Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202022 Afborganir náms- lána verða lækkaðar LANDIÐ: Tekjutengd afborg- un námslána lækkar þegar bæði vextir og endurgreiðsluhlutfall á eldri námslánum líN verða lækkuð á næstunni. Ábyrgðar- menn á um 30.000 lánum verða felldir brott til að tryggja jafn- ræði og uppgreiðsluafsláttur hækkaður upp í allt að 15% þeg- ar tillögur um að bæta stuðning við greiðendur námslána verða innleiddar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum starfshóps sem forsæt- isráðherra skipaði árið 2019 um endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslna námslána. Hóp- urinn var skipaður í tengslum við kjaraviðræður á opinberum markaði. Vextir námslána munu lækka úr 1% niður í 0,4%. End- urgreiðsluhlutfall lána lækkar til samræmis sem lækkar afborg- anir og afsláttur vegna upp- greiðslu námslána verður allt að 15% framvegis. Ábyrgðar- menn á lánum í skilum sem tek- in voru fyrir 2009 falla brott og jafnræði þannig tryggt. Starfs- hópurinn mat núvirtan kostn- að aðgerðanna um 14 milljarða króna fyrir ríkissjóð. Hann fell- ur til yfir lengri tíma og unnt er að láta greiðendur námslána njóta góðs af sterkri fjárhags- stöðu lánasjóðsins sem fjár- magnar aðgerðirnar, segir í til- kynningu. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 11.-17. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 6.529 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 4.488 kg í einum róðri. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 6.539 kg. Mestur afli: Óli G GK: 6.539 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 2 bátar. Heildarlöndun: 264.004 kg. Mestur afli: Málmey SK: 211.623 kg í einni löndun. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 63.166 kg. Mestur afli: Óli G GK: 15.590 kg í tveimur róðrum. Rif: 5 bátar. Heildarlöndun: 65.154 kg. Mestur afli: Magnús SH: 31.919 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 6.974 kg. Mestur afli: Sjöfn SH: 4.084 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Málmey SK - GRU: 211.623 kg. 14. apríl. 2. Hringur SH - GRU: 52.381 kg. 15. apríl. 3. Saxhamar SH - RIF: 20.633 kg. 16. apríl. 4. Magnús SH - RIF: 17.282 kg. 15. apríl. 5. Magnús SH - RIF: 14.637 kg. 16. apríl. -kgk „Ég hef verið að mála bara allt mitt líf,“ segir listakonan Darja lane þegar Skessuhorn heyrði í henni hljóðið. Darja er fædd í Rússlandi en flutti með fjölskyldunni í Borg- arnes þegar hún var sex ára, þar sem hún gekk í grunnskóla fyrstu árin, en flutti þá á Akranes þar sem hún lauk grunnskólagöngunni. Næst flutti Darja aftur í Borgarnes þar sem hún gekk í Menntaskóla Borgarfjarðar áður en hún hóf nám í Kvikmyndaskóla íslands á tækni- braut. „Ég hef mikinn áhuga á upp- tökum og að gera myndbönd,“ seg- ir Darja sem hefur verið að vinna við upptökur og ljósmyndun und- anfarið, auk þess sem hún hefur tekið að sér að teikna myndir fyr- ir fólk. Ég hef verið að teikna port- ret myndir og myndir af sumarhús- um og byggingum eftir pöntunum frá fólki. Ég hef líka verið að taka myndir fyrir auglýsingar og slíkt, til dæmis myndir af sumarhús- um sem verið er að leigja út hér í Borgarfirði,“ segir Darja og bæt- ir við að nýverið hafi hún verið að aðstoða við upptöku á þáttum sem ríkissjónvarpið í Rússlandi var að taka upp hér á landi. „Það er svona stærsta verkefnið mitt hingað til,“ segir hún ánægð. Fór yfir í olíumálningu Fyrir um ári ákvað Darja að prófa að mála myndir til að selja og fór þá úr blýantinum yfir í pensilinn og olíumálninguna. „Ég er mest að mála myndir af dýrum og landslagi en hef ekki alveg treyst mér til að gera portret myndir með málningu alveg strax. Ég er ekki að mála eft- ir pöntunum heldur mála ég bara það sem ég vil mála og vona að fólk hafi áhuga á að kaupa það,“ segir hún en meðal þess sem hún hefur verið að mála eru myndir af lunda, sel, síamsketti og fleiru. Fyrr í þess- um mánuði ákvað hún að setja upp heldur óhefðbundna myndlistar- sýningu þar sem hún setti myndirn- ar sínar upp úti í glugga heima hjá sér. „Ég fékk hugmyndina þegar ég sá fólk setja bangsana út í glugga. Ég ætlaði að hafa sýningu í Borgar- nesi í febrúar en var sagt að ég gæti það ekki því ég er með svo margar ólíkar myndir. Það er víst ekki hægt að hafa sýningu með myndum sem eru í mismunandi stíl en þannig eru mínar myndir. Ég ákvað bara í stað þess að ergja mig yfir því að halda eigin sýningu og gerði það bara svona,“ segir hún og hlær. Fikrar sig áfram í flúri Myndlistarsýninguna auglýsti Darja á Facebook í hópi fyrir íbúa í Borgarnesi og segir hún íbúa hafa tekið vel í þetta. „Fólk gat kom- ið og kíkt bara á gluggann hjá mér og það gekk bara ágætlega. Ég varð svo að taka myndirnar niður þeg- ar sólin var komin hærra á loft því hún fer svo illa með málninguna.“ Auk þess að mála hefur Darja verið að prófa sig áfram í tattoo listinni. „Ég hef ekki flúrað neinn ennþá og ég æfi mig með að flúra á appels- ínur og silicone húð,“ segir hún. Darja hefur gert tvær tattoo teikn- ingar eftir pöntun en ekki fengið að flúra þær sjálf. „Ég vona að ég muni annað hvort fá að vinna bráðum á tattoo stofu, þegar ég verð betri í að flúra,“ segir hún og bætir við að það gætu jafnvel komið til greina að opna eigin tattoo stofu í Borgarnesi einn daginn. Til að fylgjast með Darju og hennar list er hægt að skoða Instag- ram síður hennar undir nöfnunum darja.lane og darjaak.art auk þess sem hægt er að finna hana á Fa- cebook eða Etsy undir nafinu Dar- jaKArt. arg/ Ljósm. aðsendar. Setti upp sýningu í glugganum Darja Lane er ung listakona í Borgarnesi. Þennan síamskött málaði Darja. Fallegt og öðruvísi málverk af hrúti. Lundi. Selur að kíkja upp úr sjónum. Skemmtileg landslagsmynd. Snæfellsjökull. Tígur. Borgarneskirkja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.