Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Síða 21

Skessuhorn - 22.04.2020, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 21 þrjú þúsund listamenn senda inn umsóknir og koma með hugmynd- ir að verkum fyrir sýninguna. Síðan eru valdir svona 190 listamenn, víðs vegar að úr heiminum, til að taka þátt,“ segir hann. Hraunlistaverk á NordArt „Ég fer með stóra hraundranga, sem ég hef fengið leyfi til að taka bæði á Suðurnesjum og í Hafnar- firði, stórar strýtur sem standa upp úr hrauninu. Ég tek þær í heilu lagi og flyt út, sex til átta talsins. Þær verða síðan lýstar upp með sér- stökum ledljósum svo skuggarn- ir mynda andlit/verur - skuggaver- ur út um allt,“ segir Guðmundur. „Þarna verður tilvísun í bæði Kjar- val og svo þessa mýtu sem allir ís- lendingar hafa, að það sjáist álfar og tröll út um allt. Margt fólk í heim- inum hefur aldrei séð hraun, aldrei komið við það og veit ekki hvað það er,“ segir hann. „Hluti af hug- myndinni felst síðan í því að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt. Ég fæ bara kranabíl og næ í þetta, set á pallettur og inn í gám, sendi út og síðan sjá þeir um að stilla öllu upp eins og ég hef sett fyrir. Hugmyndin er sú að listamaður- inn þurfi ekki endilega að vera ger- andi í verkinu sjálfu. Það að skrifa bæjaryfirvöldum bréf, fá leyfi til að taka hraundrangana og fara í gegn- um ákveðið ferli við að koma þessu á staðinn. í þessu tilfelli er það fyr- ir mér hið listræna ferli við að setja upp þetta verk,“ segir Guðmund- ur. Hraunverk Guðmundar verð- ur engin smásmíði, en hann segir öll verkin á NordArt sýningunni á stórum skala. „Það er allt klikkaðs- lega stórt þarna og miklir pening- ar á bakvið þetta. Þarna sér mað- ur kannski koparverk eftir einhvern sem er sex mannhæðir. Allt saman þarf að flytja og koma á staðinn. Megnið af því sem er sýnt á Nord- Art er síðan selt og þetta veltir ótrúlega miklum peningum. Síðast þegar ég sýndi þá seldust öll verkin mín og þeir borguðu mjög vel fyr- ir. Ég fór að spyrja einn af stjórn- endum sýningarinnar hvernig þetta gengi upp. En þá er málið að það er svo mikið af fyrirtækjum út um all- an heim, stórum fyrirtækjum sem vantar stór verk, fyrir framan hótel, á lóðir og í stóra sali. Á þessari sýn- ingu er ekki hugsað um stofuvegg- inn heima hjá fólki, heldur stræti og torg og garða og lóðir, hótel og stórfyrirtæki,“ segir Guðmundur. Mýtan um listamenn Aðspurður kveðst Guðmundur ekki geta svarað því hvað dró hann að listinni til að byrja með. Hann segist bara einhvern veginn allt- af hafa stefnt að þessu. „Fyrir mér kom aldrei neitt annað til greina en að verða listamaður. Allt ann- að var ekki starf,“ segir hann. En er þá eitthvað sérstakt sem heillar hann við listina og dregur hann að henni? „Neee,“ svarar hann, „þetta er hundleiðinlegt,“ bætir hann við og brosir. „Það halda allir að þetta eigi að vera voða streð og listamað- urinn eigi að vera fátækur og helst fyllibytta og þjáður,“ segir Guð- mundur. „En bestu listaverk heims- ins hafa ekki verið búin til þann- ig. Ég vildi einu sinni sannreyna þessa mýtu. Ég var þá að vinna að sýningu í Hafnarborg í Hafnar- firði sem reyndar aldrei varð. Ég var með vinnustofu í Hafnarfirði og ákvað að drekka helvíti mik- ið af víni á hverjum degi prófa að gera eitthvað. Eitt skiptið