Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202014 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, hefur ráðstaf- að 200 milljóna króna viðbótar- framlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020. Aukafjárveitingin er hluti af sér- stöku tímabundnu fjárfestingará- taki stjórnvalda til að bregðast við áhrifum af Covid-19 faraldrinum. Markmiðið er að hraða uppbygg- ingu á innviðum ferðamannastaða um landið allt. Alls hljóta 15 verkefni brautar- gengi með aukafjárveitingunni, til viðbótar við þau 33 sem fengu styrki úr sjóðnum þegar úthlut- að var í mars síðastliðnum. Um er að ræða verkefni um allt land sem sótt var um styrk fyrir í sjóð- inn við síðustu úthlutun, en fengu ekki styrk þá. Þar af eru tvö verk- efni á Vesturlandi. Dalabyggð fær tæplega 16,2 milljóna króna styrk vegna minningarreits um sagna- ritarann Sturlu Þórðarson og Eyja- og Miklaholtshreppur fær 7,6 milljónir vegna útisvæðis við Gestastofu Snæfellsness í Breiða- bliki. kgk Þessa dagana eru strandveiðimenn um allt land á fullu að gera báta sína klára fyrir veiðarnar. Það er að ýmsu að huga áður en haldið er til veiða en áætlað er að þær hefj- ist mánudaginn 4. maí. Ekki er þó búið að gefa út hvernig veiðunum verður háttað þetta árið. lands- samband smábátaeigenda hefur þó sent sjávarútvegsráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann beiti sér fyrir breytingu á ákvæði um strandveiðar í lögunum um stjórn fiskveiða og er beiðnin fram komin í ljósi áhrifa af COVID-19. leggur landssambandið til að í stað þess að strandveiðar standi yfir frá maí til og með ágúst, og að 48 veiðidag- ar skiptist jafnt á mánuðina, verði dagarnir gefnir út til 12 mánaða og að engar hömlur verði á því hvenær þeir verði nýttir, en nú er einung- is hægt að nýta fjóra daga vikunn- ar, mánudaga til fimmtudaga. Ekki hefur enn borist svar frá ráðherra við þessari beiðni en breytingar á strandveiðum hafa oft verið gerðar rétt áður en þær hefjast. þa Kristján Þór Júlíusson landbún- aðarráðherra hefur undirritað reglugerð sem flýtir stuðnings- greiðslum við sauðfjárrækt á þessu ári um nokkra mánuði. Upphæðir sem koma áttu til greiðslu 1. sept- ember og 1. október 2020, verður flýtt til 1. maí og 1. júní. Með því að flýta greiðslunum kveðst ráð- herra vera að bregðast við áhrif- um COVID-19 veirunnar á ís- lenskan landbúnað, en aðgerðin mun sérstaklega nýtast þeim stóra hópi sauðfjárbænda sem stund- ar jafnframt aðra starfsemi sam- hliða búskap, svo sem ferðaþjón- ustu, og hafa fundið fyrir miklum tekjusamdrætti vegna kórónaveir- unnar. mm/ Ljósm. úr safni: SÁ. Á Sturlureykjum í Reykholtsdal verður í sumar boðið upp á reið- námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára. Hjónin Jóhannes Krist- leifsson og Hrafnhildur Guð- mundsdóttir hafa rekið hestaleigu og ferðaþjónustu á Sturlureykj- um til margra ára þar sem erlend- ir ferðamenn eru stærsti viðskipta- mannahópurinn. En í ljósi að- stæðna í samfélaginu er ekki hægt að gera ráð fyrir erlendum ferða- mönnum í sumar. „Þetta eru breyttir tímar og við verðum bara að spila með. Ég held að það vanti líka meiri svona afþrey- ingu fyrir krakka,“ segir Hrafnhild- ur í samtali við Skessuhorn og bætir því við að hestaleigan verði einnig opin eins og venjulega, alla daga frá klukkan tíu til fjögur. Á námskeið- unum fá krakkarnir að kynnast hestinum og hvernig skuli umgang- ast hann auk þess að njóta samver- unnar við hestinn og hafa gaman. „Við erum með góða og þrautþjálf- aða hesta sem henta fyrir alla og góða aðstöðu, stóra kaffistofu, reið- höll og skemmtilegar reiðleiðir hér í kring, það er svo gaman að ríða hér með ánni,“ segir Hrafnhildur og bætir við að krökkunum verði ekki skipt upp eftir aldri heldur fái allir kennslu við sitt hæfi óháð aldri og reynslu. „Aldur segir ekkert um getu. Við skiptum hópnum bara niður þeg- ar krakkarnir koma og það skiptir engu máli hvar þú ert staddur, það geta allir lært og munu fá kennslu sem hentar hverjum og einum. En fyrst og fremst ætlum við bara að hafa gaman,“ segir hún. Hvert nám- skeið er frá klukkan tíu til eitt alla mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga í sumar og krakkarnir mega mæta á eins mörg námskeið og þeir vilja. „Við verðum með námskeið í allt sumar, byrjum strax á mánu- deginum 1. júní,“ segir Hrafnhild- ur. arg/ Ljósm. úr safni Aukaúthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Hugmynd um uppbyggingu Sturluseturs í Saurbæ í Dölum komst á skrið sumarið 2018 þegar Sturluhátíð var haldin á Staðarhóli og í Tjarnarlundi. Sturlunefnd lítur á verkefnið sem hluta af hinum „Gullna söguhring” og yrði til þess fallinn að styrkja atvinnulífið á svæðinu í formi menningartengdar ferðaþjónustu. Hér er svipmynd frá Sturluhátíð sumarið 2018. Ríkissjóður ætlar nú að leggja verkefninu lið. Ljósm. úr safni/sla. Annar styrkurinn sem rann til verkefna á Vesturlandi er vegna útisvæðis við Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. Ljósm. úr safni/ mm. Gert klárt fyrir strandveiðar Ráðherra flýtir greiðslum til sauðfjárbænda Margar skemmtilegar reiðleiðir eru við Sturlureyki. Reiðnámskeið á Sturlureykjum í sumar Jóhannes Kristleifsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Sturlureykjum ætla að bjóða upp á reiðnámskeið í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.