Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 20208 Fullir í fjall- göngu BORGARBYGGÐ: lög- reglunni á Vesturlandi barst tilkynning á sunnudag um ölvaða menn á bíl við Grá- brók. lögregla fór á staðinn og þar voru þrír menn sem virtust allir vera ölvaðir. Þeir voru hins vegar ekki akandi sjálfir. Höfðu þeir gengið á Grábrók ásamt fleirum og biðu við bílinn eftir að rest- in af hópnum kæmi niður af fjallinu. -kgk Hljóp fyrir bíla BORGARBYGGÐ: Um hádegið á þriðjudaginn í síð- ustu viku gerði unglispilt- ur sér það að leik að hlaupa fyrir bíla á Borgarbraut í Borgarnesi. Einn ökumað- ur tilkynnti lögreglu að hann hefði þurft að nauðhemla og litlu hefði munað að hann hefði ekið á piltinn, þar sem hann hljóp út á götuna. lög- regla kannaði málið og ræddi við skólastjórnendur sem síðan hafa samband við for- eldra. -kgk Barn laust í bíl AKRANES: Tilkynnt var um barn laust í bíl, ekki í bílstól, á Akranesi að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku. Tilkynnandi gaf upp númer bílsins og taldi bílinn á leið til Reykjavíkur. lögreglan á Vesturlandi hafði því sam- bandi við kollega sína á höf- uðborgarsvæðinu, en það er litið alvarlegum augum ef börn eru laus í bílum. -kgk Dósaþjófar BORGARBYGGÐ: Vitni hafði samband við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og greindi frá því að verið væri að stela dósum úr dó- sakistu Skallagríms við N1 í Borgarnesi. Athæfið náðist á myndband og þar sáust núm- er bíls sem tengdist þjófnað- inum. Bíllinn fannst síðan í Kópavogi. Málið er til rann- sóknar. -kgk Slys sem ekki varð HVALFJSV: lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um umferðarslys rétt norð- an við Hvalfjarðargöng í vik- unni sem leið. Tilkynnandi nafngreindi mann, sagð- ist hafa fengið skilaboð frá honum með beiðni um að hringja eftir aðstoð. Haft var samband við manninn sem sagt var að hefði lent í slys- inu. Reyndist hann þá stadd- ur á Höfn í Hornarfirði. Kom síðan í ljós að sá sem hringdi og tilkynnti slysið á við veikindi að stríða og at- burðarásin átti ekki við rök að styðjast. -kgk Gat á sjókví í Patreksfirði VESTF: Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) miðvikudaginn 15. apríl um gat á nótarpoka einn- ar sjókvíar Arnarlax við Eyri í patreksfirði. Gatið uppgötv- aðist um kl. 11:00 þann 15. apríl við reglubundið neðjan- sjávareftirlit. Samkvæmt upp- lýsingum Arnarlax var gatið á botni nótarpokans eða á 35 m dýpi og var það um 100x100 cm. í kvínni voru um 100.000 laxar með meðalþyngd 6,8 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 18. mars sl. og var nótarpoki þá heill. „Mat- vælastofnun hefur kallað eft- ir gögnum og upplýsingum er varða viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. Arnarlax lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað í gær, enginn lax hefur veiðst og liggja net enn úti.“ -mm Akandi eltihrellir Á föstudagskvöld hafði öku- maður samband við lögreglu og kvaðst vera hræddur um að verið væri að elta sig, sagði sama bílinn hafa fylgt sér úr Mosfellsbæ og upp á Akranes. lögregla kannaði málið, hafði upp á umræddum manni sem viðurkenndi að hann hefði vissulega elt bílinn og gaf þær skýringar að hann teldi að hinn ökumaðurinn hefði vink- að sér í Mosfellsbæ. Grunur ökumannsins reyndist því á rökum reistur, en lögregla gat ekki aðhafst frekar í málinu. -kgk Árekstur á Innnesvegi AKRANES: Þriggja bíla árekstur varð á Innnesvegi laust fyrir kl. 23 á laugardags- kvöld. Ökumaður stöðvaði við þrengingu á götu til að víkja fyrir umferð sem kom á móti. Annar bíll stöðvaði fyrir aft- an hann en sá þriðji ók á þann bíl svo þeir skullu allir saman. Ökumaður bar við sig nátt- blindu og að hafa blindast af umferð sem kom á móti. Öku- maður og farþegi eins bíls- ins kenndu sér eymsla í hálsi og voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar. Tveir aðrir ökumenn kenndu sér engra eymsla. Tveir bílar voru óökuhæfir og þurfti að fjar- lægja þá, en þeim þriðja var ekið af vettvangi. -kgk Fíkniefnaakstur AKRANES: Ökumaður var stöðvaður á Faxabraut á Akra- nesi síðdegis á mánudag, grun- aður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Strokpróf svaraði jákvætt á neyslu am- fetamíns. Ökumaður kvaðst hafa neytt efnisins sólarhring fyrr. Maðurinn var handtek- inn og færður á lögreglustöð- ina en sleppt eftir hefðbundna málsmeðferð. -kgk Föstudaginn 17. apríl birti Vinnu- málastofnun mánaðarskýrslu sína með uppbroti á atvinnuleysi í mars- mánuði. Skýrslan er sú fyrsta sem Vinnumálastofnun birtir eftir að hún hóf að greiða hlutabætur sam- kvæmt nýju bráðabirgðarákvæði sem tók gildi um miðjan mars. „Reikna má með því að áhrif þess að hluti vinnumarkaðarins hefur stöðvast sé ekki að fullu kominn fram í tölum um fullt atvinnuleysi þar sem launafólk á í flestum tilfell- um 1-3 mánaða uppsagnarfrest og uppsagnir miðast við