Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Page 4

Skessuhorn - 22.04.2020, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Huglægt mat um lífvænleika Á undanförnum vikum hafa stjórnvöld kynnt aðgerðir sem ætlað er að sporna við áhrifum kórónaveirufaraldursins á viðskipti og efnahag heim- ila og fyrirtækja, enda tengist þetta tvennt órjúfanlegum böndum. Engan veginn er það öfundsverð áskorun sem ráðamenn standa frammi fyrir þeg- ar kemur að útdeilingu fjármuna ríkissjóðs við þessar aðstæður. Þegar heilu atvinnugreinarnar þurrkast út svo gott sem á einum degi. Nú þegar hefur verið gripið til skammtímaaðgerða sem vissulega geta hjálpað. Til dæmis er þakkarvert að bjóða upp á hlutabætur til að starfsfólk haldi ráðningar- sambandi við atvinnurekendur sína með von um að fljótlega taki sól aftur að rísa. En slík aðgerð er til skamms tíma og virkar einungis sem dempari á högg sem verður þyngra en áætlað var í upphafi faraldursins. Það eru að- gerðir til langs tíma sem ég hef meiri áhuga á að takist vel. Ein af þeim aðgerðum sem strax í mars var boðuð, var að ríkið veitti bönkum bakábyrgð til aukinna lánveitinga til fyrirtækja, svokölluð brúar- lán. Mig minnir að þegar fjármálaráðherra kynnti þessa aðgerð hafi hann orðað það svo að styðja ætti við áframhaldandi rekstur „lífvænlegra fyrir- tækja“. Brúarlánum er semsé ætlað að verja lítil og meðalstór fyrirtæki sem vegna veirunnar verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti. Fram undir þetta hafa efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart at- vinnulífinu verið almenns eðlis og náð til fyrirtækja sem verða fyrir skyndi- legum samdrætti. Þar á meðal er frestun gjalddaga og niðurgreiðsla launa- kostnaðar. Nokkur sveitarfélög hafa sömuleiðis boðað frestun gjalddaga. En frestun gjalddaga er í mínum huga ekkert sem skiptir máli í heildar samhenginu. Svona álíka gagnlegt og að pissa í skóinn og vona að hlýj- an vari lengi. Fyrir eigendur skuldugra fyrirtækja sem standa frammi fyrir forsendubresti í viðskiptum, til dæmis ferðaþjónustuna, er um tvennt að velja. Annars vegar að leggja strax upp laupana áður en tapið verður enn stærra, eða freista þess að nýta þau úrræði sem stjórnvöld og fjármálakerfið býður. En þá vandast málið! Hvernig ætla stjórnvöld og fjármálastofnanir að ákveða hvaða fyrirtæki eru lífvænleg og hver ekki? Hvaða haldbæru og skynsamlegu leiðir eru til þess? Nú vill svo til að við þurfum ekki að leita nema tæp tólf ár aftur í tímann til að rifja upp hvernig fjármálastofnanir völdu hvaða fyrirtæki voru sett í þrot og hver ekki. Svo skemmtilega vill til að aftar í þessu blaði má lesa viðtal við harðduglegan karl sem rak fyrirtæki og átti um tuttugu aðskild- ar eignir þegar bankarnir urðu gjaldþrota 2008. Þar lýsir hann því þegar honum var tilkynnt einn daginn á fundi að bankinn hefði ákveðið að setja hann í þrot. Af honum voru hirtar allar hans eigur sem á þeim tíma voru töluvert meira virði en þær skuldir sem á þeim hvíldu. En í ljósi þess að hann var sökum verkefnaskorts ógjaldfær um afborganir lánanna þá var allt tekið af honum. Hins vegar voru töluvert mörg dæmi um fyrirtæki, sem voru skuldug upp í rjáfur, voru áfram látin vera í höndum sömu „eigenda“ og stjórnenda, af því bankarnir græddi ekkert á að leysa það til sín. Ég kýs að minna sérstaklega á þetta hér í ljósi þess að ég er nokkuð sannfærður um að framundan eru svipaðir tímar og þarna um haustið sem Geir bað Guð að blessa ísland. Einhver hópur banka-, embættis- eða stjórnmála- manna mun nú setjast yfir eigna- og skuldastöðu íslenskra fyrirtækja og leggja huglægt mat á hvaða fyrirtæki eru talin lífvænleg og hver ekki. Ég ætla bara rétt að vona að gegnsætt eftirlit verði með framkvæmd þessa hug- læga mats, þannig að valdir gæðingar úr vinahópum eða frændgarði fái ekki að þjóðnýta eigur heiðarlegs fólks sem hefur það eitt til saka unnið að vera að reka fyrirtæki þegar heimsfaraldur gekk yfir. Ég kalla því eftir að farin verði heiðarleg leið, án spillingar, þegar valið verður hverjir halda áfram og hverjir ekki. Magnús Magnússon. Gunnlaugur A Júlíusson, fyrrver- andi sveitarstjóri Borgarbyggðar, krefur sveitarfélagið um 60 millj- ónir króna vegna uppsagnar hans úr starfi í nóvember síðastliðn- um. Stefnan var lögð fram í Hér- aðsdómi Vesturlands fyrr í þess- um mánuði og greindi fréttavefur Ríkisútvarpsins frá innihaldi henn- ar. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðnum og telur að á sér hafi verið brotið. í stefn- unni rekur hann aðdragandann að starfslokunum og afleiðingar henn- ar. Með stefnu nú fer Gunnlaugur fram á fjártjónskröfu sem felur m.a. í sér launaleiðréttingu, greiðslu or- lofs, að sveitarfélagið greiði kostn- að vegna lögmannsaðstoðar auk fjögurra milljóna króna í miskabæt- ur, alls um 60 milljónir króna. Sveitarfélagið mun taka til varna Á fundi byggðarráðs Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var stefna Gunnlaugs lögð fram og ákveðið að tekið verði til varna. „Byggðaráð harmar efni framkom- innar stefnu og ítrekar að sveitar- félagið hafi alltaf lagt áherslu á að gengið sé frá starfslokum Gunn- laugs A. Júlíussonar, fyrrv. sveitar- stjóra, í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. ljóst er að ítrustu kröfur Gunnlaugs eru langt umfram þær kröfur sem sveitarfé- lagið telur réttmætar,“ segir í bók- un byggðarráðs: „Það er því hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði á grundvelli þeirra og því verður tekið til varna. Bið- launatímabil er enn yfirstandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbinding- ar samkvæmt lögum og ráðningar- samningi,“ segir í bókun byggðar- ráðs. mm lögreglustjórinn á Vesturlandi hef- ur verið að endurnýja bílaflota emb- ættisins eftir þörfum og nú hefur verið tekinn í notkun nýr bíll sem staðsettur verður í Búðardal. Nýja lögreglubifreiðin er Toyota land Cruiser jeppi, búinn öllum þeim búnaði sem þörf er á við löggæslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi starfa lögreglumenn á sex lögreglustöðvum; Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Stykkis- hólmi, Grundarfirði og Ólafsvík. „Á hverjum stað er reynt að velja lög- reglubifreið sem hentar starfsem- inni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Auk þess að sinna hefðbundnu eft- irliti hefur lögreglan á Vesturlandi einnig til umráða sérstaka bifreið til vegaeftirlits, sem og myndavélabíl sem er alltaf á ferðinni við hraða- eftirlit í umdæminu. kgk Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti á fundi sínum 14. apríl síð- astliðinn að slíta samstarfi við Tryggva Harðarson sveitarstjóra. Hefur hann þegar látið af störfum. Ástæða starfsloka er ólík sýn á verk- efni á vettvangi sveitarfélagsins, að því er fram kemur í samþykkt sveit- arstjórnar. Ekki náðist samkomu- lag við fráfarandi sveitarstjóra um starfslok. Ákveðið var að auglýsa starfið og mun Árný Huld Haralds- dóttir oddviti sinna starfi sveitar- stjóra þar til nýr hefur verið ráðinn. Ekki var einhugur um málið inn- an sveitarstjórnarinnar. Fjórir voru fylgjandi uppsögn sveitarstjórans en einn á móti. Ingimar Ingimars- son varaoddviti lagði fram spurn- ingalista þar sem hann óskaði m.a. eftir svörum um það hvernig stað- ið hafi verið að uppsögninni og hvort reynt hefði verið að ná sam- komulagi við sveitarstjórann um starfslokin. Árný Huld Haralds- dóttir oddviti lagði fram bókun þar sem ítrekað var að ástæða upp- sagnarinnar væri ólík sýn á verk- efni sveitarfélagsins. Vegna ólíkrar sýnar hefði enn fremur ekki náðst samkomulag um starfslok. Þar sem um pólitíska ráðningu hafi verið að ræða á sínum tíma þyrfti ekki að rökstyðja ákvörðunina frekar. Enn fremur ætti andmælaréttur ekki við þar sem sveitarstjóri væri ekki sak- aður um brot í starfi. Ingimar lagði því næst fram á fundi sveitarstjórnar tillögu þess efnis að afgreiðslu málsins yrði frestað til næsta fundar. Taldi hann málið vanreifað, uppsögnina órök- studda og efaðist um lögmæti henn- ar. Aðrir sveitarstjórnarfulltrúar voru því ósammála og felldu frá- vísunartillöguna með fjórum at- kvæðum gegn einu. Að svo búnu var tillaga um uppsögn sveitarstjór- ans samþykkt með sama atkvæða- fjölda. Ingimar lagði þá fram bókun þar sem hann ítrekaði áðurnefnda afstöðu sína. Enn fremur sagði Ingimar í bókun sinni að trú hans á samvinnu og sátt innan sveitar- stjórnar hefði brostið. Hann sæi sig því knúinn til að starfa að málefn- um Reykhólahrepps í minnihluta. kgk Meðan allt lék í lyndi í samstarfi sveitarstjórnar og fyrrum sveitarstjóra. Myndin var tekin daginn sem núverandi sveitarstjórn tók við sumarið 2018. Ljósm. úr safni. Gunnlaugur stefnir Borgarbyggð Nýjasti bíllinn í flota Lögreglunnar á Vesturlandi, hér við hafnarbakkann í Búðar- dal. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi. Nýr lögreglubíll í Búðardal Tryggvi Harðarson. Ljósm. úr safni/ kgk. Sveitarstjóra Reykhólahrepps sagt upp

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.