þegar ég var að fara heim, með annað augað lokað af drykkju að reyna að brölta út um dyrnar, ákvað ég að taka A4 blöð, fullt af þeim og skrifa nafnið mitt á þau. Ég skrifaði bara „Guð- mundur R. lúðvíksson,“ aftur og aftur, kannski 30 til 40 sinnum svo vinnuborðið var alveg þakið þegar ég fór,“ segir hann. „Daginn eftir, þegar ég kom niður á vinnustofuna biðu blöðin eftir mér og ég fór að spá hvern djöfulinn ég hafi verið að gera í gær? Þá sá ég að ég hafði verið að reyna að skrifa nafnið mitt. Og ég hugsaði með mér að ef ég skrifaði nafnið mitt svona, búinn að drekka fimm rauðvín, hvernig er hitt þá, sem maður gerir? Þetta bara virkar greinilega ekki. Þannig að ég ýtti því alveg til hliðar,“ seg- ir hann og bætir því við að þannig hafi hann hagað málum í tónlistinni líka. „Ég spilaði sex sinnum í viku sem trúbador í sex eða sjö ár. Mér var milljón sinnum boðið í partí, en ég fór aldrei. Stundum fékk ég mér einn bjór þegar hálftími var eftir af kvöldinu. En ég spilaði aldrei full- ur. Þetta bara fer ekki saman,“ segir hann. „Þess vegna held ég að þessi mýta um að listamenn eigi að vera fátækir, hungraðir og helst allt- af blindfullir bara gangi ekki upp. Bara fýsískt fyrir líkamann og heil- an gengur það ekki,“ segir Guð- mundur. „En það er fínt að fá sér í tánna í góðum félagsskap eftir góða vinnu eða sýningar. En það er allt annað. Þá er vinnunni lokið. Þetta segir sig í rauninni alveg sjálft,“ bætir hann við. Allt á sömu spýtunni Guðmundur hefur fengist við mús- ík alla tíð og telur sig hafa verið með þeim fyrstu sem hófu að troða upp sem trúbadorar hér á landi. „Ég byrjaði á Gauknum með einn stofuhátalara og kassagítar. Þetta hefur verið 1987, eitthvað svoleið- is,“ segir hann. „Ég hef alltaf ver- ið í músík, er búinn að gefa út eina 15 titla bæði á vínyl, geisladiski og kasettum. Eins og ég hef kynnst þessu, þekkjandi marga listamenn út um allan heim, þá er algengt að þeir sem eru djúpt sokknir í listina þeir míga utan í allar grein- ar. Myndlistarmenn fikta í tónlist eða skrifa eða gera einhvern and- skotann annað líka,“ segir hann. „Síðan er mjög algengt með góða músíkanta, ég þekki þá nokkra, að þeir eru iðulega annað hvort mikl- ir heimspekingar eða mjög góðir í skák og alls konar reikningskúnst- um. Það er eins og það liggi ein- hvern veginn saman,“ segir Guð- mundur og bætir því við að þræð- ir liggi á milli fleiri greina, sem við fyrstu sýn virðast kannski ótengdar. „Þegar ég var að læra myndlist úti í Frankfurt þá var kvikmyndadeild í akademíunni þar. Og þar voru all- ir í kvikmyndadeildinni skyldugir til að læra matreiðslu, í fjóra tíma á dag. Ég spurði einn prófessorinn út í þetta, af því ég var lærður mat- reiðslumaður. Hann sagði að mat- reiðsla og kvikmyndagerð væri ná- kvæmlega sama fagið. „Þarna erum við að fást við uppsetningu, við erum að teikna upp hvern einasta ramma. Alveg eins og þegar ver- ið er að útbúa matseðil, þá þarf að passa litina, passa formin, gæta að uppsetningunni,“ sagði hann við mig. Enda hafa komið margir snill- ingar úr þessari deild. Þetta er allt saman á sömu spýtunni. Það er allt í uppsetningu og formum og verður allt að virka rétt. Ég held við séum öll að fást við það nákvæmlega sama daginn út og daginn inn, sama hvað við gerum,“ segir Guðmundur. Vantar menningarmið- stöð