mánaðamót. Þeir sem misstu störf sín í mars koma því ekki inn á atvinnuleysis- skrá fyrr en í maí, í tilfelli mánað- aruppsagnarfrests, eða júlí hjá þeim sem hafa þriggja mánaða uppsagn- arfrest. Þá hefur hlutabótaúrræðið stuðlað að því að fyrirtæki geti hald- ið ráðningarsambandi við starfsfólk sitt á meðan óvissan er sem mest og mun hluti þess að vonum ganga til baka um leið og samkomubanni léttir og hægt verður að hefja eðli- lega starfsemi margra fyrirtækja á ný. Afleiðingar kórónuveirufarald- ursins á vinnumarkaði koma því að líkindum ekki að fullu fram í at- vinnuleysistölum fyrr en í sumar,“ segir í tilkynningu. Atvinnuleysi hefur aukist mjög hratt á síðustu viku. Atvinnuleysi meðal þeirra sem eru að fullu án at- vinnu var 5,7% í mars, sem er það mesta síðan 2012 en það jafngildir því að 14.200 manns hafi verið án at- vinnu að fullu í mánuðinum sem er fjölgun um ríflega 5.000 manns frá fyrri mánuði. Því til viðbótar voru um 24.400 manns í skertu starfs- hlutfalli í mars sem jafngildir 3,5% atvinnuleysi í mánuðinum, en lög um hlutabætur tóku gildi frá og með miðjum marsmánuði. í heild- ina mældist atvinnuleysi því 9,2% í marsmánuði sem er svipað og þegar atvinnuleysi var sem mest í kjölfar efnahagshrunsins. Á Suðurnesjum er atvinnuleysi mest þar sem fullt atvinnuleysi er 9,6%. Minnst er atvinnuleysi á Norð- urlandi vestra þar sem fullt atvinnu- leysi er 2,5%. Hlutfallslega jókst fullt atvinnuleysi mest á Suðurlandi þar sem það fór úr 3,6% í febrúar í 4,4% í mars. Fullt atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu, fór úr 5% í febrú- ar í 5,9% í mars. Atvinnuleysi er því mest, og hefur aukist mest, á þeim landsvæðum þar sem vægi ferða- þjónustu er mikið. Hér á Vesturlandi er atvinnuleysi nú 6,2% og skiptist þannig að 3,7% þiggur fullar bætur, en 2,5% hlutabætur. mm Seint síðastliðið föstudagskvöld handtóku lögreglumenn frá Vest- urlandi og Vestfjörðum þrennt; tvo karlmenn og eina konu, á Vest- fjarðavegi við Sælingsdal í Döl- um. Fólkið var á tveimur bifreið- um, sem báðum hafði verið stol- ið fyrr um kvöldið í Reykhólasveit. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang hafði ökumaður velt ann- arri bifreiðinni en þó ekki hlotið al- varleg meiðsli. Ökumenn beggja bifreiðanna eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá er fólkið grunað um að hafa veist að manni sem ætlaði að koma því til aðstoðar fyrr um kvöldið á móts við Gufudal í Reykhólasveit, eftir að fólkið hafði fest bíl þar. Þá er fólkið grunað um að hafa gengið í skrokk á manninum, auk þess að stela bif- reið hans. Við bæinn Klukkufell í Reykhólasveit tók fólkið svo aðra bifreið ófrjálsri hendi. Fólkið var allt flutt í fanga- geymslur lögreglu við Hverfisgötu í Reykjavík og hófust yfirheyrslur yfir því á laugardag. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum. mm Atvinnuleysi á Vesturlandi komið í 6,2% Stálu bílum í Reykhólasveit og grunuð um margháttuð brot Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverf- isáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofn- un vísaði að mati ÚÚA í ranga laga- grein. Ákvörðunin breytir því hins vegar ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, en vinna við það er á lokametrunum. Úrskurður- inn féll í kærumáli Vegagerðarinn- ar á hendur Skipulagsstofnun. Níu sveitarfélög á Vesturlandi höfðu einnig kært sama mál til úrskurð- arnefndarinnar en nefndin vísaði þeim frá, þar sem hún taldi sveit- arfélögin ekki málsaðila. Þeir ein- ir gætu átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem ættu lögvarðra hags- muna að gæta. Umhverfisvernd- ar-, útivistar- og hagsmunasam- tök teljist þannig eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Sveitarfélög séu ekki samtök í skilningi laganna og njóti ekki lögfestrar kæruheimildar. Stjórnvöld hafi almennt ekki kæru- rétt í stjórnsýslunni. Niðurstaðan sú sama Þótt nefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, sem fyrr segir. í rökstuðningi nefnd- arinnar kemur hins vegar fram að þrátt fyrir að ákvörðunin falli óhjá- kvæmilega úr gildi vegna gallans sé niðurstaðan hin sama, „að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar skuli fara fram,“ eins og segir í úrskurði nefndarinnar. Vísir hefur eftir G. pétri Matth- íassyni, upplýsingafulltrúa Vega- gerðarinnar, að búast meig við því að verkið verði boðið út í júní, að því gefnu að allt gangi upp sem snýr að umhverfismati, breyting- um á deiliskipulagi og veitingu framkvæmdaleyfis. Vinna við um- hverfismat sé á lokametrunum og verið sé að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun muni síðan taka sér allt að fjórar vikur til að veita álit um mat á umhverfisáhrifum. kgk/ Ljósm. úr safni. Ákvörðun um umhverfismat felld úr gildi vegna formgalla Mat skal engu að síður fara fram

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.