Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 15 Á föstudaginn langa barst bréf til Kvenfélagasambands íslands frá kínversku kvennasamtökunum All- China Women’s Federation. í bréfinu er sagt frá gjöf sem þær ásamt, China Women’s Development Fund og Tencent Company, hafa fært lands- spítalanum vegna Covid -19 heims- faraldurs. Um er að ræða 200.000 andlitsmaska til nota á spítölum. Maskarnir komu til landsins 17. apríl síðastliðinn með flugvél frá Kína sem flutti einnig aðrar lækningavörur til landsins. „Þetta er rausnarleg gjöf frá þeim og mun koma að góðum notum á landspítalanum,“ segir í frétt á vef Kvenfélagasambandsins. í lauslegri þýðingu segir um gjöf- ina: „Undanfarið höfum við heyrt af fjölda staðfestra smita á íslandi og áskorun sem landið stendur frammi fyrir í baráttunni gegn COVID-19. Við höfum samúð með því sem þið eruð að ganga í gegnum og lýs- um hér með einlægri samúð okkar við ykkur og íslendinga sem verða fyrir áhrifum af faraldrinum, sér- staklega konum og börnum. ísland veitti okkur dýrmætan stuðning og aðstoð á erfiðasta tímabili í baráttu Kína gegn COVID-19. Alheims- staðan er orðin mjög alvarleg vegna hraðrar þróunar heimsfaraldursins, sem veldur ógn við öryggi og heilsu fólks og miklar áskoranir fyrir lýð- heilsu íbúa heimsins. Vinsamleg- ast færið öllum félagskonum Kven- félagasambands íslands okkar bestu óskir okkar um góða heilsu og frið,“ segir í bréfi sem Jing Shuiming hjá All-China Women’s Federation rit- ar. Fram kemur að Kvenfélagasam- band íslands hefur sent þeim góðar kveðjur og kærar þakkir fyrir höfð- inglega gjöf. mm/ Ljósm. economist.com Nú þegar öll starfsemi liggur niður í íþróttahúsum var í Borgarbyggð ákveðið að nýta tímann til að fara í viðhaldsframkvæmdir sem krefjast þess að aðstaðan sé lokuð. Að því er fram kemur í frétt á vef Borgar- byggðar hefur verið unnið að ýmsu viðhaldi síðustu daga. „Eitt af þeim verkefnum var að endurnýja gólf- efni í íþróttamiðstöðinni á Klepp- járnsreykjum. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á næstu dögum,“ seg- ir í fréttinni. Þá er á dagskrá hellu- lögn og viðgerðir á lagnakerfi og loftræstingu íþróttamiðstöðvarinn- ar í Borgarnesi og að lagfæra lýs- ingu í sal íþróttamiðstöðvarinnar á Varmalandi. arg Olíunotkun í sjávarútvegi var rétt rúm 133 þúsund tonn á árinu 2019. Það er minnsta notkun í greininni frá upphafi mælinga, sem ná aft- ur til ársins 1982 og þá fyrir daga kvótakerfisins. Olíunotkun fiski- skipa nam 130 þúsund tonnum á árinu og dróst saman um rúm 4% frá fyrra ári. Samdrátturinn var öllu meiri í olíunotkun fiskimjölsverk- smiðja, eða 63%, en þar nam notk- unin tæplega 3 þúsund tonnum. í heild nam samdrátturinn í grein- inni því 7% á milli ára. Þetta má sjá í bráðabirgðatölum sem Orku- stofnun birti nýlega um olíusölu á árinu 2019. Kolefnissporið minnkar en umsvifin ekki Vissulega er olíunotkun á hverjum tíma háð framleiðslu, það er veið- um og vinnslu. Var til að mynda einnig 7% samdráttur í útflutn- ingsframleiðslu á árinu 2019 frá fyrra ári. Þann samdrátt má að stærstum hluta rekja til loðnubrests og kemur því ekki á óvart að sam- drátturinn í olíunotkun fiskimjöls- verksmiðja var eins mikill og raun ber vitni. Engu að síður er leitnin klárlega niður á við hvað olíunotk- un varðar. Á undanförnum árum hefur sjávarútvegur notað helmingi minna af olíu til að veiða og vinna sama magn og hann gerði á síðustu árum fyrir aldamót. Það þýðir að sjávarútvegi hefur tekist að draga úr olíunotkun án þess að það komi niður á framleiðslu og gott betur. „Það eru margir samverkandi þætt- ir sem leggjast á eitt og skýra þessa þróun, svo sem bætt fiskveiðistjór- nun, fjárfesting í tækjum og bún- aði, fækkun og endurnýjun á skip- um sem eru öflugri og hagkvæm- ari og breytt orkunotkun. Þetta er ákjósanleg þróun því vanalega eykst olíunotkun, og kolefnisspor- ið stækkar, þegar umsvif atvinnu- greina aukast. Það á ekki við um ís- lenskan sjávarútveg,“ segir í frétt á Radarnum, þar sem tölur um olíu- notkun hafa verið uppfærðar. mm HVAR ER MATURINN OKKAR? GÆLUDÝRAFÓÐRIÐ FRÁ ROYAL CANIN FÆST NÚ Í FÓÐURBLÖNDUNNI Á SELFOSSI OG HELLU. AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLU ROYAL CANIN FÓÐRI ÚT FEBRÚAR Á OFANGREINDUM STÖÐUM KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP Á HÁGÆÐA FÓÐRI! www.fodur.is • fodur@fodur.is • 570 9800 60 ÁRA 1960-2020 Yfir 200 vörur á afmælistilboði Allt að 25% afsláttur á völdum vörum 8. apríl - 8. maí Frí heimsending FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 30.000 KR. EÐA MEIRA Í GEGNUM VEFVERSLUN Frí heimsending gildir í póstnúmer 101-371 og 800-881 WWW.FODUR.IS Allt fyrir sauðburðinn á www.fodur.is VILTU VINNA 15.000 KR. GJAFABRÉF? Skráðu þig á póstlistann. Drögum úr skráningum vikulega. Sturtuklefar teknir í gegn. Ljósm. Borgarbyggð Nýta tímann í viðhald íþróttamannvirkja Kínversku kvennasamtökin færa Íslandi gjöf vegna COVID-19 Minni olíunotkun á síðasta ári má að stórum hluta rekja til loðnubrests á síðasta ári. Olíunotkun í sjávarútvegi aldrei minni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.