á Akranes Þrátt fyrir að hafa búið lengi annars staðar hefur Guðmundur heimsótt Akranes reglulega í áranna rás og hefur skoðanir á málefnum bæjar- ins. „Ég hef alltaf komið reglulega hingað uppeftir, svona aðeins til að fylgjast með mínum bæ, heim- sækja mínar götur og finna lyktina af uppeldisstöðvunum,“ segir hann. „Svo allt í einu áttaði ég mig á einu. Þrátt fyrir að Skaginn hafi átt svo marga góða listamenn þá er engin menningarmiðstöð hérna. Að það skuli ekki vera búið að reisa kúlt- úrshús á Akranesi, skil ég ekki. í einu af tíu stærstu bæjarfélögum landsins,“ segir Guðmundur. „Það blómstrar ekkert í neinum sveitar- félögum sem ekki eiga menning- armiðstöð, það er bara svoleiðis. Þegar ég bjó á Seyðisfirði þá var ég að reyna að berjast fyrir þessu og alls konar hlutum sem tengjast menningu. Bæjarstjórinn fyrrver- andi kom að máli við mig í fyrra og sagði mér að þeir hefðu betur átt að hlusta á mig. Nú væru þeir búnir að gera margt af því sem ég hafði stungið upp á og nú blómstraði allt mannlífið á staðnum,“ segir hann. Og Guðmundur segir að menning- armiðstöð þurfi ekki að láta mikið yfir sér. „Húsið þarf ekkert að vera merkilegt, það má þess vegna vera uppblásið. Það þarf bara að vera einhver staður þar sem allir geta farið og skoðað myndlist, hlustað á kóra eða hljómsveitir, hlustað á upplestra eða bara farið með börn- in að glugga í bækur eða fræða þau um það sem borgararnir hafa feng- ist við í gegnum tíðina. Það koma fleiri þúsund skólabörn á hverju ári í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnfirðinga. Að svona skuli ekki vera á Akranesi er bara eins og ef það væri engin höfn hérna,“ segir Guðmundur. Ómetanlegur Langisandur Guðmundur er alinn upp í Ársól við Akratorg en þaðan lá leiðin á Vogabrautina. Hann minnist barn- æskunnar á Akranesi með hlýhug. „Hérna eignaðist ég marga góða vini og þekkti alla. Ég var mjög aktífur og tók þátt í öllu sem var í boði og ég hafði áhuga á, æfði sund, var í fimleikum, lúðrasveit- inni og skólahljómsveitinni og svo framvegis. Þetta var rosalega góð- ur grjónagrautur,“ bætir hann við og brosir. „Það var ofboðslega gott að alast upp hérna sem krakki og er það örugglega enn þann dag í dag,“ segir hann. „Bara það eitt að hafa langasandinn er algjör draumur. Þetta svæði, frá Sem- entsverksmiðjunni og inn að Sól- mundarhöfða, þetta eru uppeld- isstöðvar bæjarins. Þarna feng- um við að vera eins og við vild- um. Maður var þarna berrassað- ur, 7-8 ára gamall hlaupandi út í öldurnar. Síðast í gær sá ég krakka vera að leika sér í sjónum á langa- sandi,“ segir Guðmundur. „Það er svo mikið frelsi fyrir börnin að fá að fara niður á langasand og gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru draumastundir æsku minnar. Þarna gat maður leikið sér eða sest á stein og íhugað sjálfur, eða feng- ið að grenja í friði ef svo bar undir. Svona staður er ómetanlegur fyr- ir Skagann,“ segir Guðmundur R. lúðvíksson að endingu. kgk/ Ljósm. aðsendar.Nunnupíkur. Verk unnið úr íslenskum kleinum. Guðmundur og Inga hafa lagt það í vana sinn að taka kossamyndir af sér á ferðalögum sínum um heiminn. Hér kyssast þau í Berlín og á bakvið kyssast Brezhnev og Honecker. Portrettteikningar eftir Guðmund af fólki í kreppunni 2008.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.