Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Síða 1

Skessuhorn - 22.04.2020, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 23. árg. 22. apríl 2020 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is • 2 STÓ RAR P IZZUR AF M ATSEÐ LI • 2 ME ÐLÆT I AÐ E IGIN V ALI • 2 SÓS UR AÐ EIGIN VALI • 2 L G OS AÐEIN S 5.99 0 KR. Tilboð gildir út apríl 2020 Icelandic meat soup 1.690 kr. arionbanki.is Fjármálin mín – betri y�irsýn í Arion appinu Þrátt fyrir fordæmaleysi tímans heldur gangverk tilverunnar að einhverju leyti sínum venjulega takti. Sólin rís að morgni og vorverkin eru þau sömu til sveita og venjulega, þrátt fyrir allt. Þó hefur eitthvað borið á því að bændur hafi afráðið að fá ekki til sín rúningsmann sökum ástandsins heldur rýja sjálfir. Aðrir hafa pantað tíma í klippingu fyrir skjáturnar en þá beitt varúðarráðstöfunum og sýnt ýtrustu varkárni. Sú var einmitt raunin í fjárhúsum einum í Stykkishólmi á dögunum þar sem þessi mynd var tekin af Guðmundi Þór Guðmundssyni rúningsmanni svipta af Móru reifinu. Ljósm. sá. Framundan eru flutningar fyrir- tækisins Efnagreiningar ehf. frá Hvanneyri til Akraness. Hjónin Elísabet Axelsdóttir og Arngrím- ur Thorlacius tóku fyrstu skóflu- stunguna að nýju húsnæði fyrirtæk- isins í Flóahverfi á Akranesi síðast- liðinn sunnudagsmorgun, að við- stöddum sínum nánustu ættingj- um. Verða þau fyrst til að byggja at- vinnuhúsnæði á nýju athafnasvæði í Flóahverfi á Akranesi. Elísabet og Arngrímur hafa und- anfarin fimm ár starfrækt efna- greiningarstofu sína í gömlu nauta- stöðinni á Hvanneyri, en fyrirtæk- ið hefur meðal annars sinnt hey- mælingum fyrir bændur. En nú eru flutningar til Akraness framundan, sem fyrr segir. Jarðvinna er hafin og Elísabet kveðst í samtali við Skessu- horn vonast til að húsin verði sett niður innan tíu daga. kgk Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir í Akraneskirkju, en ákveð- ið var að flýta sumum þeirra til að nýta þær aðstæður sem eru með- an takmörkun er á samkomuhaldi. Búið er að mála hluta af kirkjunni að innan, en til stendur að skipta um klæðningu á húsinu og lag- færa altaristöflu í sumar. Síðastlið- inn mánudag hófst svo vinna orgel- smiða við hreinsun hljóðfærisins á kirkjuloftinu. Á meðfylgjandi mynd eru Margrét Erlingsdóttir rafvirki, Björgvin Tómasson orgelsmiður, séra Þráinn Haraldsson sóknar- prestur, Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og Helga Sesselja Ásgeirs- dóttir kirkjuvörður og meðhjálpari. Sjá nánar frétt á bls. 12. mm Hjónin Elísabet Axelsdóttir og Arngrímur Thorlacius, eigendur Efnagreiningar ehf., tóku fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrirtækisins á Akranesi síðastliðinn sunnudag. Ljósm. aðsend. Efnagreining flytur á Akranes Framkvæma í samkomubanni

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.