Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202020 Guðmundur R. lúðvíksson er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann fluttist að heiman ungur að árum en kveðst aldrei hafa get- að slitið ræturnar. „Ég er búinn að vera nokkur ár í burtu, 52 ár, eitt- hvað svoleiðis,“ segir hann. „Ég hef aldrei getað slitið ræturnar. Hérna er alltaf heima, sama þó ég hafi búið út um allt land og í útlönd- um. Þetta er skrýtið, ræturnar ná rosalega djúpt hérna,“ segir Guð- mundur. Nú er hann snúinn aft- ur til heimabæjarins eftir meira en fimm áratugi annars staðar og kann því vel. Hann réði sig sem mat- reiðslumann á dvalar- og hjúkrun- arheimilið Höfða. En hvað varð til þess að hann fór aftur að starfa í sínum gamla heimabæ? „Ég var búinn að vera í fyrirtækjarekstri í tólf ár. Ég var að flytja inn lED ljós, var sá fyrstu til að hefja inn- flutning á þeim á sínum tíma. En svo kom bara að því að ég fékk nóg, eins og gengur og gerist og ákvað að hætta. Þá rakst ég á þessa auglýs- ingu um matreiðslumann á Höfða. Ég lét slag standa, sótti um og var ráðinn,“ segir Guðmundur. „Ég er rosalega ánægður með það. Eig- inlega er gamall draumur að ræt- ast því hérna er alltaf heima,“ seg- ir hann. Alltaf með miðann í vasanum Guðmundur er matreiðslumeistari að mennt og hefur starfað við fag- ið stóran hluta ævinnar. En þangað stefndi hann aldrei. „Ég ætlaði allt- af að verða myndlistarmaður, hafði mjög gaman af því að munda stúf- inn,“ segir hann. „En á einhverjum tímapunkti tók pabbi mig til hliðar og sagði við mig: „lærðu einhverja iðn fyrst,“ en svo bætti hann við: „en skrifaðu á miða að þú ætlir þér að læra myndlist einhvern tímann á lífsleiðinni og settu inn hámarks- aldur þar sem þú ákveður að fara og læra hana. En fyrst verðurðu að hafa einhvern annan bakgrunn og menntun.“ Ég hef verið svona 13-14 ára þegar þetta var. Ég skrif- aði á miðann og setti hann í brjóst- vasann. Og ég var með hann á mér í fleiri, fleiri, fleiri ár, alltaf annað hvort í brjóstvasanum eða vesk- inu. Örugglega í meira en tuttugu ár, alltaf var ég með miðann á mér,“ segir Guðmundur. „Svo kom að því! Ég var í mjög fínni stöðu sem yfirkokkur á sjúkrahúsinu í Eyjum þegar ég tók miðann upp, þá 35 ára gamall og las af miðanum. Þar stóð að ég ætlaði að byrja að læra mynd- list og það í síðasta lagi 35 ára. Svo ég skellti mér til Reykjavíkur og fór í inntökupróf í Myndlistar- og handíðaskólanum, klára hann og fór svo í framhaldsnám til Hol- lands í fjögur ár og eitt til viðbótar til Þýskalands,“ segir hann. „Þann- ig að ég varði níu árum í að mennta mig í myndlistinni og sé ekki eftir því,“ segir listamaðurinn. Afmunstraður Stuttu eftir að Guðmundur hrip- aði loforð til sjálfs síns á miðann góða réði hann sig sem háseta og réri til fiskjar bæði með Höfrungi II og Skírni. „Þar var Jónas Hall- grímsson kokkur, þetta var líklega á Skírni. Hann plataði mig til þess að aðstoða sig í eldhúsinu og það varð til þess að ég fór að læra kokkinn. Mig langaði ekkert að gera það, en hugsaði með mér að ég skyldi gera það fyrir pabba, þá væri ég búinn að læra einhverja iðn,“ segir Guð- mundur sem var ekki ýkja lengi á sjónum. „Ég var bara unglingur og þá á Höfrungi II. Einu sinni vorum við að koma af síld í Norðursjónum á Skírni eða Höfrungi, fórum inn í Vestmannaeyjum og þaðan til Þor- lákshafnar. Þar sé ég gamla Mosk- vítsinn hans pabba, módel 1959, á bryggjunni. Ógeðslega flottur bíll. pabbi kom um borð og fór beint upp í brú. Þar talaði við Gauja skipstjóra og sagði honum að af- munstra mig, því ég ætti að fara og klára gagnfræðaskólann. Ég vissi náttúrulega ekkert um þetta fyrr en Gaui stakk alveg sköllóttum hausn- um út um gluggann og kallaði á mig; „Rúnar, taktu pokann þinn. Ég er búinn að afmunstra þig“,“ segir Guðmundur. „Svo sat ég aft- an í moskanum, jafn lifandi og þú situr þarna, og sagði ekki eitt auka- tekið orð alla leiðina heim. Ég var í svo mikilli fýlu,“ bætir hann við og brosir. Hefur sýnt um allan heim En úr varð að Guðmundur fór aft- ur í skóla og lærði síðar til mat- reiðslumeistara eins og áður hafði verið rakið. Þar með var loforðið við föður hans uppfyllt og hann gat leyft sér að leggja myndlistina fyrir sig síðar. Sem hann og gerði. Síðan þá hefur auðvitað mikið vatn runn- ið til sjávar. „Ég er búinn að gera allan andskotann og sé ekki eftir neinu,“ segir Guðmundur. Hann hefur fengist við eitt og annað í gegnum tíðina, rekið hótel og veit- ingastaði og flutt inn lED-ljós svo dæmi séu tekin. Samhliða öðrum störfum hefur hann verið iðinn við myndlistina, málað margar myndir og tekið þátt í listasýningum út um allan heim. Á næsta ári tekur hann þátt í stórri sýningu í Þýskalandi, NordArt, sem er ein stærsta sam- sýning á nútímalist sem haldin er í Evrópu ár hvert. Verður það í ann- að skiptið sem Guðmundur tekur þátt í sýningunni. „Þetta er ótrúleg sýning, alveg mögnuð, haldin á 100 þúsund fermetra svæði. Um það bil „Ég held við séum öll að fást við það nákvæmlega sama“ - rætt við Gumund R. Lúðvíksson, myndlistarmann og matreiðslumeistara Guðmundur R. Lúðvíksson, myndlistarmaður og matreiðslumeistari. Ljósm. kgk. Ungur drengur á Akranesi. Guðmundur fær viðurkenningu á verðlaunaafhendingu í Leipzig í Þýskalandi. Verk unnið fyrir Narsarsuaq í Grænlandi sem heitir „Last Greenlander supper“. Guðmundur ásamt Ingu Rósu Kristinsdóttur, eiginkonu sinni, með performans á Listahátíð í Reykjavík. Guðmundur og Inga eru bæði listamenn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.