Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202016 Snæfellsbær sendir lesendum Skessuhorns og öðrum Vestlendingum hlýjar sumarkveðjur Gleðileg� �uma�! Verið velkomin í útivistarparadísina okkar undir Jökli í sumar Gatklettur Skorradalshreppur óskar íbúum Skorradals og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Hvalarðarsveit óskar íbúum Hvalarðarsveitar og Vestlendingum gleðilegs sumars. Eyja- og Miklaholtshreppur óskar sveitungum sínumog öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars. Á bænum Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal er blönduð starfsemi, ferðaþjónusta með gistingu í litlum gestahúsum, hestamiðstöð auk þess sem þar er ríflega 600 kinda fjárbú. Þar sem svo mikil starfsemi er þarf að huga vel að öllu skipulagi svo starfið gangi smurt. „Við reynum að ramma vel inn tímasetningar og stílum inn á að hafa sauðburð eins stuttan og hægt er. Best er ef hann byrjar svona viku af maí og að síðasta kindin beri rétt um mán- aðamótin maí/júní,“ segir Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hallkelsstaða- hlíð í samtali við Skessuhorn. Eitt- hvað fór þetta plan þó úr skorðum í ár því sauðburður byrjaði með stæl í byrjun apríl. „Þetta var svona smá aprílgabb hjá okkur,“ segir Sigrún og hlær. „Það voru nokkrar sem komu aðeins seinna heim í haust og höfðu verið með hrúta með sér og það hefur verið gaman hjá þeim. Það hitti heldur betur vel á því það er ekki alltaf mikil frjósemi á svona óhefðbundnum tíma.“ Frjósem- in var heldur betur mikil snemma í haust því 14 ær komu með 33 lömb í byrjun þessa mánaðar. „Okkur leist ekkert á þetta í byrjun því kind númer tvö bar fjórum og svo komu þrjár með þrjú. En það var í raun bara lán í óláni að ein missti en svo bara urðum við að taka upp pelann og sækja lambaduft í Kaupfélagið,“ segir Sigrún og bætir við að þau hafi einnig fengið neyðarkall úr Dölum. „Það var einn bóndi með einlembu sem missti sitt lamb og sauðburður þar ekkert byrjaði svo hann þurfti lamb til að venja und- ir, þau brunuðu til okkar svo rollan myndi fá lamb,“ segir hún. Rollurnar stálu senunni Sigrún segir þau ekki oft hafa lent í því að fá svona mörg lömb þetta snemma á vorin en að það sé þó reglulega ein eða tvær sem beri snemma. „Markmiðið okkar í ár um að stytta sauðburðinn fór alveg út um þúfur,“ segir hún og hlær. „Þetta eru skrýtnir tímar núna þegar það eru ekki gestir í húsun- um hjá okkur en þá náðu rollurn- ar bara að stela senunni,“ segir Sig- rún. Aðspurð segir hún fyrra holl sauðburðarins lokið og nú taki við rólegt tímabil þar til hinn eigin- legi sauðburður á að hefjast í byrj- un næsta mánaðar. „Það er nóg að gera í tamningum, að ríða út og Markmiðið að stytta sauðburðinn fór út um þúfur Sigrún að finna sitt fé í réttum. Þetta lamb fór í Dalina í vor því þar bar ein ær og missti lambið sitt. Smá forskot var tekið á sauðburðinn í Hallkelsstaðahlíð. Fátt krúttlegra en lítið lamb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.