Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202026 Pstiill - Ásta Kristín Guðmundsdóttir Pstiill - Geir Konráð Theódórsson í samkomubanni því sem nú stendur yfir af völdum Covid 19 veirunnar hafa miklar takmarkanir orðið á öllu íþrótta- og félagsstarfi. Frá upphafi þessara aðgerða hefur almenningur verið hvattur til að stunda útivist og leggja sig fram um að halda dag- legum hreyfivenjum eins og kostur er, þó færa þurfi í nýjan búning. í mínu bæjarfélagi hef ég orðið vör við, að æ fleiri nýta sér náttúruna og sitt nánasta umhverfi til hreyf- ingar og andlegrar upplyftingar. Fleiri eru á ferli utandyra og hlýt- ur það að teljast jákvæð hliðarverk- un annars hamlandi en nauðsyn- legra aðgerða. Margir þeirra sem nú vafra um víðan völl hafa stund- að reglubundna útivist til margra ára og haft hana sem órjúfanleg- an hluta af sínum lífsstíl. Hinsveg- ar er stór hópur sem fram að þessu hefur að mestu stundað sína hreyf- ingu og líkamsrækt innan veggja íþróttamannvirkja sveitarfélags- ins. Sá hópur hefur brugðið á ýmis ráð til að halda dampi og margir sjá sér þann kost vænstan að drífa sig út, ýmist í eigin félagsskap eða með fjölskyldu sér við hlið, gang- andi, hjólandi eða hlaupandi. Svo eru enn aðrir, sem ekki hafa stund- að markvissa útivist áður né aðra hreyfingu, sem gripið hafa boltann á lofti og tekið hvatningu um aukna hreyfivirkni. Það er ánægjulegt að verða vitni af þessari þróun og get ég varla orðað það hversu fegin ég er að ekki hafi verið settar hömlur á möguleika almennings til útivist- ar, umfram þær fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk sem gilt hafa í varnarbaráttunni við veiruna. Ég hef til margra ára sótt minn lífskraft í náttúruna og hafa göngu- túrar og styttri fjallgöngur ver- ið mín aðal líkamsrækt um langt skeið. Tilgangur minn með útivist- inni er margþættur en nefna mætti viðleitni til að viðhalda ákveðinni líkamsvirkni, auka þol og styrk, losa um líkamlega jafnt sem and- lega spennu, stunda heilsusamlega afþreyingu og síðast en ekki síst auka tengsl við umhverfið og sjálfa mig. Þrátt fyrir að ég dragist jafn mikið að náttúrunni og raun ber vitni er ekki hægt að segja að ég sé ofurfróð um allt sem fyrir augu ber. Örnefni hef ég sjaldan lagt mig eft- ir að læra og lengi vel var ég algjör rati að þekkja fugla. Það hefur þó breyst töluvert og hef ég smitast af fuglaáhuga mannsins míns og þekki nú algengustu fuglana. Ég er ágæt- lega vel að mér í íslensku flórunni, eftir nám við landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri, þó ég megi alveg hefjast handa við að dusta rykið af þeirri vitneskju. Ég hef ekki næm- asta augað til að taka eftir fuglinum sem flýgur hjá í jaðri sjónsviðsins. Þar af leiðandi er sérstaklega lofs- vert að mínu mati þegar ég tek eft- ir erninum sem sveimar yfir Sel- eyrinni eða músarindlinum sem skoppar á milli greina í skógarjaðr- inum. Upplifun mín í útivistinni er margvísleg en liggur þó ekki síst í skynjun minni á hinu lítt áþreif- anlega í náttúrunni eins og lykt, birtu, ljósbroti, veðurfari, hitastigi og jafnvel hljóðum. Þetta eru upp- lifanir sem stundum vekja hjá mér minningar og hrífa mig með sér til liðinna tíma. Sem dæmi getur ákveðinn ferskleiki í andvaranum á mildum apríldegi kallað fram ára- tuga gamla minningu. Minningu þar sem lítil hnáta stendur á bæj- arhlaðinu heima hjá sér og skynjar hvernig vorið bíður þess að grípa andann á lofti. Hún skynjar deig- an jarðveginn undir fótunum, þar sem frostið er við það að láta undan hlýnandi veðurfarinu. Hún horfir til norðurs og dreymin virðir hún fyrir sér litbrigði skýjanna. Auk minninga koma til mín upplifanir sem kalla fram einhverskonar sögu- svið fortíðar og tilfinningu fyrir til- vist löngu genginna forfeðra. Til að mynda þegar kennsl eru borin á gamlar mannvistarleyfar eða slóðir sem gengnar hafa verið öldum sam- an kviknar þörf fyrir ákveðna sam- sömun. Ég set mig í