Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202012 „Þar sem mikil óvissa ríkir um áætl- aðar tekjur í Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga á árinu 2020 verður að fram- kvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020. ljóst er að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár,“ segir í til- kynningu sjóðsins til sveitarfélaga. „Þar sem erfitt er að spá fyrir um þróun skatttekna ríkissjóðs og út- svarstekna sveitarfélaga verður ekki unnt að gefa út nýja greiðsluáætl- un fyrir sjóðinn vegna ársins 2020 fyrr en að nokkrum vikum liðnum. í kjölfarið verða framlög ársins 2020 enduráætluð.“ Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fram- lögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnu- reglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þá greiðir sjóðurinn fram- lög til samtaka sveitarfélaga, stofn- ana þeirra og annarra aðila í sam- ræmi við ákvæði laga. Jöfnunar- sjóður starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga og eins og nafnið bendir til er hlutverk sjóðsins að miðla tekjum milli sveitarfélaga og jafna aðstöðumun þeirra. Byggja greiðslur úr Jöfnunarsjóði m.a. á reglum um útgjaldajöfnun, jöfnun fasteignagjalda, greiðslur vegna fatl- aðra og til reksturs grunnskóla svo dæmi séu tekin. Síðastnefnda atriðið vegur þungt í tekjum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þar sem sveitarfé- lagið Borgarbyggð er landstórt og rekur auk þess nokkra grunnskóla hefur það fengið hæstu greiðslur úr Jöfnunarsjóði, af sveitarfélögum á Vesturlandi. í áætlun fyrir yfir- standandi ár nema heildargreiðslur til Borgarbyggðar úr Jöfnunarsjóði 974 milljónum króna, áætlað var að Akraneskaupstaður fengi 859 milljónir, Snæfellsbær 498 millj- ónir, Stykkishólmur 270 milljónir, Dalabyggð 264 milljónir, Eyja- og Miklaholtshreppur 57 milljónir og Helgafellssveit 26 milljónir. Skorra- dalshreppur og Hvalfjarðarsveit hafa miklar tekjur af fasteignagjöld- um og er ekki áætlaðar greiðslur úr Jöfnunarsjóði á þessu ári. mm Töluverðar framkvæmdir eru að hefjast við Akraneskirkju. Að und- anförnu hefur verið málað inn- andyra og hefur tíminn nýst vel vegna takmarkana á samkomu- haldi. Stærsta einstaka framkvæmd- in verður að skipta um klæðningu utan á kirkunni. „Klæðningin er farin að láta á sjá, einkum á norð- urhliðinni, en húsaklæðningar hér á Akranesi hafa tilhneigingu til að fara illa vegna seltu. Sett verður litað alusink efni á alla útveggi og turnhúsið,“ segir séra Þráinn Har- aldsson sóknarprestur í samtali við Skessuhorn. liturinn á klæðning- unni verður sá sami og er á kirkj- unni í dag. Einnig verður skipt um allt gler á norðurhlið kirkjunnar. Auk þessara framkvæmda verður á næstu vikum ráðist í endurbætur innanhúss. „Nú í þessari viku kom til okkar fólk sem ætlar að hreinsa upp pípuorgelið á loftinu. Það eru þau Björgvin Tómasson orgel- smiður og Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Um töluvert stóra aðgerð er að ræða og meðan að á fram- kvæmdum stendur munum við ekki getað notað kirkjuloftið nema að hluta til. Verkið mun standa yfir í um fjórar vikur.“ loks nefnir Þrá- inn að í sumar muni Bjarni Skúli Ketilsson listmálari taka altaristöfl- una niður og forverja málverkið. „Það er vandaverk og því er mik- ill fengur fyrir okkur að hafa fengið Baska til þess, en hann hefur sérhæft sig í slíkri vinnu samhliða listsköp- un sinni í Hollandi,“ segir séra Þrá- inn. Altaristaflan er 150 ára á þessu ári og er því eldri en kirkjan sjálf, en hún prýddi áður Garðakirkju. Sig- urður Guðmundsson málari gerði hana sem eftirmynd af altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Meðan á viðgerð stendur mun eftirprentun af málverki verða sett í rammann.“ Sníðum starfið að kröf- um heilbrigðisyfirvalda Eins og nýlega kom fram í Skessu- horni eru nú þrír prestar starfandi við Garða- og Saurbæjarprestakall. Þeir skipta með sér verkum og hitt- ast ekki nema í gegnum síma og tölvur til að lágmarka smithættu. „Þetta ástand krefst töluverðr- ar útsjónarsemi en allt kirkjustarf er með öðrum hætti en við eigum að venjast. Við frestuðum eins og kunnugt er fermingum til hausts- ins og þá hafa einungis nánustu að- standendur mátt vera viðstaddir út- farir í kirkjunni. Þannig höfum við orðið að sníða starf okkar að þeim kröfum sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett. Við munum fara rólega af stað með kyrrðarstundir frá og með 17. maí en áfram munu takmarkan- ir gilda til dæmis hvað varðar fjar- lægð. Okkur þótti því kjörið að nýta vorið og sumarið í samkomu- takmörkunum til að ráðast í fram- kvæmdir á kirkjunni. Þetta er gam- alt hús, byggt 1896, sem eðli máls- ins samkvæmt krefst því mikils við- halds. Kirkjunni barst fyrir nokkr- um árum rausnarleg peningagjöf sem nýtt verður til að kosta fram- kvæmdir við orgelið. Slíkar gjafir berast af og til og erum við þakk- lát fyrir þær,“ segir séra Þráinn. Kirkjunefnd kvenna mun greiða fyrir viðgerð á altaristöflunni. mm Skjámynd af heimasíðu Jöfnunarsjóðs. Mikil óvissa ríkir um greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Bjarni Skúli Ketilsson listmálara mun í sumar taka altaristöflu Akraneskirkju niður og lagfæra og hreinsa málverkið sem er um 150 ára gamalt. Nýta vorið og sumarið til lagfæringa á Akraneskirkju Klæðningin á norðurhlið Akraneskirkju er farin að láta á sjá. Nú verður sett litað alusink á allar hliðar hússins. Á mánudaginn var byrjað að taka pípuorgelið á kirkjuloftinu niður, pípu fyrir pípu. Orgelið er frá 1988 og hefur aldrei áður fengið slíka hreinsun. Áætlað er að vinna við hreinsunina og lagfæringar taki um fjórar vikur, enda pípurnar í orgelinu um tvö þúsund talsins. Á myndinni eru f.v. Margrét Erlingsdóttir rafvirki og Björgvin Tómasson orgelsmiður, séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur, Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og Helga Sesselja Ásgeirsdóttir kirkjuvörður og meðhjálpari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.