Skessuhorn


Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.04.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. ApRíl 2020 19 �endi� Vestlendingu� öllu� �umar�veðju� Sty��ishólmu� Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar Dalamönnum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Grundararðarbær óskar íbúum Grundararðar og öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars Í bakhúsinu þar sem síðast var danssalur á Breiðinni hefur Ragnar nú innréttað rúmgott vinnurými. „Þetta verður hobbýherbergið mitt þegar ég verð orðinn gamall kall,“ segir hann. gott sem eignalaus. Aðstæður hög- uðu því svo þannig að ég gat öngl- að upp í kaup á skemmtistaðn- um Breiðinni á Akranesi þarna í kreppunni haustið 2008. Ég flyt þá á Skagann en held áfram að vinna við mína iðn svona í kroppverkefn- um fyrir sunnan. Rek skemmtistað- inn Breiðina í fjögur og hálft ár og vinn langan vinnudag. Þá eins og núna kom sér vel að ég þrífst best í mikilli vinnu. Ég gerði auk þess heilmikið fyrir húsnæðið á þess- um árum. Þarna var bar og býsna fjölmennar samkomur að auki, en engu að síður var þessi rekstur ekki að skila neinu svo ég ákvað að selja. Um svipað leyti og ég keypti Breiðina keypti ég einnig illa farið tveggja hæða íbúðarhús á þarnæstu lóð, Bárugötu 19, og gerði húsið upp frá A til Ö. í annarri íbúðinni í því húsi höfum við svo búið fram að þessu, en leigt hina. Ég seldi svo skemmtistaðinn Breiðina árið 2013 en var einstaklega óheppinn með kaupendur. Þeir stóðu aldrei í skilum með kaupverðið og ætl- uðu líklega aldrei að gera það, enda hreinrækaðir fjárglæframenn. Við þá sölu tapaði ég öllu sem ég átti í eigninni og bankinn eignaðist svo húsið eftir að kaupendurnir fóru í þrot. Áður en þeir misstu húsið endanlega höfðu þeir látið greip- ar sópa, hreinsuðu allt fémætt inn- an úr Breiðinni og hirtu úr húsinu bæði innréttingar og tæki, naglfast sem annað.“ Keypti húsið aftur Árið 2018 kaupir Ragnar svo Báru- götu 15 að nýju, að þessu sinni af íslandsbanka. „Ég er talandi dæmi um að ég varast ekki vítin. Eftir að hafa kynnst þessu húsi fannst mér það blasa við að þarna leyndust tækifæri sem mig langaði að nýta. í millitíðinni hafði ég haft næg verk- efni og gat því fjármagnað útborg- un í húsinu. Mínar áætlanir ganga hins vegar ekki út á að gera aftur skemmtistað í húsinu. Ég hef nú sótt um leyfi til að byggja tvær hæð- ir ofan á frambygginguna og ætla að innrétta tólf smáíbúðir í húsinu. Ég er núna búinn að innrétta litla íbúð fyrir fjölskylduna í bakhús- inu auk þess að í gamla danssalnum er ég kominn með frábæra vinnu- aðstöðu fyrir mig og mína starf- semi. Þegar leyfin verða í höfn og búið verður að staðfesta nýtt deili- skipulag fyrir lóðina mun ég hefjast handa við að byggja ofan á húsið. Ég þarf að styrkja útveggi en mun svo innrétta alls tólf íbúðir á þrem- ur hæðum. Á efstu hæðinni verður penthouse íbúð og minn draumur er að þar munum við fjölskyldan búa í framtíðinni. Nú er áætlunin sú að á næstu tveimur árum verður þetta unnið.“ Aðspurður segist Ragnar ekki búinn að ákveða hvort væntanlegar íbúðir á Bárugötu 15 verði leigðar út eða seldar. „Vonandi næ ég að fjármagna verkið þannig að þetta verði allt leiguíbúðir. Sjálfur er ég kominn á þann aldur að ég þarf að fara að hugsa til efri áranna og ef mér tekst að fjármagna fram- kvæmdina verða þetta einungis litl- ar leiguíbúðir. Slíkt vantar á mark- aðinn hér á Akranesi,“ segir Ragnar að endingu. mm Ragnar er hér á annari hæð hússins þar sem til stendur að innrétta íbúðir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.