að hafa nóg að gera,“ segir Ragnar. í dag rekur hann lítið fyrirtæki og tekur að sér múrverk og sitthvað fleira í verktöku. Hann hefur fimm menn í vinnu og vill ekki fjölga þeim. „Það hentar prýðileg að hafa þennan fjölda starfsmanna. Góðum mönn- um þarf ekki sífellt að vera að stýra og því næ ég fullum afköstum sjálf- ur. Við erum nú að ljúka vinnu við blokkina á Stillholti 21 á Akranesi en förum næst í annað verkefni í Reykjavík fyrir sama fjárfesti, Þing- vang.“ Gjaldþrota á einum degi Ragnar rifjar upp reynslu sína af bankahruninu og hvernig hann var að ósekju gerður upp. „Á ein- um degi var bókstaflega allt hirt af mér. Ég átti þá 19 eignir sem hver um sig var mikils virði. Það er allt í lagi að rifja upp hvernig þetta at- vikaðist. Ég var kallaður á fund í höfuðstöðvum landsbankans í Austurstræti skömmu eftir hrunið. Þar sátu einhverjir bankamenn við borð og tilkynntu mér, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara, að þeir hefðu ákveðið að gera mig gjaldþrota. Ekkert færi var gefið á andsvörum, ekkert! Þeir sögðu mér bara að í ljósi þess að ekkert yrði að gera hjá verktökum eins og mér eftir hrun- ið, væri augljóst að ég yrði ekki borgunarmaður skulda. Æ síðan er ég ekki í vafa um að þetta hafi þessir bankamenn ákveðið vegna þess að þeir vissu að hægt væri að gera pen- ing fyrir bankann úr því sem ég átti. Mínar eignir voru einfaldlega gerð- ar upptækar í þágu bankans. Sam- bærilega var komið fram við marga aðra, en menn sem ekkert eigið fé áttu í sínum fyrirtækjum fengu að halda áfram. Það var jú ekkert af þeim að hirða.“ Sviptur sjálfræði „Allavega, ég varð fyrir gríðarlegu áfalli. Það síðasta sem ég man eft- ir að ég tók í hurðarhúninn á bank- anum á leið minni út, allt fór í þoku og svo man ég ekki meir. Rankaði svo við mér fjórum og hálfum tíma síðar uppi á sjúkrahúsi og búið að svipta mig sjálfræði. Allt sem gerð- ist í millitíðinni frá því ég geng út úr bankanum og þar til þarna á spítalanum er mér hulið þoku, svona rétt eins og blakkát ástand dryggjumanns. líkleg hef ég sýnt tilburði til að svipta mig lífi, en það fékk ég reyndar aldrei að veita. Það fyrsta sem ég man eftir að ég vakn- aði var að hjúkrunarkona klapp- aði mér hlýlega á öxlina og sagði: „Svona Ragnar minn, þetta eru bara peningar.“ Ég gjörsamlega snappaði enda var ég andlega í al- gjöru áfalli og fjölskyldan mín beið frammi í nagandi óvissu. Ég losna svo út af spítalanum næsta dag eft- ir að hafa lofað að sækja reglulega ráðgjöf hjá sálfræðingi. En á þess- um tímapunkti var ég algjörlega á byrjunarreit í mínu lífi. Eignalaus fyrir utan að bankanum tókst ekki að hirða af mér tíu sumarhúsalóð- ir sem ég átti í Kjósinni. Ég þurfti einfaldlega að hefja nýtt líf og þá gerðist það að ég fór upp á Akra- nes.“ Keypti Breiðina „Eftir þessi kaflaskil í mínu lífi fer ég að leita mér að einhverju að gera. Var húsnæðislaus og í rauninni svo Hefur áætlanir um að byggja ofan á Breiðina á Akranesi „Mér líkar alltaf best að hafa mikið að gera“ Ragnar Guðmundsson og Daniela DaSilva. Til stendur að byggja tvær hæðir ofan á framhúsið við Bárugötu 15 og innrétta í því 12 smáíbúðir. Málverk sem Bjarni Skúli Ketilsson listmálari gerði af Hótel Akranesi. Myndina keypti Ragnar þegar Baski hélt myndlistarsýningu í gamla Iðnskólanum fyrr í vetur. Uppi á vegg í skúrnum hjá Ragnari má sjá fjölda ljósmynda þar sem farið er yfir athafnasögu hans.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.