Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 17 SK ES SU H O R N 2 02 0 Laust starf fagaðila í sértæku úrræði barnaverndar Velferðar- og mannréttindasvið auglýsir lausa tíma- bundna 100% stöðu fagaðila í sértæku úrræði barna- verndar. Um er að ræða gefandi og krefjandi starf með börnum með með fjölþættan vanda m.a. hegðunarvanda. Vinnutími er virka daga en getur verið aðeins breytilegur eftir dögum en á bilinu frá kl. 8:00 til 18:00. Úrræðið hefur verið starfrækt frá því í janúar 2020 og er tímabundið samþykkt úr árið 2020. Óskað er eftir því að við- komandi geti hafið störf sem allra fyrst og eigi síðar en 1. júní 2020. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna á www.akranes.is/lausstorf SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1312. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna falla allir niður vegna samkomubanns sem er í gildi til og með 4. maí. Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars. undirbúa seinni hálfleik sauðburð- arins en það er alltaf strembinn tími þar sem nóg er að gera. Eins og það er alltaf gaman þegar fyrsta lambið kemur á vorin er líka rosalega góð tilfinning þegar það síðasta lætur sjá sig. Þetta er löng og ströng törn hjá sauðfjárbændum og í stöðu eins og núna má gera ráð fyrir að þetta verði enn erfiðara hjá mörgum því ekki er jafn auðvelt að kippa inn aðstoð við sauðburð núna,“ segir Sigrún. Sjálf segir hún ábúendur í Hallkelsstaðahlíð reyni eftir bestu getu að halda búinu Covid hreinu með því að umgangast annað fólk eins lítið og hægt er. „Þetta væri erfiður tími til að fá svona pest.“ Vorverkin Næstu daga og vikur taka vorverkin við í Hallkelsstaðahlíð eins og víð- ast hvar annars staðar. „Núna för- um við bara að keyra skít á túnin og gera allt klárt fyrir sauðburð en það er nóg sem þarf að gera til að und- irbúa bæði aðstöðuna í húsunum og svo að baka í frysti svo við þurf- um sem minnst að vera í eldhúsinu þessar vikur sem sauðburður stend- ur yfir,“ segir Sigrún og bætir við að á búinu eru tvær fjölskyldur og eru þau því fjögur saman að dekka sauðburðinn og aðra starfsemi á bænum. En auk þeirra hjóna búa þar sonur þeirra og tengdadótt- ir með eitt barn. „Við höfum allt- af verið heppin að fá góða aðstoð um sauðburðinn frá vinum og ætt- ingjum,“ segir Sigrún og bætir því við að þau reyni að hafa aðra starf- semi í lágmarki í maí, þegar sauð- burður stendur yfir. „En það eru samt hross sem við þurfum að halda í þjálfun og getum ekkert slakað á með. Ef þetta væri eðlilegt vor væru líka ferðamenn hjá okkur og reið- kennsla í gangi en það verður ekki í ár. Það var því alveg fínt að fá svona smá forskot á sauðburðinn, svona til að brjóta aðeins upp þennan erf- iða tíma,“ segir hún. Aðspurð segist Sigrún ekki óttast að smitast enda haldi þau sér vel frá fólki. „Við höf- um dregið mikið úr öllum ferðum og það er engin samgangur hér milli bæja eða gestir að koma til okkar. Það var til dæmis mjög sérstakt að upplifa páskana núna því venjulega er hér fullt hús af fólki yfir páskana en nú kom enginn. Akkúrat þegar við fáum svona mörg páskalömb eru engin börn hér til að leika við þau en yngstu gestirnir hafa gjarn- an kvartað yfir því að það séu eng- in lömb komin um páskana,“ seg- ir Sigrún. arg/ Ljósm. aðsendar Í Hallkelsstaðahlíð er einnig hestamiðstöð. Hér er Sigrún á fjörureið. Góð aðstaða í hestamiðstöðinni í Hallkelsstaðahlíð. Það er gott að kúra. Þessi á myndast vel. Forvitin um þessa myndavél.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.