Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202028 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerf- isins sem tengist skorti á fjárveit- ingum frá stjórnvöldum er ástæða slæms ástands vega víða um land. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegum. Aukn- ar fjárheimildir til uppbyggingar og viðhalds duga ekki til að mæta van- rækslu liðinna ára. Nú er sá árstími og það tíðarfar sem eykur hættuna á holumyndun- um á vegum. í miklum umhleyp- ingum og þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Vegfarendur eru því beðnir að sýna sérstaka ár- vekni og aka ætíð eftir aðstæðum. Tjón á ökutækjum Það getur tekið skamman tíma fyrir holu að myndast, jafnvel djúpa holu sem getur leitt til tjóns. Starfsmenn þjónustustöðva veghaldara fylgjast með eins og kostur er og bregðast við ábendingum um holur. Vega- gerðin leitast við að bregðast við með viðgerð sem allra fyrst. Þrátt fyrir góðan vilja dugar þetta ekki alltaf til og allt of margir bíleigend- ur hafa ekið í djúpar holur með al- varlegum afleiðingum. Inn til FíB berast tilkynningar og ábendingar frá fólki vegna sprunginna og tættra hjólbarða, brotinna fjaðragorma og alls konar annarra skemmda á far- artækjunum. Það er sannarlega mál að linni. Gamalt slitlag Víða má sjá holur í malbiki á leið- inni á milli Hveragerðis og Selfoss og eins á Hellisheiðinni og í Svína- hrauni. Svanur Bjarnason, svæðis- stjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar sagði í viðtali á RÚV í liðinni viku að nú væri þessi tíð þegar hlýnar á vorin, yfirborð veganna þiðnar og oft veldur það skemmdum á slitlög- um. Svanur bætti við að því miður væru slitlögin víða orðin mjög göm- ul og að viðhald hefði skort. Fram kom í fréttinni að starfsmenn Vega- gerðarinnar hefðu haft í nógu að snúast við að laga og fylla í holur. Verkefnið væri ærið en sökum mik- ils álags hefði ekki tekist að mæta öllum ábendingum vegfarenda um holur með eins skjótum hætti og vonast hefði verið eftir. Það er ljóst að framundan inn í vorið er mikil vinna við lagfæringar og aðrar framkvæmdir. Stjórnvöld ákváðu fyrir skemmstu að bæta við einum milljarði króna til viðhalds á vegum en það er allt eins víst að það fjármagn dugi skammt þegar upp verður staðið. Þörfin er augljós, meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Smáskammtalækningar Við uppbyggingu og lagfæringar vega eftir veturinn hafa komið fram gagnrýnisraddir um að sparnað- ur og ódýrari aðgerðir við viðhald- ið hafi komið illa við vegfarend- ur. Töluvert hefur verið um notk- un holubóta og fyllingu hjólfara á verstu stöðunum í stað þess að end- urnýja slitlagið. Á fáum árum verð- ur vegakerfið ósléttara og ójafnara sem eykur álag á ökutæki og dreg- ur verulega úr akstursgæðum og ör- yggi vegfarenda. Sú spurning hlýtur að vakna hver réttarstaða bíleigenda sé vegna tjóna sem tengjast ástandi vega. í lögum kemur fram að veghaldari ber ábyrgð á því að vegi, sem op- inn er almenningi til frjálsrar um- ferðar, sé við haldið með eðlilegum hætti miðað við þá umferð sem um veginn fer. Ábyrgð veghaldara Jóhann Fannar Guðjónsson, lög- fræðingur FíB, var inntur eftir því hver ábyrgð veghaldara væri þegar viðhaldi væri ekki sinnt sem skyldi og hvort það hafi áhrif á ábyrgð veghaldara þegar það er viðurkennt að ástandið sé mun verra vegna þess að fjárskortur hefur hindrað eðli- legt viðhald sem leiðir til meiri vandamála vegna mikils niðurbrots og holumyndana? Jóhann Fannar benti á að um skyldur veghaldara fari skv. ákvæð- um vegalaga nr. 80/2007. Þar sé meðal annars kveðið á um skyldur til viðhalds vega í 43. gr. laganna. í 1. mgr. 43. gr. vegalaganna komi fram að veghaldari beri ábyrgð á því að vegum sem opnir eru almenn- ingi til frjálsrar umferðar, sé við haldið með eðlilegum hætti miðað við þá umferð sem um veginn fer. í 2. mgr. 43. gr. sé síðan kveðið á um veghaldari skuli svo fljótt sem við verður komið eftir að hann fær vitneskju um skemmdir í vegi, sem hættulegar eru umferð, láta gera við þær eða merkja hina hættulegu staði þar til viðgerð hefur farið fram. í 46. gr. laganna komi auk þess með- al annars fram að veghaldari beri ábyrgð á því að vegir sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar skuli uppfylla kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar og ástands vega. Ef sannað þyki að veghald sam- ræmist ekki þeim skyldum sem vegalög leggja á herðar veghöldur- um felist í því vanræksla sem verði ekki afsökuð með fjárskorti, enda gildi ákvæði laganna og skyldur óháð fjárreiðum hverju sinni. í ljósi þess að um lögbundnar skyldur sé að tefla getur slíkt, að öðrum skil- yrðum uppfylltum, leitt til bóta- skyldu veghaldara. Bendir hann í því sambandi á að samkvæmt 56. gr. vegalaga beri veghaldari vegar, sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar, ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysi á veginum þegar tjónið er að rekja til gáleysis veghaldara við veg- haldið og sannað sé að vegfarandi hafi sýnt af sér eðlilega varkárni. FíB stendur vörð um hagsmuni bifreiðaeigenda vegna tjóna sem reka má til athafnaleysis veghald- ara. Félagsmenn í FíB hafa sett sig í samband við skrifstofu félagsins sem segja nú þegar hafa orðið varir við holumyndanir. Þetta eigi bæði við á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Vegfarendur eru því beðn- ir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum. FíB vinnur að uppsetningu á vefsíðu sem fer í loft- ið á næstunni þar sem vegfarendur geta komið ábendingum um holur á framfæri. Ákvæði vegalaga nr. 80/2007 sem vísað er til í þessari grein: 43. gr. Viðhald vega. Veg- skemmdir. Veghaldari ber ábyrgð á því að vegi, sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar, sé við haldið með eðlilegum hætti miðað við þá umferð sem um veginn fer. Veghaldari skal svo fljótt sem við verður komið eftir að hann hefur fengið vitneskju um skemmdir á vegi, sem hættulegar eru umferð, láta gera við þær eða merkja hina hættulegu staði þar til viðgerð hefur farið fram og skulu merkingar vera í samræmi við ákvæði umferðarlaga. 46. gr. Almennt. Vegir sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar skulu uppfylla kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar, ástands vega, merkinga og annarra þátta sem kveðið er á um í lögum þessum og ber veghaldari ábyrgð á því. 56. gr. Bótaábyrgð veghaldara. Veghaldari vegar sem opinn er al- menningi til frjálsrar umferðar ber ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysi á veginum þegar tjónið er að rekja til gáleysis veghaldara við veghaldið og sannað er að vegfarandi hafi sýnt af sér eðlilega varkárni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Fjárskortur afsakar ekki vanrækslu veghaldara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.