Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Page 23

Skessuhorn - 22.04.2020, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 23 Su do ku í Facebook hópnum „Syngjum veiruna burt – öllum frjálst að vera með“ eru meðlimir orðnir tæplega 20 þúsund talsins. Þar inni hefur fólk deilt myndbönd- um af sér syngja ýmis lög til að vekja gleði og samhug á meðan faraldur kórónuveirunnar stend- ur yfir. „Það veit það hver heil- vita maður að við náum ekki að losa okkur við þessa veiru með að syngja, en það léttir vissulega lundina að gera það og það er tilgangurinn með þessari síðu,“ segir Jónína Björg Magnúsdótt- ir Skagakona sem er ein af þeim sem hefur deilt myndböndum í hópnum. „Þarna er fólk að setja inn alls konar myndbönd, bæði eitthvað sem hefur verið tek- ið upp í stúdíói eða bara á síma og allt þar á milli,“ segir Jónína og bætir við að söngvararnir séu líka allir mjög ólíkir. „Þetta er ekki spurning um gæði heldur sönggleði,“ segir hún. Söngkór í gegnum Facebook Eins og eflaust hefur ekki far- ið fram hjá íslendingum tóku ýmsir þekktir tónlistarmenn sig saman og sungu saman nýja út- gáfu af laginu „Góða ferð“ með texta sem snýst um að ferðast innanhúss. „Það hefur verið tal- að um þennan hóp sem lands- lið tónlistarfólks á íslandi en ég þoli illa svoleiðis tal því lands- liðið okkar er í raun svo mik- ið stærra. Við eigum ótrúlega flotta og góða söngvara sem eru kannski ekkert þekktir,“ seg- ir Jónína og heldur áfram. „Það sést vel í þessum hópi á Facebo- ok, þar eru svo margir virkilega flottir söngvarar. Stjórnendur hópsins ákváðu því að gera sam- bærilegt myndband og þetta sem fræga fólkið gerði og fá til liðs við sig nokkra söngvara úr hópn- um. Þau völdu lagið „Eye of the tiger“ og sömdu nýjan texta við lagið,“ segir Jónína en hún er einmitt ein þeirra sem syngur í laginu. „Ég sendi inn mynd- band af mér en ég kunni ekki alveg enda lagsins svo ég söng bara eitthvað bull sem var not- að í endann, ægilega gaman,“ segir hún og hlær. En lagið má finna á Youtube undir nafninu „Kórónukórinn – Syngjum veir- una burt“. Hitti þetta lag heldur betur í mark og ákvað Jónína því að þýða textann yfir á ensku og hefur nú einnig verið birt útgáfa með enskum texta. Styrkja Kvennaat- hvarfið Jónína segir þennan Facebook hóp hafa gefið sér mikið á þess- um tíma þar sem tónlistin sé það sem sameini fólk hvað best. „Tónlistin er út um allt í lífinu, hvort sem það er við gleðivið- burði, sorgarviðburði eða jafnvel bara til að koma okkur í gang til að þrífa heima hjá okkur. Tón- listin er eitthvað sem samein- ar okkur öll,“ segir Jónína og hvetur alla til að gerast meðlim- ir í þessum hópi og fylgjast þar með fólki um allt land, og jafnvel úti í heimi, syngja. „Sumir hafa meira að segja tekið upp inni á baðherbergjum hjá sér til að fá frið til að syngja og sumir eru jafnvel með börnin sín hoppandi í kringum sig á myndböndunum eða þá að þau taki þátt og syngi með,“ segir hún og bætir því við að til að gera enn betur ákváðu stjórnendur hópsins að ganga til liðs við pabbaspjall.is og Familj Store með söfnun fyrir Kvenna- athvarfið. „Efst í hópnum getur fólk séð innlegg þar sem hægt er að panta boli til styrktar Kvenna- athvarfsins,“ segir Jónína. arg Jónína Björg Magnúsdóttir. Söngurinn léttir lundina Skjáskot af myndbandinu á Youtube. Gleðilegt sumar DALBRAUT 16, AKRANESI | www.smaprent.is Sendum um allt Vesturland Nýjar vörur á leidinni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.