Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 31 Stjórnir Fornbílafjelags Borgar- fjarðar og Bifhjólafélagsins Raf- tanna, en bæði félögin hafa aðset- ur sitt í Brákarey í Borgarnesi, hafa ákveðið að árleg stórsýning bíla og mótorhjóla í Brákarey fellur niður í vor. Sýningin hefur mörg undan- farin ár verið haldin aðra helgina í maí og ætíð verið vel sótt. Þá er Samgöngusafnið í Brákarey enn lokað vegna samkomutakmark- anna, en það gæti breyst eftir 4. maí næstkomandi þegar söfnum verð- ur leyft að opna að nýju fyrir gesta- komu. loks má geta þess að aðal- fundi Fornbílafjelagsins, sem lög- um samkvæmt skal halda að vori, hefur verið frestað þar til í fyrri hluta septembermánaðar. mm Brynhildur Traustadóttir sundkona á Akranesi hefur skrifað undir skóla- styrk við háskóla í Bandaríkjunum, University of Indianapolis. Bryn- hildur mun hefja nám þar í haust ásamt því að æfa sund með háskóla- liðinu. Hún hefur stefnt að þessum áfanga í mörg ár og í tilkynningu óskar stjórn Sundfélags Akraness henni til hamingju með áfangann og óskar henni góðs gengis. mm Sú ákvörðun hefur verið tekin af landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangár- bökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf., að fresta landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. í sam- ráði við Hestamannafélagið Sprett mun mótið fara fram á Hellu sum- arið 2022. Af þeim sökum verð- ur landsmót hestamanna haldið í Kópavogi árið 2024 í stað 2022 eins og samningar gerðu ráð fyrir. Þeim aðilum sem sótt höfðu um að halda landsmótið 2024 hefur verið gefin kostur á að færa þær umsóknir yfir á landsmótið árið 2026. „Sú heilsufarsvá sem stafar af COVID-19 faraldrinum á heims- vísu er ekki liðin hjá og mun hafa ýmsar takmarkanir í för með sér á næstu mánuðum. í máli sóttvarna- læknis, Þórólfs Guðnasonar, hef- ur komið fram að fjöldasamkomur skuli takmarkaðar við 2000 manns a.m.k. út ágústmánuð. landsmót hestamanna er því of fjölmenn samkoma til að hægt sé að halda hana í sumar. Þeir sem keypt hafa miða á viðburðinn munu fá tölvu- póst frá tix miðasölu ásamt því að allar upplýsingar eru aðgengilegar á www.landsmot.is. Miðahafar geta valið um þrennt a) fá endurgreitt b) láta miðann gilda fram til 2022 eða c) styrkja viðburðinn. Allar bókanir á tjaldsvæðum verða endurgreiddar. Fyrirspurnir varðandi viðburðinn skal senda á landsmot@landsmot. is en varðandi miðasölu á info@tix. is,“ segir í tilkynningu. Að endingu segir: „Öll él stytt- ir upp um síðir. Málsaðilar senda hestamönnum baráttukveðjur og hvetja til þess að allir fari að útgefn- um reglum og tilmælum Almanna- varna ríkislögreglustjóra.“ mm Bikarmeistarar Skallagríms í körfu- bolta hafa gengið frá samningi við Guðrúnu Ósk Ámundadóttur um að stýra liðinu áfram á næstu leik- tíð. Karfan.is greindi frá. Guðrún Ósk er uppalin í Borgarnesi og tók við liðinu fyrir ári síðan og náði frá- bærum árangri á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. Skallagrímur lyfti eins og kunnugt er fyrsta bikar- meistaratitli félagsins undir henn- ar stjórn fyrr í vetur, en liðið var í fjórða sæti Dominos deildarinnar þegar deildin var flautuð af vegna Covid 19. „Mikil ánægja er með að hafa Guðrúnu áfram við stjórnvöl- inn og eftirvænting í loftinu fyrir næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Skalla- gríms. mm Stóri plokkdagurinn verður hald- inn á Degi umhverfisins laugar- daginn 25. apríl næstkomandi. Það er von skipuleggjenda að sem flest sveitarfélög, stofnanir og fyrir- tæki hvetji almenning til þátttöku og auðveldi hreinsun umhverfis- ins með hvers kyns aðkomu og að- stoð. „Samkomubann er alveg upp- lagt til að taka á því í plokkinu. Frá- bær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum ár- angur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. plokkið kostar ekkert og kall- ar ekki á nein tæki nema ruslapoka. Allsstaðar um landið eru öflugustu plokkararnir þó löngu byrjaðir,“ segir í tilkynningu frá samtökunum plokk á íslandi. Samtökin eru hópur einstaklinga sem ber virðingu fyrir umhverfinu og hefur það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fall- ið hefur til frá íbúum, framkvæmd- um eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi og síðast en ekki síst við strendur landsins. Hópurinn á sérsvæði á Facebook og telja meðlimir hans rúmlega 6000 manns. Þar deila meðlimir sigrum og áskorunum í umhverfismálum og þar hvetja meðlimir hvor aðra til dáða og birta myndir af rusli sem tekið hefur verið úr náttúrunni og fært á viðeigandi sorpmóttöku- eða endurvinnslustöð. mm Þjóðaröryggisráð íslands hefur ákveðið að koma á fót vinnuhópi til að kortleggja birtingarmynd- ir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerð- ir til þess að sporna gegn henni. „íslensk stjórnvöld eru nú í sam- starfi við önnur EES-ríki um að sporna gegn upplýsingaóreiðu og rangfærslum í tengslum við CO- VID-19. Sjaldan hefur verið mikil- vægara að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum eins og nú í tengslum við þennan heimsfaraldur sem nú geisar,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. í vinnuhópnum eru þau Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Kjartan Hreinn Njálsson frá landlæknisembættinu, Jón Gunnar Ólafsson doktor í fjöl- miðlafræði, Anna lísa Björnsdótt- ir samskiptamiðlafræðingur, Guð- rún Hálfdánardóttir blaðamaður, María Mjöll Jónsdóttir frá utanrík- isráðuneytinu, Sigurður Emil páls- son frá samgöngu- og sveitastjórn- arráðuneytinu, Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmála- ráðuneytinu og Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, sem leiðir starf hópsins. mm Framtakssamar stúlkur á Akranesi sem tóku sig til á síðasta ári og hreinsuðu rusl úr umhverfinu. F.v: Ásdís Rebekka Karlsdóttir, Eva María Elíasdóttir og Tinna Dís Orradóttir. Stóri plokkdagurinn verður á degi umhverfisins Árleg stórsýning í Brákarey fellur niður Landsmóti hestamanna frestað um ár Vinnuhópur gegn upplýsingaóreiðu Brynhildur á háskólastyrk í USA Guðrún Ósk lengst til hægri þegar bikarmeistaratitillinn var í höfn, hér ásamt systrum sínum og foreldrum. Samið um að Guðrún Ósk þjálfi Skallagrím áfram

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.