Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl 2020. Íbúðirnar seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. 2ja-3ja herbergja íbúðirnar eru frá 93 fm til 96 fm, möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Sérmerkt bílastæði. Sérgeymsla í kjallara. Verð 39,0 millj. (ein íbúð eftir). 3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunnar Þingvangur ehf. byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl. Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is SK ES SU H O R N 2 02 0 Opnað fyrir umsóknir um greiðslufrest gjalda Akraneskaupstaður kynnti aðgerðir í byrjun apríl í tengslum við viðspyrnu vegna heimsfaraldursins Covid-19. Tvær aðgerðir tengjast greiðslufrest eftirfarandi gjalda: Greiðslufrestur fasteignagjalda Hægt er að sækja núna um greiðslufrest þriggja gjalddaga, 15. apríl, 15. maí og 15. júní og verða þeir sérstaklega færðir yfir á 15. nóvember, 15. desember og 15. janúar næstkomandi. Allir geta sótt um greiðslufrest og á þetta við þau heimili og fyrirtæki sem eiga við tímabundna örðugleika að stríða vegna tekjufalls og geta nýtt sér þennan valmöguleika. Greiðslufrestur gatnagerðargjalda Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna heims- faraldursins Covid-19 er að bjóða einstaklingum og lögaðilum greiðslufrest vegna gatnagerðargjalda útgefnum í apríl, maí og júní. Hægt er að fresta eindaga reiknings í allt að þrjá mánuði í ljósi þessara sérstakra aðstæðna. Vakin er athygli á því að þessi valkostur er fyrir aðila sem eiga við tímabundna örðugleika að stríða vegna tekjufalls. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í þjónustugátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar má finna á www.akranes.is Rekstur Borgarbyggðar skilaði 429 milljóna króna afgangi á síðasta ári. Ársreikningur sveitarfélagsins og undirstofnana var lagður fram á fundi sveitarstjórnar 8. apríl síðast- liðinn. Rekstrartekjur A og B hluta sveitarsjóðs voru 4.457 milljónir króna, rekstrargjöld 3.844 millj- ónir. Rekstrarniðurstaða var því jákvæð um 429 milljónir króna á síðasta ári og er þetta fimmta árið í röð sem sveitarsjóður er rekinn með hagnaði, en árið 2018 var já- kvæð niðurstaða um 501 milljón. Rekstrartekjur A og B hluta námu 4.457 miljónum á síðasta ári, þar af námu tekjur A hluta 4.031 milljón króna. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 429 milljónir sem fyrr segir, en þar af var niðurstaða A hluta jákvæð um 404 milljónir króna skv. rekstrar- reikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 4.284 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 4.250 milljónum. Skuldir og skuldbindingar nema 4.224 millj- ónum. Handbært fé frá rekstri var 591 milljón og handbært fé í árslok nam 240 milljónum króna. „Ársreikningur fyrir árið 2019 sýnir fram á að rekstur Borgar- byggðar hefur styrkst á árinu líkt og síðustu ár sem er fagnaðarefni,“ segir í bókun meirihluta sveitar- stjórnar. Þar segir að reksturinn hafi að mestu verið samkvæmt áætlun. Tekjur síðasta árs hafi auk- ist, sem megi fyrst og fremst skýra með hærri tekjum einstaklinga og fleiri íbúum í sveitarfélaginu. Þeg- ar litið sé til þeirra aðstæðna sem uppi eru í dag skipti máli að sveit- arfélagið standi vel og að undan- farin ár hafi verið lagt upp með að greiða niður skuldir og styrkja reksturinn. „Þessi staða gerir það að verkum að hægt er að veita við- spyrnu vegna ástandsins sem nú er uppi vegna Covid-19,“ segir í bókun meirihlutans. Þar segir að lokum að vinna við aðgerðaáætl- un sé í fullum gangi í góðu sam- starfi sveitarstjórnarfulltrúa þvert á flokka. kgk/ Ljósm. úr safni. Góður rekstrarafgangur í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.