spor og upplifi í kringumstæðunum orku sem til- heyrði öðrum tíma. Ofan á þessar upplifanir getur svo bæst við þakk- læti yfir því að taka eftir frábrugðna steininum sem stingur sér upp úr frostlyftum melnum, glitrandi stráinu í moldarbarðinu eða smá- gerða lækjartaumnum sem seitlar niður klöppina. Upplifun fólks á náttúrunni í sinni útivist kann að vera margvís- leg og af misjöfnum toga. Aðal mál- ið í mínum huga er að sem flestir átti sig á þeim forréttindum sem við búum við að geta notið náttúrunn- ar í okkar nærumhverfi. Það er að mínu mati fátt sem kemur í staðinn fyrir að anda að sér fersku loftinu í mátulega mikilli líkamlegri virkni. Að arka út og láta ekki veðrið stoppa sig er mannbætandi áskorun og að taka á móti storminum, vel klædd- ur, er hin mesta heilsubót. Ég hef kynnst því á eigin skinni að veður- far er oftast hugarfar með tilliti til hreyfingar utandyra og broslegt hvað það er oft miklu verra inni í stofu en þegar út er komið. Án efa hlakka flestir til að venjubundin starfsemi íþróttamannvirkja hefj- ist, að æfingar hverskonar komist í eðlilegt horf og að félagslíf fái að blómstra á nýjan leik. Ég tilheyri svo sannarlega þeim hópi, þó lík- ur séu á að eitthvað þurfi að bíða enn. Með þessum pistli mínum vil ég hvetja fólk til að láta ekki deigan síga. Vor er í lofti og fuglasöngur farinn að óma um grundir og fátt meira nærandi en að anda að sér árstíðinni. Haldið áfram að njóta útivistar, samhliða skrefunum sem stigin verða til gamla vanans. Ásta Kristín Guðmundsdóttir Borgarnesi Í útivist upplifum við náttúruna í fjölbreytileika sínum Þetta eru skrítnir tímar og ég get ekki beint sagt að ég sé búinn að venjast því að loka mig af hérna í Niamey í Níger. Um helgina fór Sasha kærastan mín burt til að veita vinkonu sinni hérna í borginni fé- lagsskap á afmælinu hennar, og ég var því einn heima í fyrsta skipt- ið í langan tíma. Þetta átti að vera karlakvöldið mitt, ég eldaði steik, opnaði flösku af rauðvíni og ætlaði að Zoom-spjalla við vini í gegnum internetið. En eins og svo oft gerist hérna í Níger þá var netið gjörsam- lega vonlaust þetta kvöldið og eng- in spjallforrit virkuðu. Allt í góðu samt, ég bjóst við þessu og var með varaplan. Ég tengdi gamla flakk- arann minn við tölvuna og byrjaði að horfa á Beverly Hills Cop bíó- myndina sem ég hafði niðurhalað fyrir örugglega áratug síðan. Eng- ar streymisveitur virka vel í van- þróaðasta landi í heimi og því er ég þakklátur fyrir gamla flakkar- ann. Besta stef kvikmyndasögunn- ar hljómaði um húsið sem og sér- kennilega skemmtilegi hláturinn frá Eddie Murphy. Þetta var góð stund, en mér leið samt eitthvað furðulega og ég skildi ekki alveg af hverju. Miðað við marga, sérstaklega hérna í Vestur-Afríku, þá er ég í góðri stöðu til að halda mig heima í útgöngu- og samkomubanni. Við búum í góðu húsi með garð inn- an við háa veggi, í frekar öruggu hverfi og við erum búin að birgja okkur vel upp af mat, vatni og öðr- um nauðsynjum. Ég skildi ekki af hverju mér leið furðulega, mögu- lega voru það fréttirnar af óeirð- um í jaðri borgarinnar og yfirlýsing frá hryðjuverkasamtökum í Malí að veikindin væru blessun frá Allah. Ég stoppaði bíómyndina og fór út í garðinn. Ég fór að hugsa um öryggismálin. Veggurinn í kringum garðinn er með hvössum göddum á toppnum og fyrir einhverjum mán- uðum síðan lagaði ég hliðið þann- ig að ég get núna læst því sérstak- lega vel með tveimur slagbröndum úr stáli. Húsið sjálft er með riml- um fyrir öllum gluggum og það er hægt að loka og læsa öllum hurð- um aukalega með stálhlerum. Ég horfði í kringum mig, húsið er frekar öruggt og hverfið líka, ná- grannarnir mínir eru þýska sendi- ráðið og svo er höll forsetans ofar í götunni. Ég heyrði svo spjallið í ör- yggisvörðunum hinum meginn við hliðið þar sem þeir sitja við varð- eld og fylgjast með götunni. Zarma songhai, hausa og mögulega önnur tungumál bergmáluðu í bland við hlátrasköll. Einhver