Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 202010 „Sveitarstjórn, sveitarstjóri og starfsmenn Borgarbyggðar hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að útbúa aðgerðaáætlun um hvernig megi koma til móts við bæði heimili og atvinnulífið á þess- um erfiðum tímum. Það þarf að vanda vel til verka og greina hvaða aðgerðir koma sér best fyrir íbúa, fyrirtæki og þjónustu í sveitarfé- laginu,“ segir í tilkynningu. „Það þarf að tryggja velferð íbúa, það er að segja afkomu þeirra og aðgang að órofinni grunnþjónustu sveitar- félagsins. Auk þess þarf að takmarka efnahagsleg áhrif á fyrirtæki í sveit- arfélaginu eins og kostur er. Það er áhyggjuefni hversu miklu atvinnu- leysi er spáð fyrir sveitarfélagið og virðist það einkum koma fram í al- mennri þjónustu og ferðaþjónustu. Sveitarfélagið mun á næstu dögum vinna að aðgerðaáætlun þar sem verið er að horfa til átaksverkefna fyrir sumarið.“ Þá segir að Borgarbyggð sé nú þegar búið að kynna aðgerðir. Til að mynda hafa fyrirtæki tök á því að fresta greiðslu fasteignagjalda, íbú- ar og fyrirtæki fá aukinn sveigjan- leika í innheimtu og gjaldfrestum, gjöld voru lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu í leik- og grunn- skólum og gildistími líkamsræktar- og sundkorta verður framlengd- ur sem samsvarar lokun. Auk þess var hafist handa við að fara í frekari viðhaldsframkvæmdir en áætlað var sem skilar sér í tekjum til fyrirtækja í sveitarfélaginu. Auk þeirra atriða sem nefnd eru hér fyrir ofan eru tíu þættir sem verið er að útfæra nánar á komandi vikum. Þau eru eftirfarandi: Haldið verður aftur að gjaldskrár- hækkunum á árinu 2021 eins og kostur er. Flýting framkvæmda og viðhalds- verkefna á árunum 2020 og 2021. Virkja betur samtal milli sveitar- félagsins, atvinnulífsins og stoð- kerfis atvinnulífsins. Styðja við lýðheilsuverkefni, á veg- um íþróttahreyfingarinnar og með stuðningi til eldri borgara og ör- yrkja til heilsueflingar. Aukin áhersla á nýsköpun og at- vinnusköpun í samstarfi við Hug- heima. Aukin áhersla á menningu og listir. Aukin áhersla á þjónustu velferðar- sviðs. Þátttaka í markaðsátaki við eflingu ferðaþjónustunnar, gerð markaðs- stefnu fyrir Borgarbyggð og aukið fjármagn til markaðssetningar. leita leiða við að fjölga íbúðarhús- næði í Borgarbyggð í samstarfi við einkaaðila og stjórnvöld. Áhersla á flýtingu verkefna sem eru fjármögnuð að hluta eða að öllu leyti af ríkinu: ljóðsleiðaravæðing. Yfirfærsla yfir í þriggja fasa raf- magn Flýting framkvæmda á tengivegum og Uxahryggjaleið. Fjölgun hjúkrunarrýma og breyt- ing húsnæðis í Brákarhlíð. Aukið fjármagn til nýsköpunar og atvinnustyrkir til kvenna. „Þessir þættir miða að því að efla samfélagið í heild, mikilvægt er að skoða og greina sviðsmyndir þann- ig að þær aðgerðir sem verða teknar gagnist sem flestum í Borgarbyggð. ljóst er að tækifærin eru fjölmörg og nú er rétti tíminn til þess að sjá það góða sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða með samheldni og samstöðu að vopni,“ segir í tilkynn- ingu frá Borgarbyggð. mm Nú þegar hrygningarstoppið er á enda eru áhafnir bátanna á Snæ- fellsnesi farnar að gera klárt, annað hvort að taka ís eða skipta yfir á önn- ur veiðarfæri. Áhöfnin á Magnúsi SH var að gera klárt til veiða þegar ljósmyndari var á ferðinni. Þeir eru að fara á snurvoð, voru síðast á net- um í svokölluðu netaralli á Breiðar- firði. Kom það vel út, að sögn skip- verja, en þeir fengu 373 tonn í tólf róðrum. Saxhamar tók einnig þátt í netarallinu, en skipið var á veiðum frá Faxaflóa að Reykjanesi og fékk 257 tonn í tíu róðrum. þa Samkvæmt umferðarlögum er óheimilt að aka um á nagladekkjum eftir 15. apríl. Þar sem allra veðra er von í landi á norðlægum slóðum, hefur lögregla þó fram til þessa ekki beitt sektarákvæðum í aprílmánuði, samkvæmt upplýsingum frá FíB. Það er eins gott eins og árað hefur fram undir þetta því sekt fyrir eitt nagladekk er komin í 20 þúsund krónur og því 80 þúsund krónur fyrir bílinn. Veðráttan nú í vor var með þeim hætti að ökumenn biðu í lengstu lög með að setja sumar- dekkin undir. Þar af leiðandi hellt- ust mjög miklar annir yfir á dekkja- verkstæðum í síðustu viku og lang- ur biðlisti myndaðist. Hjá hjólbarðaþjónustu N1 við Dalbraut á Akranesi fengust þær upplýsingar í síðustu viku að hálfs mánaðar bið væri eftir tíma til dekkjaskipta. Valdimar lárus- son stöðvarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að tíðin í vor hafi gert það að verkum að bíleigend- ur hafi farið sér hægt með að taka vetrardekkin undan. Mesta törn- in í dekkjaskiptunum var því rétt að hefjast, en alla jafnan er hún um garð gengin á þessum árstíma. „Það verður mikið að gera hjá okk- ur næstu vikurnar,“ segir Valdi- mar. „Að jafnaði erum við fimm að vinna hér á dekkjaverkstæðinu en tveir til þrír eru kallaður inn til aðstoðar meðan það mesta gengur yfir. Þannig náum við að afgreiða dekkjaskipti á 70-80 bílum á dag,“ segir Valdimar. mm Stutt í brosið hjá áhöfninni á Magnúsi SH. Ljósm. þa. Haldið til veiða að afloknu hrygningarstoppi Línubalarnir komnir um borð og haldið til veiða á Sverri SH eftir stoppið. Línan var svo lögð í Flákakantinum. Fyrir aftan siglir Bryndís SH sem hélt til hand- færaveiða. Ljósm. af. Miklar annir í dekkjaskiptum Hröð handtök hjá N1 á Akranesi. Svipmynd frá atganginum. „Við tökum að jafnaði þetta 70-80 bíla á dag í dekkjaskipti,“ sagði Valdimar. Þrír ættliðir að störfum. Björn Valdimarsson, systursonur hans Ellert Lár Hannesson, og Valdimar Lárusson stöðvarstjóri. Eiginkona Valdimars, Rósa Hall- dórsdóttir, sér svo um bókanir og samskipti við viðskiptavini. Borgarbyggð kynnir áhersluatriði til viðspyrnu vegna Covid-19

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.