var greinilega að segja góða sögu. Þá skildi ég af hverju mér leið svona furðulega. Ég saknaði þess að vera í kringum fólk. Það var laugar- dagskvöld og ég vildi svo innilega bara sitja með fólki, spjalla og hlæja að góðri sögu. Mig langaði að fara út fyrir hliðið og setjast með vörð- unum í kringum varðeldinn. Fyr- ir þessa skrítnu tíma hafði ég farið öðru hvoru og deilt mat og drykk með vörðunum ef ég og Sasha vor- um með matarboð hinu meginn við hliðið. Þegar netið virkaði gat ég stundum gert mig skiljanlegan með þýðingarforriti í snjallsímanum, og það kom fyrir að ég gat á endanum skilið brot af góðri sögu og hlegið með þeim. En núna er samkomu- og útgöngubann og ég yrði að vera algjör fáviti til að brjóta þau. Ég vil auðvitað ekki smitast en ég vil sömuleiðis ekki vera rassskelltur og barinn með priki, sem er refsingin frá lögreglunni hérna í Níger fyrir þá aðila sem brjóta útgöngubannið eftir myrkur. Öryggisverðirnir eru með undanþágu frá þessu banni og þó ég væri ögn einmanna og leið- ur þá hélt ég mig auðvitað bak við hliðið og vegginn. Því segi ég það, ef þú átt vin í raun. Fyrir þín hönd Guði sé laun. Svo hljómaði í laginu með Upp- lyftingu og ég játa að mér brá þegar einhver allt í einu sleikti mína hönd þarna í garðinum. Varðhundarnir okkar, Júlía og Rex, voru komin þarna til mín og settust hjá mér. Tíkin Júlía ef fyrrum götuhundur sem fyrri eigandi hússins hafði tek- ið að sér og notað sem varðhund í garðinum, Rex er svo sonur hennar sem var bara hvolpur þegar ég kom hingað fyrst. Þau standa sig sér- staklega vel við að verja húsið, sér- staklega frá risastóru rottunum sem koma upp úr opna holræsinu ofar í götunni á nóttunni og reyna að komast í gegnum garðinn að hús- inu. Fólk talar stundum mjög illa um götuhunda. Sumt af erlenda ríka fólkinu hérna í Niamey virðist hafa gaman af því að gera lítið úr inn- lendu hundgreyjunum, sérstaklega í samanburði við sína eigin hrein- ræktuðu hunda frá Evrópu og Am- eríku. Þau dásama eitthvað rándýrt hreinræktað gerpi, og á meðan þau blaðra þá starir þetta kvikindi rang- eygt og slefandi á mann úr hand- töskunni þeirra. Fólk má alveg hafa sínar skoðanir, og mér þykja oft- ast næstum allir hundar dásamleg- ir á sinn hátt, en hundasnobb skil ég hins vegar ekki. Það eru fornar teikningar í hellum í Sahara eyði- mörkinni af hundum á veiðum með mannfólki og rannsóknir sýna að afrísku götuhundarnir, eins og varð- hundarnir mínir, eru með mikið og fjölbreytt genamengi sem bendir til þess að þeir séu afkomendur hunda sem eru búnir að vera hérna með mannfólkinu í Afríku í yfir 7000 ár. Ég hef lesið um afríska götuhunda sem eru notaðir sem varðhundar í þorpum til vernda fólk frá rán- dýrum eins og hýenum, og jafnvel ljónum. Ég efa að töskugerpi ríka fólksins myndi gera sama gagn. Mér þykir vænt um varðhundana mína og eftir að hafa klappaði þeim um stund fór ég inn og náði í rest- ina af steikinni minni og rauðvíns- flöskuna. Ég kom aftur og sett- ist svo með þessum bestu vinum mannsins á stéttinni í garðinum mínum. Ég talaði við hundana á íslensku og gaf þeim kjötbita. Það er oft léttir að bara tala upphátt á móðurmálinu þegar maður er bú- inn að vera lengi í burtu frá ís- landi. Ég sagði þeim að sama hvort þau væru að verja mig frá rottum og ljónum eða bara að veita mér félagsskap í samkomubanni, þá væru þau bæði mjög góðir hundar. Gamla tíkin Júlía stökk að lokum burt til að elta einhverja eðlu sem kom niður út mangótrénu og hún skildi okkur Rex eftir. Eftir því sem rauðvínið hvarf ofan í mig og kjöt- bitarnir ofan í Rex þá fannst mér við skilja hvorn annan betur, og mér fannst að lokum að við værum báðir farnir að syngja með laginu inn í nóttina: Gott er að geta talað við einhvern sem að skilur þig. Traustur vinur getur gert - kraftaverk. Geir Konráð Theódórsson í Níger Traustur vinur getur gert kraftaverk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.